Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 24
Framhaldssaga: * L HRÍFANDI ÁSTAR- SAGA FRÁ RI □ þér heimsækið okkur, þegar við kom- um heim, sagði hún. — Við búum í Avenida Atlantica, en ég veit ekki númerið. Hún fann allt i einu hve kjána- legt það var. — Flón! Ég ætti að vita hvar ég á heima. Ég verð að spyrja Hugh. Og nú hlógu þau bæði og feimnin var horfin. — Ég er viss um að þér kunnið vel við yður í Rio, sagði hann og svo fór hann að lýsa ýmsum stöðum, sem hún þyrfti að skoða og leggja henni ýms heilræði. Nú var ísinn brotinn og Brian var ræðinn og skemmtilegur, svo að hún hló oft. Hún vissi ekki hve fljótt tíminn leið þangað til hún sá Hugh koma. Hann leit snöggt en hlýlega til Brians um leið og hann ávarpaði hana. — Jæja, þarna ertu þá Iriena. Ég vissi ekki hvað orðið var af þér. Hún svaaði glaðlega: — Ég hef fengið tilsögn i að kasta örvum. Hún tók í handlegginn á honum og kynnti mennina. — Þetta er kennari minn, Brian Fairburn -— og þetta er maðurinn minn. Þeir heilsuðust með handa- bandi og hún bætti við: — Brian starfar hjá South At- lantic Oil Co. Hann er aðstoðarmaður hjá .... hvað heitir hann nú aftur, Brian. — Grant Summers, verkfræðingur. Við erum úti á das Pedras, sagði Brian við Hugh. — Þekkir þú herra Summers? spurði Irena Hugh. Hugh hafði verið brosandi, en þegar nafn Grant Sum- mers var nefnt, varð brosið hálf vandræðalegt. — Ég hef hitt hann, sagði hann, og hélt áfram áður en þau komu orði að: — Hún Valerie hefur verið að leita að þér, Irena. Það er bezt við förum til hennar. Hann kinkaði kolli til Brians, muldraði eitthverja af- sökun og sneri sér frá honum, svo snögglega að það nálgaðist ókurteisi. Irena fann að hún roðnaði, og reyndi að vera sem alúðlegust er hún sagði: — Sjáumst aftur, Brian. Þökk fyrir kennsluna! Á leiðinni niður var hún að velta fyrir sér hvers vegna Hugh hefði orðið svona undarlegur þegar nafn Grant Summers var nefnt. Hana langaði til að spyrja um það, en hann var svo alvarlegur, að hún þorði það ekki. AÐEINS VIÐ TVÖ. „Araminta" sigldi fram hjá Finisterrehöfða morgun- inn eftir í birtingu, og um ellefuleytið beygði skipið inn í ós Tagusárinnar. Irena hlakkaði til að sjá Lissabon. Skipið átti að standa þar við í nokkra klukkutíma — nógu lengi til þess að þeir farþegar sem vildu, gætu farið í land og skoðað borgina. Hugh brosti að ákefðinni í andlitinu á Irenu, er hún sagði: — Ó, megum við ekki fara i land? — Því ekki það, sagði hann. — Við gætum skroppið með lest til Estoril og borðað hádegisverð þar. Við tvö ein, hugsaði hún með sér og hlakkaði til. Henni féll vel við Bill og Valerie, en henni fannst Hugh vera öðruvísi, eftir að þau komu til sögunnar, — eins og hann væri gleyptur af annarri veröld, sem hún hafði engin 4. * Ég vona að kynni af. Hún sagði við sjálfa sig að það væri flónska að hugsa svona, — vitanlega var ekki nema sjálfsagt að hann gleddist yfir að hitta gamla vini, og það var ekki hægt að búast við að hún hefði hann alveg fyrir sjálfa sig. En samt nagaði hana einhver kennd — að- hún væri óviðkomandi og utangátta. Og hún hlakkaði til að koma í land, þar sem hvorki Valerie eða Bill væru nærri þeim. Um leið og „Araminta" lagðist að bakkanum bentí Hugh á tollstöðina og einkennisbúnu tollverðina á hafnar- bakkanum. Irena varð hissa á portúgölsku varnings- mönnunum, sem strax komu um borð