Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 17

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 17
var vitanlega hugað um að bjarga honum. Það hefði orðið okkur til á- litsauka, og auk þess — nú jæja, eins og ég segi, við héldum, að hann væri saklaus. „Málið kom fyrir rétt, og nú horfði illa fyrir skjólstæðingi okkar. Vörnin lá í f jarverusönnun, en því miður var ekki hægt að útvega hana. Hann viðurkenndi, að hafa verið i bíltúr með stúlkunni og sagðist hafa skilið við hana á stíg úti i sveit, — og þar fannst hún dauð síðar, skiljið þið — en hefði ranglað áfram án þess að vita hver hann fór. Hann sagðist muna, að hann hefði komið inn í einhverja krá og orðið dauðadrukk- inn, og síðan hefði hann þvælst á- fram unz hann kom inn í skóg og lagðist þar fyrir og sofnaði. Hann sagðist halda, að hann hefði vaknað aftur um þrjú-leytið um morguninn og var þá enn dimmt. Hann hafði ekki hugmynd um hvar hann var, en eftir að hafa ranglað ýmsa hlið- arvegi og um smáþorp, sem hann vissi ekki nöfn á, hafði hann lent í bæ, sem við skulum kalla Working- ham. Hann hafði ekki talað við nokk- urn mann eftir að hann fór úr kránni, og það eina, sem hann gat upplýst, okkur til leiðbeiningar, var að hann hefði misst ullarvettlingana sína ein- hversstaðar á leiðinni. „Lögreglan áleit vitanlega, að eftir að hann fór úr kránni, hefði hann farið aftur þangað, sem hann skildi við stúlkuna, og kyrkt hana og síð- an haldið beina leið til Workingham. Morðið hafði ekki verið framið fyrr en eftir miðnætti, ef trúa mátti lækn- isvottorðinu, en það var feykinógur tími til að komast frá morðstaðn- um til Workingham fyrir klukkan sex. Málið var tekið til dóms, og okk- ur leið ekki vel út af þvi, þó að okkur finndist á okkur, að maður- inn segði satt. „Tveimur dögum eftir fyrstu yfir- heyrslurnar fengum við bréf frá manni, sem átti heima tuttugu mílur frá Workingham. Hann sagðist hafa upplýsingar, sem gætu skipt máli fyrir okkur, og ég var sendur til að tala við hann. Hann virtist vera beggja handa járn úr vinnandi stétt, og er við höfðum skipzt á orðum og tíu shillinga seðli játaði hann, að hann lifði á veiðiþjófnaði. Nóttina, sem morðið var framið, hafði hann verið að setja upp snörur skammt frá heimili sínu. Hann sagðist hafa vitjað um eina snöruna laust eftir kl. 1.10 og svo um aðra um morg- uninn. Engan mann eða vagn hafði hann séð, en í seinni ferðinni hafði hann fundið ullarvettlinga rétt hjá snörunni. Hann hafði farið með þá heim og ekki minnzt á þá við nokk- urn mann. En þegar hann hafði lesið frásögnina af yfirheyrslunni, hafði honum fundizt það vera skylda sín að láta okkur vita um þetta. Hann fór ekki dult með, að hann vænti þóknunar fyrir vikið. „Hann sýndi mér vettlingana, sem voru alveg eins og þeir, sem skjól- stæðigur okkar hafði lýst. Ekki svo að skilja, að þetta sannaði mikið, því að þeim hafði verið lýst fyrir réttinum og hann gat hafa keypt þá. En þarna voru þeir nú samt, og ef skjólstæðingur okkar átti þá og hafði skilið þá eftir í skógi við Work- ingham kl. 1 um nóttina, þá gat hann ómögulega hafa framið morð um miðnætti í áttatíu mílna fjarlægð. Það átti að vera hægt að sanna, hvort skjólstæðingur okkar ætti þessa vettlinga eða ekki. Ég tók skýrslu af veiðiþjófnum og hélt svo heim- leiðis, með vettlingana í töskunni minni. Um þessar mundir átti ég ekki bíl, en varð að skrönglast heim með brautarlest — í gömlum klefavagni, þar sem enginn gangur var meðfram hliðinni. Þetta var dimm nótt í nóv- ember, mikil þoka og allt gekk seint. „Ég man ekki eftir árekstrinum. Við fréttum siðar, að Lundúnahrað- lestin hafði ekki séð stöðvunarmerk- in og brunað á lestina okkar aftan frá. Allt sem ég vissi var það, að eitthvað rakst á mig með dómadags hávaða, og eftir eilífðartíma, að mér