Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 27

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 27
árin á undan, og íulltrúar þeir, sem komu %■ saman í Lyon til að dæma um kosninguna, ýj féllust á að taka hana gilda. Jacobus - - eða Jóhannes III. sat í embættinu 18 ár, | en átti oft í erjum. Hann háði langvinna jjj baráttu við Lúðvík konung af Bayern, sem sakaði Jóhannes um villutrú og lét kjósa annan páfa. En Jóhannes gekk með sigur 1 af hólmi; hann var fastheldinn á völd sín og seigur, svo að það sannaðist, að „það er ekki laust, sem skrattinn heldur". Hann varð stórríkur maður, enda nafntogaður 1 fyrir ágirnd og nízku. - SKEÐ! 8. ÁGÚST — 1682 varð Margaretha drottning af Navarra að fara frá Par- ís í skyndi, samkvæmt skipun bróður síns, Hinriks III. Frakkakonungs. Hún var gift Hinrik af Navarra en það var lélegt hjónaband — þau skildu að borði og sæng um tíma — en Margaretha átti aðra að- dáendur og hélt sig að þeim. Meðal þeirra var yfirstallari konungsins bróður henn- ar, „Chamvollon hinn fagri“. Á dansleik 7. ágúst fauk í Hinrik III. og hann jós skömmum yfir systur sína og fyrirbauð henni að „saurga lengur höfuðborgina" með framferði sínu. Sömu nóttina braust grímumaður inn í bústað yfirstallarans til þess að handtaka Chamvollon. En hann hafði haft hugsun á að koma sér undan til Þýzkalands I tæka tíð, til þess að forð- ast reiði húsbóndans og losna við hina á- leitnu ástmey sína, Navarradrottninguna, 9- -^GÚST — 378 barðist l! l\ I'jT/ } Valens keisari við Adri- anopel og beið ósigur fyr- ir herjum Gota og Húna. Húnar voru mon- gólskir riddarar austan úr Mið-Asíu, sem þeystust eins og fellibylur vestur í lönd og ráku Gota á undan sér eins og sauðfé suður á Balkanskaga, en þar sat Valens keisari austur-rómverska ríkisins. Fyrst í stað tók Valens Gotunum vel og þóttist fá góðan liðsauka, þar sem þeir voru, en brátt gerðust Gotar uppvöðslusamir og vand- ræðamenn. Hélt Valens þá með her gegn þeim og stóð orustan við Adrianópel. Keis- arinn týndi lífi — og segir sagan að hann hafi særzt í orrustunni en síðan verið brenndur inni í klefa, sem hann hafi flúið í, er hann sá sitt óvænna. 10. ÁGÚST — 1792 gerði æstur mannfjöldi, vopn- aður bareflum og egg- vopnum árás á Tulilleriehallirnar í París og ætlaði að koma hinni hötuðu konungs- stjórn fyrir kattarnef. Mandat, yfirmaður þjóðarvarðarliðsins (sem máske hefði vet- j að varist múgnum um stund) var ginntur j burt frá varðstöð sinni og myrtur, og sá j hluti varðliðsins, sem fús var til að verja konungsinn, stóð uppi ráðalaus og féllust hendur í öllu óðagotinu. Konungurinn sjálfur og Marie Antoinette og börnin leit- uðu á náðir þjóðþingsins og voru látin bíða í skrifaraherbergjunum við þingsalinn og gátu hlustað á umræðurnar um frávikning konungsins. Baráttan um Tuilleriehallirn- ar varð stutt, Svissavörðurinn reyndi að vísu að verja þær, en konungur bannaði honum að skjóta. Múgurinn æddi þvi nær mótstöðulaust inn í hallirnar, rændi þar og ruplaði öllu fémætu og eyðilagði allt sem fyrir varð og strádrap flesta mennina í Svissaverðinum. :::: $ O'I^'niT'vf 11. ÁGÚST — 1492 var ð IV.I1/JL/# Rodrigo