til að bjóða skran, sitt til kaups. Þeir réttu fram litríkan varning, stráhatta, skreytta blómum úr flóka, skartgripi úr gulli og silfri, messinghnappa og allskonar marglit bréfspjöld. Hún stóð og starði á silfurnælu, sem hún var að hugsa um hvort hún ætti að kaupa, en allt í einu tók hún eftir að Hugh var ekki lengur við hliðina á henni. Hann hafði. farið og var að tala við mann, sem auðsjáanlega var nýkominn um borð. Nú heyrði hún rödd Brians við hliðina á sér: — Ég vil ekki valda yður vonbrigðum, en þessi næla er líklega smiðuð í Birmingham. Hún leit við og varð hissa. — Því trúi ég ekki, sagðis hún gröm. — En þó svo hún væri það, þá skiptir mestu hvar hluturinn er keyptur, en ekki hvar hann er smíð- aður. — Ætlið þér í land? spurði hann. Hún kinkaði kolli. — Hugh ætlar að fara með mér til Estoril. Hún leit þangað sem hann stóð enn og var að tala við Portúgalann. Hún vonaði, að hann léti hann ekki tefja sig mjög lengi. Þegar varningsmaðurinn þóttist sjá að hún væri að hugsa um að kaupa eitthvað, byrjaði hann að romsa upp úr sér og tók alla heilaga menn til vitnis um að „senjoran" gæti hvergi í veröldinni fengið aðra eins nælu, og hann væri snauður maður, með fimm soltna munna, sem þyrfti að metta. „Senhora" þyrfti ekki að' borga nema tiu shillinga fyrir næluna, þó að hvert barnið gæti séð, að hún væri margfalt meira virði. Nú. gat hann ekki sagt meira á ensku, en hélt áfram ein- tali við sig á portúgölsku. — Hvað er hann að segja? spurði Irena og óskaði að hún hefði ekki gefið sig að manninum. Brian gaf varningsmanninum nokkra aura. Áhrifin voru undraverð. Manngarmurinn lét dæluna ganga og sagði „Obrigado Senhor" í hverri setningu og bukkaði og brosti og flýtti sér svo til annarra farþega. — Þér eigið næluna, sagði Brian við Irenu og bætti svo við, hálf feiminu: — Þér lofið mér vonandi að gefa yður hana? Aðeins sem .... endurminningu. Hann nefndi ekki, hvað nælan ætti að minna hann á, og hún spurði ekki um það. Hún hafði ekki ætlazt tií að hann keypti hana. Hún hafði viljað að Hugh keyptí eitthvað handa henni, en nú var það Brian en ekki Hugh, sem hafði gefið henni næluna, og sem hún átti að þakka fyrir. Hún fór að hugsa um hvort Hugh mundi líka að hún þægi gjafir af Brian. Ekki svo að skilja, að þetta væri verðmæt gjöf, en — einhvernveginn var þetta ekki rétt. Hún sagði létt: — Það er helzt að sjá, að Hugh hafi hitt gamlan kunningja. En nú kom hann til hennar. Hún varð að segja honum frá nælunni, hugsaði hún með sér, og mundi hve önugur hann hafði verið síðast þegar hann talaði við Brian. En Hugh hafði auðsjáanlega gleymt síðustu samfund- um þeirra. — Afsakaðu, Irena, en ég held því miður að við verð- um að hætta við að fara til Estoril. Senhor Rodrigues er umboðsmaður okkar í Lissbon, og hann langar til að athuga ýmsar skýrslur með mér 1 skrifstofunni. Hugh talaði hægt og rólega. Hún þóttist sjá, að hann værí með allan hugann við þessar skýslur, sem hann var að tala um. Þó hlaut hann að hafa tekið eftir von- brigðasvipnum, sem kom á andlitið á henni, því hann bætti við hugsandi: — Ef Bill og Valerie ætla sér í land, þá veit ég að það gleður þau að þú verðir samferða. — Nei, þau ætla ekki í land, sagði hún stúrin. Valerie hafði sagt henni það — og hún mundi ekki undir nein- 24 Faikinn, 26. tbl. 1966

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.