Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 9
Útrás Sogsins úr Þingvallavatni. Bak við sést inntakið að jarðgöngunum gegnum Dráttarhlhiðina. verki Ásmundar Sveinssonar, sem stendur steinsnar írá Irufossstöðinni. Það er ekki steypt úr bronsi, því að til þess voru engin tæki hér, heldur gert úr eirþynnum, sem klæddar eru utan á sterka járngrind. Eftirlíkingu úr skíru silfri af þessu listaverki gáfu verkfræðingar Steingrími Jóns- syni á 70 ára afmæli hans. — Gunnar Thoroddsen afhjúpaði listaverk þetta og sagði i fáum dráttum sögu þess. Höfðu þeir Ásmundur og Steingrím- ur Jónsson rætt þessa hugmynd Ás- mundar, og nú stendur árangur henn- ar og heilsar gestum, sem heimsækja Írufoss. DUX ER HANN ENN'. Sá, sem þessar línur ritar, er einn af sjö eftirlifandi, sem áttu þeirri ánægju að fagna, að vera bekkjar- bræður Steingríms Jónssonar. Og það duldist engum okkar, að þar sem hann fór var maður, sem tvímæla- laust mundi vinna stórvirki, ef hon- um entist lif og heilsa. Hann var alltaf duxinn í bekknum, þar komst enginn nærri og því síður á hlið við hann, jafnvígur var hann á allt, þó að stærðfræðin og eðlisfræðin virtust honum einna kærastar náms- greinar. Stundum er það svo um mikla námsmenn, að þegar út í starfið kemur, reynast þeir ekki eins mikl- ir starfsmenn og þeir voru náms- menn. Ekki var svo um Steingrím. Að loknu frábæru prófi í rafmagns- verkfræði stundaði hann um hríð verkfræðistörf hjá frægu sænsku fyrirtæki, áður en hann hvarf heim og réðst til starfa hjá Reykjavíkur- bæ, sem rafmagnsstjóri. Saga hans síðan skal ekki rakin, hún er skráð úr betra efni en prentsvertu, og hún er skráð í lömpunum í hverju ein- asta húsi i Reykjavík og grennd. Hún er skráð i Elliðaárstöðinni, Sogsvirkj- unum og toppstöðinni. Dr. Jón heitinn Helgason biskup var stundum að spyrja mig um sam- bekkinga mína. „Ég þarf ekki að spyrja um hann Steingrím, hann er vitanlega ljósið í bekknum, enda á hann ekki langt að sækja það, son- ur hans síra Jóns Stenigrímssonar í Gaulverjabæ,“ sagði dr. Jón. Löngu síðar sagði hann um sama mann, að það væri ekkert guðlast, þó að Steingrímur Jónsson væri kallaður „Ljóssinn herra“ eða „Lúcifer í góðri merkingu". Duxinn úr Menntaskólanum frá 1910 hætti ekki að vera dux þó hann væri kominn úr skóla. Með fyllsta rétti má segja, að hann hafi verið dux alltaf síðan, og sé það enn. Hann hefur ekki margskipt sér og eytt tímanum í stjórnmálaþras, heldur unnið markvisst að einu og sama marki: að sýna íslenzkri þjóð hve miklu það skiptir að kunna að not- færa sér þær auðlindir orkunnar, sem landið hefur að bjóða, hvort heldur eru jarðhiti eða fallvatn. Og vel sé honum fyrir það. Ef nokkur núlifandi Islendingur getur litið til baka yfir frjósamt ævistarf, þá getur Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri gert það. ESSKÁ. ☆ KOSTUR SJÓNVARPSINS. — Það er dásamlegt, þetta sjón- varpstæki, sagði gamla konan. Þeg- ar ég loka augunum, er þetta alveg eins og ég hlusti á útvarpið. JVartiBain í Edinburgh hefur síðastliðin fjög- ur ár ,,tikkað“ eins og stofuklukka. Lokubleðill eins hjartahólfsins hafði verið tekinn úr honum með uppskurði, og ný loka úr plasti sett í staðinn og bjargaði þessi aðgerð lífi haná. En í hvert skipti sem hjartað slær, heyrist smellurinn í lokunni. Þegar honum rennur í skap eða hann reyn- ir mikið á sig „tikkar hjartaklukk- an“ hraðar. Nú er hann trúlofaður og ætlar að giftast bráðum, og þeg- ar unnustan mætir honum á götu, heyrir hún glöggt að hjartað herðir á sér. ★ Þessi stóri poki, sem líkist lielzt æfingasekk fyrir hnefaleikara, er nýj- asta nýtt í flutningatækni vestur í Ameríku. Hann er gerður úr gúmmí- húðuðu lérefti og í honum eru fluttar viðkvæmar vörur. Meðan á flutningi stendur, er hann pumpaður upp með lofti og þolir því lmjask mun betur en ella. ★ Bygging kjarnorkurafstöðvar er ekkert fjárhagslegt spaug, og hefur ekki verið framkvæmd án aðstoðar liins opinbera þar til nú, að verið er að reisa eina slíka stöð í Dred- sen í Bandaríkjunum af sjálfstæðum fyrirtækjum. Stöðin mun framleiða 180.000 kílówött, og á að taka til starfa í júní á nœsta ári, hálfu ári fyrr en áætlað hafði verið. Stöðin, sem hér sést á myndinni, á að sjá Ghicagoborg fyrir rafmagni. Fálkinn, 26. tbl. 1960 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.