Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 28
Illlllllll FRAMHALDSSAGA lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll BHÚÐUHLEITIIl iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii /2 <1111111111 — Nei, ég hef ekki minnzt á það við nokkra lifandi sál. Helga, viltu ekki segja mér hvernig þú kynntist Frank, og hvort það er í sambandi við að hann hvarf? sagði Kata biðj- andi. — Ég get ekki sagt þér það, sagði Helga. — Þú mátt ekki biðja mig um það, Kata! — En skilurðu ekki, að ég verð að biðja þig um það? Það lá við að Kata veinaði, þegar hún sagði þetta. -—- Ég verð að reyna að komast að, hvernig stóð á því að Frank skyldi hverfa svona. Það er það, sem er raunverulega ástæðan til þess að ég fór hingað. -— Æ, Kata, reyndu ekki að komast að því, þú getur ekki komizt að neinu hérna. Og ef þú reynir það stofnar þú þér i hættu. Það fór hrollur um hana, er hún bætti við: ■—■ Kannske kostar það líf þitt! — Hvernig á ég að láta ógert að reyna þetta? Mér þótti svo vænt um Frank. Hann er eini ættingi minn í veröldinni. ■— Ég veit það, svaraði Helga, en gerðu það fyrir mig að reyna að trúa mér. Þú getur ekki hjálpað honum, Kata. Og ég endurtek, að þú stofnar þér aðeins í hættu — árangurslaust. — Hvernig veizt þú allt þetta, Helga? spurði Kata. — Og þú hefur ekki svarað spurningu minni: Hvers virði var Frank þér? Hversu vel þekktir þú hann? Helga þaggaði aftur niður í henni. Svo tók hún í handlegginn á Kötu. Hún rak upp lágt óp. — Það er konguló á öxlinni á þér! Hún bandaði hendinni til þess að hrekja hana burt. Kvikindið var fer- legt —kolsvart og gljáandi, lappa- langt og ryðrautt á kviðnum. Þegar Helga snerti við því, reis það á fjór- ar afturlappirnar og stakk Helgu í handlegginn. Hún hljóðaði svo að allir vöknuðu í húsinu. Rodney og Freda komu æð- andi inn í herbergið að vörmu spori. — Köngulóin á handleggnum á Helgu! hljóðaði Kata. Hún var þar enn. Rodney tók handklæði og sló hana burt. Meðan hann var að merja hana undir fætinum kallaði hann til Fredu að ná í rakhníf og umbúðir. — Þetta er trektar-konguló, ban- eitruð, sagði hann og beit á jaxlinn. — Flýttu þér að síma itl læknis, Kata. Segðu honum hvernig komið sé! Hann kallaði númerið á eftir henni, er hún hljóp berfætt fram ganginn. Barnes læknir svaraði strax og gaf glöggar fyrirskipanir. — Bið Dennison að reyra handlegg- inn strax og skera i sárið svo að blæði úr því. Komið stúlkunni strax i sjúkrahúsið — ég skal koma þang- að. Vitið þér hverskonar konguló það var, sem beit hana? —- Ég heyrði hr. Dennison segja, að það væri trektar-konguló. Læknirinn rak upp hljóð. — Ég fer strax í sjúkrahúsið og skal sjá um að rétt blóðvatn sé tilbúið. Flýtið þið ykkur, hvert augnablik sem líður þýð- ir að minni von sé um að bjarga lífi stúlkunnar. Hún skellti heyrnartækinu á kvísl- ina. Svo hljóp hún inn ganginn aft- ur, dauðhrædd og veik af angist út af Helgu. Hún kallaði fyrirskipanir læknisins, áður en hún var komin að dyrunum. —- Ég hef gert þetta, sagði Rod- ney. — Við ökum samstundis með hana í sjúkraúsið. Sæktu kápuna hennar, Kata! Kata kom með kápuna. Freda var þarna líka. Helga var nærri meðvit- undarlaus og hallaði höfðinu upp að öxlinni á Fredu. Það hafði verið reyrt um handlegginn á henni og blóðið fossaði úr skurðinum, sem Rodney hafði gert með rakhnífnum. — Ég ætla að taka bílinn út, sagði Rodney. — Hjálpaðu Fredu til að koma Helgu niður að hliðinu, sagði hann kaldranalega við Kötu. Kata hleypti sér í morgunkjól, og henni og Fredu tókst að bisa Helgu, sem nú var meðvitundarlaus, niður