Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 12
2) Ltdfeij ^Jdoyi: Auðkýfingur deyr LIS Maclean var há og grönn eins óg ballettdansmær, og andlitið ljóm- ándi fallegt. Hún var tuttugu og fimm ára, en virtist vera miklu yngri þarna sem hún sat við skrifborðið. *— Það er hann frændi yðar, sir — herra Henry. Viljið þér tala við hann? 1 innstu skrifstofunni i gamla hús- inu, sem stendur i skugga Englands- banka, sat Andrew Craig og muldr- aði eitthvað óskiljanlegt í símann. Hann ar alræmdur fyrir þann illa vana, meðal fjármálamanna i Lon- don. Margir kaupsýslumenn höfðu setið eftirvæntingarfullir á stólnum andspænis honum og hlustað á ó- lundarlega muldrið í þessum ríkasta víxlara af mörgum ríkum í London. Ekki svo að skilja, — hann virtist svo sem umgengnisgóður og viðfelld- inn, með fallegt, silfurhvítt hárið, rjóðar kinnar og viðfeldna röddina. En glöggskyggni hans og ólund gat gert menn hrædda. Hann var orðinn 81 árs og viðurkenndur sem „grand old man“ í City — aldursforseti allra peningafursta. — Jæja, látið hann fá samband við mig. Ofrulítill smellur heyrðist í tækinu. Henry var í símanum. — Halló, frændi. Afsakaðu, að ég geri þér ónæði. En ég þarf að leita ráða hjá þér. —r Bara ráða? Var það ekki annað? — Nei. Andrew Craig skríkti. — Það er nýjung — og góð tilbreyting, því að venjulega ertu að biðja um peninga. En þú skalt vita, að héðan í frá færðu ekki grænan eyri hjá mér. — Nei, það er heldur ekki erindið. Mig langar til að líta inn til þín og sýna þér tilboð, sem ég hef fengið. Það er frá blaði á Nýja-Sjálandi, sem vill fá mig í félagsskap með sér, gegn þvi að ég leggi peninga i fyrir- tækið. Ég get náð í þessa peninga sjálfur. En ég þarf á ráðum að halda. — Hvers vegna minntist þú ekkert á þetta, þegar þú borðaðir heima hjá mér á föstudaginn var? Þú fékkst góðan mat. — Ég vissi ekkert um það þá. — Jæja, látum það gott heita. Komdu þá klukkan hálftólf á morg- un. Skemmtilegt að heyra, að þú ætlar loksins að fara að verða að manni. Síðustu orðin voru sögð i vel- viljuðum áminningartón. — Mér lízt vel á þetta. Það er betra en lifa á snöpum, sem lausa-blaðamaður, — þetta, sem þú kallar „free lanceing“. Jú, — þú skalt fá ráð. En heldur ekki meira. Sem einkasonur systur minnar hefur þér verið kunnugt ár- um saman, að þú átt von á góðum erfðahluta eftir mig. En ekki fyrr en ég er dauður. Þangað til skaltu ekki fá tækifæri til að sólunda meiru en þú þegar hefur gert. HENRY kom í tæka tíð daginn eftir. Fimm mínútum fyrir. Þetta var hár og karlmannlegur maður, á að gizka hálffertugur, með smá- skegg undir nefinu og í fötum, sem gerðu hann að lifandi auglýsingu fyrir skraddarann, sem hafði saumað þau. Bros hans og fas var sönnun fyrir því, að þarna fór þrautreynd- ur sjarmör. Hann kom inn úr dyrunum með bezta sparibrosið, sem hann átti og slengdi úttroðinni skjalatöskunni á borðið hjá einkaritaranum. — Hvernig líður gamla mannin- um? — Hann er í fullu fjöri, sérstak- lega þegar litið er á aldurinn og að hann vinnur frá morgni til kvölds. — Hann ætti að fara að hvíla sig. — Það gerir hann ekki fyrr en í fulla hnefana. Það