Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 23
Óli fjósamaður er kominn í nýja vist. Honum leið vel að öðru leyti en því, að maturinn var lélegur, og fór Óli ekki dult með skoðun sína á honum. — Jæja, Óli, segir bóndinn, — mér er sagt, að þú sért ekki ánægður með matinn. Finnst þér hægt að setja nokkuð út á grautinn, til dæm- Ss? — Spurðu grautinn að því, en ekki mig. Hann er nógu gamall til að geta svarað fyrir sig sjálfur. Kapphlaupsspilið Það er fljótgert að búa það til. Fáðu þér pappaspjald, 31x9 cm, og strikaðu það eins og myndin sýnir, 3 cm milli langstrika og 1 cm milli þverstrika. Merktu línurnar tölunum 1—30. Skopparakringluna gerir þú úr pappa, eins og myndin sýnir, og stingur blýantsstúf í hana miðja. Og svo getið þið byrjað. Hver spilari hefur hnapp, sem hann leggur á enda plötunnar. Svo skipt- ist þið á um að snúa kringlunni og hver flytur fram sinn hnapp um jafn háa tölu og stendur á kringluborð- inu, sem kemur niður þegar kringl- an stöðvast. Ef kringlan stöðvast á h- 10 verður að flytja hnappinn 10 aftur á bak, eða þangað sem byrjað var. Þegar kemur að markinu 30 er um að gera að vera heppinn. Ef þú t. d. stendur á 20, verður þú að fá 2, til þess að vinna, eða halda áfram í réttri röð þangað til þú fær 2. Það stoðar ekki þó að þú fáir 3 eða meira. Þau höfðu keypt sér bíl og frúin hafði fengið ökuleyfi og var byrjuð að aka upp á eigin spýtur. — Hvernig gengur þér aksturinn? spurði vinkonan. — Bara vel, svaraði frúin. — 1 gær komst ég upp í áttatíu, og á morgun ætla ég að reyna að loka ekki augunum þegar ég mæti bíl. ★ — Takiö þið nú eftir, drengir, þegar þrýstiloftssprengjuflugvélin lcemur hérna út úr kassanum. Þessi vinalegi kettlingur fannst í járnbrautarlest, sem var á leiö til London. AuÖvitaÖ vissi enginn hvað- an hann kom eða hvert hann œtlaöi, svo aö dýraverndunarfélögin uröu aö taka greyiö til uppfósturs. Fálkinn, 26. tbl. 1960 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.