stigann og út í garðinn. Kata skalf og nötraði og svitinn bogaði af henni. Þegar bíllinn ók burt stóð Kata eftir við hliðið í næturkulinu. Hún bað í hljóði: Góði Guð, bjargaðiu lifi Helgu — góði Guð, láttu hana ekki deyja! Það var farið að birta af degi. Bráðum mundi ævintýraroði gulls og rauðs færast yfir austurloftið. En Kötu leið svo illa, að hún gat ekki notið þeirrar fegurðar. Kannske mundi Helga deyja, og ef hún gerði það, var það í rauninni vegna þess að hún hafði reynt að bjarga henni — Kötu. Ef Helga hefði ekki komið inn til hennar, mundi eitur-kongulóin hafa stungið hana sjálfa — það hefði orðið hún en ekki Helga, sem nú væri á leiðinni í sjúkrahúsið. En ef Helga hefði ekki komið inn í herbergið hennar? Ef kongulóin hefði bitið hana í svefni -— það var vafasamt, hvort hún hefði vaknað, jafn þreytt og hún var. Þá hefði hún kanske verið dauð núna. Hún var hrædd. Hvernig hafði kongulóin komizt inn að rúminu hennar? Var það eðli- legt — eða svo að segja venjulegt fyrirbrigði hér i landinu? Hafði hún komizt þarna inn fyrir tilviljnu eða .... Hún þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda. Hún fór í bað og klæddi sig í mann- lausu húsinu. Vinnufólkið var ókom- ið ennþá til að taka til starfa. En þegar hún hafði klæðzt var hún svo óróleg, að hún gat ekki sezt. Hún gekk eirðarlaus milli herbergjanna. Freda hafði lofað að síma undir eins og Helga væri talin úr hættu. Denni- sonshjónin höfðu gert sitt ítrasta til að hjálpa henni — það var auðséð, að þau vildu ekki láta hana deyja. En mundu þau hafa farið eins að ef Kata hefði orðið fyrir bitinu? Hún gat ekki gleymt þessu, sem Rodney hafði sagt við Helgu — að ef Kata hindraði áform þeirra, þá yrði að „útrýrna" henni, — slys gætu alltaf komið fyrir — til dæmis það slys að vera bitinn af eitúr-konguló í svefni? Það gat legið svona í þessu, því að Rodney hafði auðsjáanlega ekki trúað frásögn hennar um, að hún hefði hrasað um stólinn þegar hún var að koma. Hann hafði kann- ske grun um, að hún hefði staðið þarna lengi og hlustað á samtal hans og Helgu. Og ef svo var, gat það hugsazt, að hann hefði talið óhjákæmilegt að láta slysið verða sem fyrst, sérstaklega eftir að hann hafði orðið þess visari, að Kata ætl- aði að flytja frá þeim bráðlega. Hún vildi ekki trúa þessu — það var svo hræðilegt. Það hlaut að vera tilviljun, að kongulóin hafði álpast inn í herbergið hennar í nótt. Hún kreppti hnefann og reyndi að þvinga sig til að trúa þessu, en hvernig sem á því stóð tókst henni það ekki þótt hún fegin vildi. Hún þráði að fá einhvern til að gera að trúnaðar- manni sínum. Hún var svo hræðilega einmana. Hún fann, að hún hafði hagað sér ófyrirgefanlega flónslega — hún hafði verið of bjartsýn, þegar hún hélt að hún gæti í leyni grennslazt um afdrif bróður síns, og að hún fengi að sinna þeirri rannsókn óá- reytt. Hún hafði verið aðvöruð, en látið það eins og vind um eyrun þjóta. Þrátt fyrir allt, sem komið hafði fyrir, hafði hún aldrei verið alvarlega hrædd um að nokkur manneskja mundi skaða hana vilj- andi, hvað þá reyna að „útrýma“ henni. Adrian hafði beðið hana um að treysta sér í gærkvöldi, en hvernig áttin hún að dirfast að gera það, þegar hún vissi að hann var villdar- vinur Dennisonshjónanna? En hún þráði að mega treysta hon- um, þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði milli þeirra. Það hefði verið gaman að fá að tala um þetta allt við hann, láta hann hjálpa sér og gefa heil- ræði. Hann hafði sagt henni hvert 28 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.