Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 7
næstu hæð fyrir ofan, og er snúnings- hraði þeirra því hinn sami og hverfl- anna. Rafalarnir eru frá hinum heimsfrægu smiðjum í Vasterás, sem einnig lagði til rafalana á Ljósafossi. En nú gerist það undur, að vatns- orka hverflanna breytist í raforku, þrífasa straum 50 riða, 13.500 kw eða 16.500 KVA frá hvorum rafala. Og þessi orka berst með 6.600 volta spennu austur að Mýrdalssandi, um Suðurnesin og alla leið upp í Borgar- fjörð, að ógleymdri sjálfri Reykja- vík og Hafnarfirði og Kópavogi. Allt þetta svæði lýsir hún, sumt af því hitar hún og allur hinn hraðvaxandi iðnaður byggist á henni að meira eða minna leyti, og stóriðjuverin, sem framleiða áburð i Gufunesi og sem- ent á Akranesi. Það væri freistandi að segja frá ýmsu fleiru tæknilegu, sem þessi nýja stöð hefur til síns ágætis, en til þess verður ekki rúm hér. Aðeins skal þess getið, að þarna er allt sjálfvirkt og má segja að að þvi sé „fjarstýrt", því að Steingrímsstöð má stjórna að öllu leyti neðan frá Irufossi, en þang- að fer orka stöðvarinnar í fyrsta á- fanga og er dreift þaðan í allar áttir. Háspennulinu til Reykjavikur hefur ekki þurft að leggja Vegna orkuaukn- ingarinnar, þvi að linan, sem lögð var í tilefni af Irufosstöðinni 1953 getur flutt hana. En geta aðalspenni- stöðvarinnar við Elliðaárnar hefur verið aukin um 25.000 KVA. — Ork- an til héraða austanfjalls dreifist frá 33 kv línu frá Ljósafossi, en við Ell- iðaár hefur verið sett upp 60 kV útivirki fyrir sambandslínu við Anda- kílsvirkjunina og aðra linu til Kefla- víkur. — Kostnaður við hina nýju virkj- un er talinn 169.900.000 kr. Af því telst útlendi kostnaðurinn (vélar og ýms tæki) 62.760.000 kr., en sá inn- lendi 107.140.000. Stærsti kostnaðar- liðurinn er vitanlega mannvirkin: stífla, jarðgöng, stöðvarhús og þrær m. m., sem nemur alls 70 milljónum. Eru það þrjú fyrirtæki, sem önnuð- ust þessi verk, hvert að sínum hluta: E. Phil & Sön (Kay Langvad yfir- verkfræðingur), Almenna bygginga- félagið (Árni Snævar yfirverkfræð- ingur) og Verklegar framkvæmdir (Ólafur Jensson). En af útlendum firmum, sem selt hafa vélar og útbúnað, er þyngst á metunum vélsmiðjan ASEA í Váster- ás, sem selt hefur rafalana og ýms- an útbúnað fyrir 15 milljónir, og B. Maier K/G í Brackwede með hverfl- ana fyrir 5,8 milljónir. Alls eru það 27 erlend firmu, sem selt hafa efni til virkjunarinnar, og eru flest frá Noregi, en alls munu þau vera af nær tíu þjóðernum. Til dæmis má nefna, að stálturnar til virkjunarinn- ar hafa verið keyptir frá Milano og víraleiðslur frá Madríd. Aðalráðunautur Sogvirkjunarinnar og „úttektarmaður" hefur A. B. Ber- dal verið nú sem fyrr. Hann hefur komið mjög við sögu allra þriggja Sogsvirkjananna. VÍGSLA OG NAFNGIFT. Það var sólskin og bliðskaparveð- ur, er gestir Sogsvirkjunarinnar héldu af stað úr Kirkjustræti fyrra laugardag til þess að vera viðstaddir vígslu nýju stöðvarinnar við Efra Sog. Þegar kom í hlaðið við nýju stöðina, tóku Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra og formaður Sogs- virkjunarnefndar, Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri, yfirverkfræðing- ar