Borgia kardínáli kjörinn páfi í Róm og tók sér nafnið Alexander VI. Áður hafði hann unnið vel að kosningu sinni, m. a. með því að múta kardínálunum og lofa þeim ýmsum fríðindum. Alexander reyndist valdagír- ugur og síngjarn páfi, hann setti vini sína og skyldmenni í ýmsar æðstu stöður kirkj- unnar, lifði í ótrúlegu svalli og sukki lengst af ævinni og beitti stjórnmálaklækj- um óspart.. Gagnrýni þoldi hann enga. Þeg- ar hinn hálærði umbótamaður Savonarola réðst á páfann fyrir ósæmilegt líferni hans, var Savonarola bannfærður og síðan brenndur á báli árið 1498. QT^--riTX» 12. ÁGÚST — 1627 lét ^ IV ILTf I Frans I. hengja Sam- blancay fjármálaráðherra sinn, fyrir að hafa sólundað 400 þúsund dölum, sem áttu að fara til franska liers- ins í Ítalíu. Þegar konungurinn fékk slæm- ar fréttir af herferðinni til Ítalíu kallaði hann hershöfðingjana á sinn fund, en þeir kvörtuðu yfir því, að þeir hefðu enga peninga fengið til að gjalda herliðinu mála og kenndu þeim um ófarirnar. Nú kallaði konungur á fjármálaráðherra sinn og kom þá á daginn að Louise d’Angohléme, móðir konungs, hafði sölsað undir sig allt mála- féð! Hún afsakaði sig með því, að hún hefði neyðzt til að taka peningana til að bjarga sér úr klípu. Frans var skíthrædd- ur við móður sína, því að hún gat verið honum hættuleg. Hvað gat hann nú gert — hvern gat hann dæmt? Jú, fjármála- ráðherrann. Hann var hengdur fyrir á- girnd konungsmóðurinnar. Því að það var ekki nein klípa heldur einber ágirnd, sem kom henni til að sölsa undir sig málapen- ingana. Eftir að hún dó fundust í ýmsum felustöðum hennar 1.500.000 dalir! 13. ÁGÚST — 1896 kom OlVIl/L/ • einkennilegt atvik fyrir brezka blaðamanninn og landkönnuðinn Henry Morton Stanley, og mun það hafa minnt hann á annan fræg- an atburð, sem sé þann að hann hitti Liv- ingstone aðfram kominn langt inni í Af- ríku. Stanley hafði verið kosinn á þing 1895 og nú var hann á sínum fyrsta þing- fundi og var látinn vinna eið að stjórnar- skránni og „styðja hönd á helga bók“. Að svo búnu rétti hann biblíuna næsta manni, sem líka átti að vinna eiðinn, án þess að taka eftir hver hann var. En skömmu síðar varð honum litið á manninn. Og þá sá hann að þetta var gamall kunningi, sem O’Kelly hét. Þeir höfðu ekki sézt í 20 ár — og þá í Afríku. 400 sterlmgspund kosta gallalausar eiginkonur af beztu tegund á Nýju Guineu. Þetta er hátt verð, en bót er í máli, að oft er hægt að kaupa konuna upp á afborgun. Miðstöð kvennaverzlun- arinnar er í þorpinu Hanuabada, skammt frá Port Moresby. Orvals- konurnar kosta 400 pund, en meðal- verð á konum er 250 pund. Hæst hefur kona verið seld á 800 pund, en hún var líka ljómandi falleg. I Hanuabada búa um 2500 manns. Brúðguminn ber ekki kostnaðinn við konukaupin einn, heldur er öll fjöl- skyldan skyldug til að hjálpa honum og leggja fram skerf. Þessa peninga borgar hann ekki aftur, en er skyld- ugur til að leggja fram skerf þegar einhver annar í ættinni vill kaupa sér konu. — Það, sem einkum ræður verðinu, er útlit brúðurinnar og vaxt- arlag, og kunnátta hennar í hús- verkunum. Fálkinn, 26. tbl. 1960 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.