kom ákefð í rödd Lisu, því að hún dáðist að húsbónda sínum. — Það er hans eina yndi að vinna! — Þakka skyldi honum — þegar hann hefur annan eins ritara og yð- ur. En að því slepptu, — þetta hlýt- ur að reyna mikið á mann á hans aldri. — O-jæja. Hann hefur húslæknir- inní dr. Spencely-Dormer, og lætur hann skoða sig hálfsmánaðarlega. Henry brosti. — Já, ég hef heyrt það. Hann sagði mér sjálfur, að hjartað væri ekki hraust. Hann hafði verið minntur á að fara varlega, sagði hann. — Klukkan er hálftólf, sagði Lisa MacLean. — Það er bezt að þér farið inn til hans. Henry tók stóru töskuna og dyrn- ar lokuðust á eftir honum. Lisa hélt áfram að vinna. Klukkan rúmlega tólf opnuðust dyrnar að skrifstofu húsbóndans. Lisa stóð upp. Henry stanzaði sem snöggvast í dyrunum og sagði: — En hvað verður þá með hitt málið, frændi? — Við sjáum nú til. Við sjáum til. Við sjáum til, heyrðist muldrað inni í skrifstofunni. — Já, þá það. Og þakka þér fyrir, frændi. Henry Craig kom út. Hann leit broshýr til hennar um leið og hann lokaði á eftir sér hurðinni. — Það var nú það. Mér sýnist hann eins og alikálfur. Svo leit hann á klukkuna á þilinu og hélt áfram: — Hún er orðin tiu mínútur yfir! Ég fæ tíma til að fá mér glas — eða tvö — fyrir hádegis- verð. Ég á að hitta ritstjóra niðri í Blaðamannaklúbbnum. Áríðandi fundur. Og svo brosti hann út undir eyru og kvaddi glaðlega: „Sælar, blessaðar, — líði yður vel!“ HÚN hélt áfram að vinna. Glæsi- legur náungi, það varð hún að játa. Svo vann hún af kappi í tuttugu mínútur, stanzaði, leit á klukkuna og setti símann í sambandi inn til húsbóndans. Ekkert svar.. Það var skrítið. Hún hringdi aftur og hnykl- aði brúnirnar. Ytti stólnum frá borð- inu, stóð upp og opnaði dyrnar. Hún rak upp angistaróp og hljóp inn. Andrew Craig forstjóri lá fram á skrifborðið og bærðist ekki. Hann hafði tekið annari hendinni fast m hinn úlfliðinn. Andlitið var eins og límt við skrifborðið og einkennileg- ur fjólubrúnn litur á hörundinu. Það kom þoka fyrir augun á henni og hana sveið í hálsinn, en hún reyndi að stilla sig. Það fyrsta, sem henni datt í hug, var að stinga hendinni milli jakkans og vestisins. Hjartað var hætt að slá. Hún þreif símann og hringdi til dr. Spencely-Dormer. Það vildi svo vel til að hann hafði viðtalstíma í dag. Þá var hann alltaf heima og tók á móti sjúklingum. Það var huggandi en myndug rödd, sem talaði við hana í símanum. — Þetta er slæmt að heyra, ung- frú MacLean. En ég hef svo sem búizt við þessu, skiljið þér. Á þess- um aldri og með svona hjarta. Jæja, ég skal vera kominn eftir kortér. Þér ættuð að láta lögregluna vita, fyrir siða sakir. — Lögregluna? — Það er aðeins formsatriði. Úr því að hann dó í skrifstofunni, en ekki heima hjá sér. En það mun ekki nauðsyn á að opinber líkskoðun fari fram. Ég hef verið læknir hans ár- um saman. — Jæja, ég skal gera það, læknir. Er ekki bezt að ég sími til þjónsins hans, Johnsons? Það er ýmislegt, sem verður að gera. — Jú, vitanlega.! GRÁI, stóri læknisbílinn staðnæmd- ist við gamla skrifstofuhúsið hér um 12 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.