virkjunarinnar og starfsmenn Raf- magnsveitunnar móti gestunum, og er gestir höfðu safnazt saman í véla- salnum, kom herra forsetinn og for- setafrúin. Skátar — piltar og stúlk- ur — mynduðu fánaröð við dyrnar og síðan sitt hvoru megin ræðustóls- ins í salnum. Gunnar Toroddsen setti samkom- una og bauð gesti velkomna og bað því næst forsetann að taka til máls. Hann lýsti fögnuði sínum yfir til- komu hinnar nýju stöðvar og til- kynnti, að hún hefði hlotið nafnið Steingrímsstöö, til heiðurs brautryðj- andanum í rafmagnsmálum Islend- Árni Snœvarr yfirverlcfrœðingiir Al- manna Byggingafélagsins. inga. Var þeirri frétt fagnað með dynjandi lófaklappi. — Því næst tók til máls Ingólfur Jónsson raforku- málaráðherra. Rakti hann í stuttu máli þróun rafmagnsmálanna á ís- landi og minntist þeirra stóru verk- efna, sem framundan eru. Hann rakti þróun þá, sem orðið hefðu í rafvæð- ingu landsins undanfarin ár og kvað óhjákvæmilegt að hefjast þegar handa um nýja áætlun, enn umfangs- meiri en þá fyrri, til þess að verða við kröfum þess iðnaðar, sem óhjá- kvæmilega mundi rísa hér upp í framtíðinni. Kvað hann ríkisstjórn- ina þegar hafa hafið undirbúnings- rannsóknir þessu viðvíkjandi. Dynjandi lófaklapp dundi í salnum A. B. Berdal yfirverkfræöingur, sem liefur lagt á ráöin um tilhögun allra Sogsvirkjananna. þegar herra Ásgeir forseti gaf stöð- inni Steingrímsnafnið og lýsti því þrekvirki, sem Steingrímur Jónsson hefur unnið i rafvirkjunarmálum höf- uðstaðarins og landsins alls á und- anförum 40 árum. Nú steig Stein- grímur sjálfur í stólinn og var ákaf- lega fagnað. „Hógvær og af hjarta litillátur" þakkaði hann heiður þann, sem sér hefði verið sýndur með nafn- giftinni, og rakti síðan stuttlega sögu Sogvirkjananna, ekki sízt undirbún- ing hinnar fyrstu virkjunar að að- draganda hennar. Hann gat þess, að fyrir nær 60 árum hefði þjóðskáldið Einar Benediktsson fengið tímabund- ið sérleyfi til að koma upp virkjun í Sogi, en kom ekki framkvæmdum fram á tilskildum tíma. Síðan var dansk-íslenzka Fossafélagið fsland stofnað, en ekki varð heldur úr fram- kvæmdum þá. Það var ekki fyrr en Reykjavík hafði byggt hina fyrstu Elliðaárvirkjun og aukið hana svo sem unnt var, að til framkvæmda kom við Sogið. Ýmsar tillögur komu fram um hina fyrstu virkjun og mjög ólíkar, en að lokum var framkvæmd við Ljósafoss tillaga sú og áætlun, sem norski virkjunarsérfræðingur- inn A. B. Berral hafði gert, og síð- an komst Ljósafossstöðin upp, árið 1937. Steingrímur gat þess í ræðu sinni að við virkjun Sogsins hefði stoð norskra verkfræðinga ogreynsla þeirra komið að ómetanlegu gagni. Nefndi hann sérstaklega A. B. Ber- dal, verkfræðilegan virkjunarráðu- naut, sem þarna var staddur, og enn- fremur Nissen verkfræðing, sem enn er á lífi, hálfníræður, sömuleiðis ráðunautana H. Thoresen og Nybro Hansen. — En þakklæti því, sem Steingrímur hefði hlotið fyrir störf sín, kvaðst hann ekki geta tekið á móti án þess að láta það berast á- fram til starfsmanna sinna, æðri og lægri. Án þeirra hefði ekki sá árang- Fálkinn, 26. tbl. 1960 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.