Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 10
EINKENNILEGT VIÐSKIPTAHVERFI. — 1 Caracas, liöfioöborg Venezuéla, hefur undanfarið verið unnið að einkennilegri viðskiptamiðstöð, sem á að verða fullgerð í ár. Verzlunarhúsin, sem standa á tíu hektara svœði, verða allt að 25 hæðir, en þannig um hnútana búið, að fólk geti ekið bilnum sínum upp að hvaða hæð, sem vera vill. Fœst því framgengt með hringbraut þeirri, sem sést hér á myndinni, ásamt nokkrum hluta borgarinnar. Áœtlunin er gerð af húsameistaranum Jorge Rom- ero Gutierrez og kostar fyrirtœkið 25 milljón dollara. Allstaöar, þar sem stjórnmálaráðstefnur eru haldnar, verður að gæta mikils öryggis vegna þeirra stjórnmálamanna er fundina sitja. Á myndinni sést, er verið er að leita á blaðamönnum sem eiga að vera viðstaddir einhverja slíka ráðstefnu. Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.