Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 25
iim kringumstæðum vilja fara með þeim, eins og þriðja hjól á vagni. — Mér væri ánægja, ef þér vilduð verða mér sam- ferða, sagði Brian. Hann leit hikandi á hana og Hugh á víxl og það kom angistarsvipur á hann. Hafði hann ekki verið of frakkur? Irena hikaði um stund. Hana langað ekkert sérstak- lega til að fara í land með Brian, en hún varð allt í einu reið. Hugh hafði látið hana um að kaupa nælu handa sjálfri sér, og nú rauf hann loforð, sem hann vissi, að henni var mikils virði. Hún roðnaði i framan ■og sneri sér að Brian. — Ég vil gjarnan fara í land með yður, sagði hún hlýlega. — Eigum við ekki að fara strax? KYNNISFÖR MEÐ STAÐGENGLI. Brian tók fylgarmannsstarf sitt mjög hátiðlega og ein- setti sér að Irena skyldi fá að sjá eins mikið af borg- inni og unnt væri, á þessari stuttu stund. — Ég vildi óska að við hefðum tima til að skreppa til Cintra, sagði hann. — Ég hefði gaman af að sýna yður gömlu konungshöllina þar. Hún er dásamlegt meist- araverk. — Mér er alveg sama, hvert við förum, sagði Irena. — Þetta er all svo ljómandi fallegt. Þa fóru eftir áætluninni sem Hugh hafði gert og tóku lestina til Estoril, hins fræga baðstaðar fyrir utan borg- ina. Úr lestinni var töfrandi útsýn yfir sólbjarta strönd- ina, með öllum sinum sterku litum. Bara ef Irena hefði verið með Hugh en ekki Brian — þá hefði þetta allt verið dásamlegt, hugsaði hún með sér og andvarpaði. En samt reyndi hún að líta skynsamlega á þetta. Vitan- lega varð Hugh að láta störfin ganga fyrir öllu. Mikil ábyrgði fylgdi nýju stöðunni hans, og ef umboðsmaður- inn í Lissabon þurfti að tala við hann, varð auðvitað ekki komizt hjá því. En hann hefði mátt láta sjá, að honum þætti þetta leitt, hugsaði hún angurvær með sér. Leitt að svíkja loforð sitt við hana. Hún tók eftir að Brian var að tala við hana, en hún hafði ekki heyrt eitt orð af því, sem hann sagði. Sem betur fór var svoddan ákefð i honum, þegar hann var að lýsa stöðunum, sem þau fóru fram hjá, að hann varð þess ekki var, að hún var annarshugar, og tók ekki eftir því sem hann sagði. Smástöðvarnar á leiðinni voru margar og hétu vitan- lega portúgölskum nöfnum, sem erfitt var að festa í minni. Lestin nam staðar fimmtu hverja mínútur. Þegar þau komu til Monte Estoril sagði Brian: — Hérna för- um við út. Hann hjálpaði henni út úr lestinni og þau héldu inn í Estorilgarðana, og þar voru blómin í full- um skrúða. — Hvernig lízt yður á? sagði Brian hreykinn, eins og það hefði verið hann, sem hefði gróðursett öll blómin. Hún brosti og sagði að það væri yndislegt. — Já, það er fallegra en í Englandi í nóvember. Þau gengu um garðana i klukkutíma áður en þau fóru að borða hádegisverð í einu af litlu gistihúsunum á strönd- inni. Maturinn var ágætur og Irena hafði gaman af Brian, sem lagði sig i framkróka um að sýna hve mikið hann kynni í portúgölsku. Meðan hún sat þarna and- spænis honum, var hún að velta því fyrir sér, hve gamall hann væri og hve lengi hann mundi hafa verið i Rio. Hún gat spurt hann síðari spurningarinnar, og hann sparaði ekki að segja henni allt, sem hún spurði um. Meðan þau voru að borða, reyndi hún að gera sér mynd af iðnaðarbænum, sem hann hafði alizt upp i í Englandi — heimili hans og móður, sem alltaf var önnum kafin í nefndum og á stjórnarfundum, og gömlum föður hans, sem stjórnaði arðbæru fyrirtæki, sem hann hafði sjálfur byggt upp frá rótum. — Ég hef bakað þeim báðum mikil vonbrigði, sagði hann með afvopnandi hreinskilni. — Skiljið þér — Collin, eldri bróðir minn, átti að ganga inn í firmað og halda fyrirtækinu í horfi, en hann féll í stríðinu, og þá töldu foreldrar mínir sjálfsagt, að ég kæmi í hans stað. Ég reyndi það lika, til þess að gera þeim til geðs, en ég hef ekki þá hæfileika, sem þarf til þesskonar starfa. Þeim féll það auðvitað afar þungt. Það er ekki vani í minni ætt, að láta sér mistakast, eða verða ónytjungur. — Kallið þér yður ónytjung? sagði Irena hneyksluð. — Þér, sem hafið ágæta stöðu í Rio. Brian brosti sneypulega. —- Ójú, staðan er góð, en það er ekki sú staða, sem ég átti að gegna. Að minnsta kosti líta foreldrar mínir svo á .... og þau hafa rétt fyrir sér, vitanlega. Alvörusvipur kom á hann. — Þetta hefði ekki gert til, ef Collin hefði lifað. Þau voru svo stolt af honum, bæði. Irena skildi allt í einu hvers vegna hann var svona uppburðalítill: „það er ekki vani i minni ætt, að láta sér mistakast". Líklega hafði hann lifað í skugga hins duglega, eldri bróður síns, og sjálfstraust hans bilað, er hann reyndist ekki maður til að inna það starf af hendi, sem honum var ætlað. Það er synd og skömm, hugsaði hún gröm með sér. Það eina sem hann vantar er ein- hver, sem skilur hann og getur gefið honum trúna á sjálfan sig. — Ég tala liklega of mikið um sjálfan mig, sagði hann allt í einu og varð enn vandræðalegri. — Það var ekki ætlunin. Yður drepleiðist sjálfsagt, að vera með mér. — Nei, alls ekki, sagði hún af heilum hug. — En ég held að þér lítið ekki réttum augum á tilveruna. Það er engin skömm, þó að þér gætuð ekki rækt störfin í fyrirtæki föður yðar. Hann mundi líklega ekki geta unn- ið starfið, sem þér vinnið. Hún sá, að hann hugleiddi þetta. — Ég hef nú aldrei litið á málið frá því sjónarmiði fyrr, sagði hann og fór allt í einu að hlæja. — Já, ég hefði gaman af að sjá pabba og Grant Summers saman þegar Summers er sem erfiðastur. Þá mundu verða nægilegar eldingar til að valda skógarbruna. Honum létti auðsjáanlega við þetta. Það er auðséð, hugsaði Irena með sér, að hann vantar ekkert annað en sjálfstraustið. (Framh.) Fálkinn, 26. tbl. 1960 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.