fannst, skreið ég út úr einhverri brak-hrúgu, með blóðið lagandi úr munninum á mér og svöðusár á hausnum. Þrír öftustu vagnarnir höfðu lagzt saman, eimreið hraðlest- arinnar oltið af sporinu og kveikt í öllu brakinu; þarna var viðurstyggð eyðileggingarinnar í algleymingi. Dauðir menn og særðir voru þarna eins og hráviði og ópin og öskrin voru óhugnanleg. Æ, ég vil helzt ekki minnast á það. Viltu hringja bjöllunni, Timpany. George, færðu mér annan viskí. Sama og síðast. „Undir eins og ég rankaði við mér,“ hélt Popper áfram, „mundi ég eftir vettlingunum í töskunni minni. Ég verð að ná í þá, hugsaði ég með mér. Engan gat ég náð í þarna til að hjálpa mér, og logarnir voru farnir að sleikja vagninn. Ég vissi ekkert hvað orðið hafði af töskunni, en ein- hvers staðar þarna undir brakinu hlaut hún að vera, sönnunin, sem gat bjargað lífi skjólstæðings okkar. Ég ætlaði að fara að leita, þegar ég fann, að tekið var fast í hand- legginn á mér. Þetta var kona. „Barnið mitt!“ sagði hún. „Litli drengurinn minn! Þarna inni!“ Hún benti á næsta klefann við þann, sem ég hafði verið í. Eldur- inn var að læsa sig í hann, og þegar ég gægðist inn sá ég barnið, í bjarm- anum frá eldinum. Það lá undir bekknum, og mikið af braki ofan á því, en ég gat ekki séð hvernig ætti að losa það áður en eldurinn gerði út af við það. Konan hristi mig i ofvæni. „Flýtið þér yður!“ sagði hún. „Fljótir nú! Þeta er of þungt — ég lofta því ekki!“ Jæja, hér var aðeins eitt að gera. Ég klöngraðist inn um gluggann og fór að ryðja brakinu frá og sá, að drengurinn var lifandi. „Meðan ég var að þessu, heyrði ég snarkið og brestina frá eldinum í næsta klefa, sem var að éta upp töskuna mina, skjölin og vettling- ana. Hver mínúta sem fór í að bjarga barninu, var nagli í líkkistu skjól- stæðings míns. Og.— það verðið þið Þessar danskúnstir eru kallaöar „Record Hop“ og eru auðvitað am- erískt uppátœki. Það liefur rutt sér mjög til rúms í Vestur-Þýzkalandi, og er þessi mynd tekin á einhverri unglingasamkundu í Múnchen, þar sem dellan er í algleymingi. að muna — ég var sannfærður um að hann væri saklaus. Og þó var þetta svo hæpið. Það gat vel verið að hann ætti ekki vett- lingana, og jafnvel þó svo væri, þá var ekki víst að þeir gætu bjargað honum. Eða á hinn bóginn: réttur- inn mundi kannske trúa honum, þótt vettlingarnir yrðu ekki lagðir fram. „En um barnið var enginn vafi. Þarna var það, lifandi og háorgandi. Og móðir þess hamaðist þarna hjá mér, reif brakið frá, skar sig á rúðu- brotum og kallaði á barnið. Hvað gat ég gert? Kannske gatéghvorki bjarg- að barninu né sönnunargagninu. „Jæja, þegar ég var að, missa alla von, komu tveir menn, og okkur tókst öllum i sameiningu að ná brakinu frá og drengnum út. Það mátti ekki seinna vera. Fötin hans voru byrj- uð að brenna. „Og þá var klefinn minn orðinn eitt eldhaf. Ekkert eftir skilið. Þegar við rótuðum i glóandi öskunni um morguninn, fundum við messinglás- inn af töskunni minni. „Við gerðum auðvitað það, sem við gátum. Við stefndum veiðiþjófn- um sem vitni, en hann dugði illa þegar þeir voru að þvæla honum .... „Hvort sem það var rétt eða rangt, þá töpuðum við málinu. Við hefðum getað tapað því, þótt vettlingarnir hefðu ekki glatazt. Og hugsazt getur að maðurinn hafi verið sekur — ég ætla að vona, að hann hafi verið það. Ég sé andlitið á honum núna, eins og það var þegar ég var að gefa skýrsluna mína. Ég sé dómstjór- ann eins og hann var þegar hann kvað upp dóminn, — með augun allsstaðar, nema á fanganum. Og mig dreymir um eldtungurnar, sem voru að læsa sig inn i klefann. Þeir segja, að draumurinn hafi hvorki lit né lykt. Það er ekki rétt. 1 draum- um mínum er eldurinn alltaf rauður Niðurl. á bls. 32. Fálkinn, 25. tbl. 1960 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.