Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 32

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 32
Loch Ness - Niðurl. af bls. 19 mér duglegan kafara, svo aS við get- um hjálpazt að, ef við lendum í hættu. Og svo vil ég vera í góðu skinnvesti og hafa sterka línu — svo að við getum dregið okkur upp. — EitthvaÖ er þarna í Loch Ness. Það veit ég, því að ég hef barizt við það. Heilbrigð skynsemi mín seg- ir mér, að það sé ekki skrímsli. En það gæti t. d. verið áll af einhverri tegund, sem nú er útdauð annars- staðar í heiminum, en hafi ílenzt þarna í undirdjúpm Loch Ness. Mér þætti gaman að geta veitt hann og dregið hann á land. En aðstoðar- mann verð ég að hafa. Það þarf djörfung til að heimsækja hann, en ég hef ekki ró í mínum beinum fyrr en ég kemst að hvaða skepna þetta er. ENDIR. ★ o • Ongþveiti - Niðurl. af bls. 17 og ég vakna með sviðalykt i nös- unum.“ Popper þagnaði og tók höndunum fyrir andlitið, „Var náunginn hengdur?" spurði ofurstinn. „Já,“ sagði Popper með bældri rödd, „hann var hengdur." „Og hvað varð um drenginn?" spurði paterinn. Popper lét hendurnar síga mátt- lausar. „Hann var hengdur líka. 1 fyrra. Fyrir að hafa drepið tvær smátelp- ur. Það var andstyggilegt mál.“ Nú var löng þögn. Popper tæmdi glasið og stóð upp. „En ekki gátuð þér séð það fyrir," sagði paterinn. „Nei,“ sagði Popper „ég hefði ekki getað séð það fyrir. Og ég veit, að þér munuð segja, að ég hafi hagað mér rétt. En samt er mér engin fróun í því, þegar ég hugsaði til mannsins, sem ég hjálpaði til að hengja, og þessara tveggja myrtu barna.“ Ókunni maðurinn stóð upp og studdi hendinni á öxl Poppers. „Þessu verður ekki við bjargað," sagði hann. „Ég er maðurinn, sem bjargaði Da- venant-Smith-handritunum, og ég hef martröð líka.“ ,,Æ, en þér hafið borgað skuld- ina yðar,“ svaraði Popper um hæl. „Ég hef aldrei verið látinn borga, skiljið þér.“ „Já,“ sagði hinn hugsandi. „Ég hef borgað, og tíminn hefur réttlætt mig. Maður gerir það, sem maður getur. Okkur varðar ekki um hvað af því hlýzt." En hann bar höfuðið hátt, þegar hann varð Popper samferða út. „Þet-ta er hræðileg saga,“ sagði paterinn. „Mjög,“ sagði ég, „og mér finnst margt skrítið við hana. Þeyttust sölu- menn um landið í bíl þegar Popper var ungur? Og hvers vegna benti hann ekki lögreglunni strax á þetta?“ Timpany skríkti. „Vitanlega hlustaði Popper á rétt- arhöldin út af Davenant-Smith-bryt- anum. Hann hlýtur að hafa þekkt þennan læknisræfil undir eins og hann leit á hann. Popper er mein- lausasti gabbarinn, sem hægt er að hugsa sér, en þú mátt ekki trúa einu orði af þessum sögum hans, Hann var sérstaklega vel upplagður í kvöld, karlsauðurinn. Auðkýfingur deyr - Niðurl. af bls. 13 En fulltrúinn lét sem hann heyrði ekki til hans og sagði við Johnson: — Viljið þér endurtaka það, sem þér sögðuð mér áðan. Hvert einasta orð. Johnson lyfti hendinni, fálmandi. — Það var mjög heitt síðastliðinn föstdag, byrjaði hann. — Eftir að þeir frændurnir höfðu borðað mið- degisverðinn, bar ég þeim kaffið og hvarf svo dálitla stund út í garðinn til þess að fá mér hreint loft.. Glugg- inn var opinn, svo að ég gat ekki annað en heyrt hvað þeir sögðu. Herra Henry var að sýna frænda sínum þetta segulbandstæki, sagði honum hvernig hann notaði það þeg- ar hann væri að ná viðtölum af fólki, og stundum seldi hann útvarpinu þessi viðtöl. Hann gerði líka ofur- stutt viðtal við frænda sinn, og það endaði svona: „Jæja, við sjáum nú til -— við sjáum til —- við sjáum til.“ Og einmitt þessi orð duttu mér í hug þegar .... Þjónninn fálmaði aftur með hend- inni, án þess að líta á Henry Craig, sem starði á allt og ekkert. Það bog- aði af honum svitinn. Fulltrúinn opnaði töskuna og tók upp lítið segulbandstæki með raf- hlöðu, stakk hendinni ofan í töskuna og tók upp ofurlitla gúmmípjötlu og hélt henni á loft. Henry Craig heyrð- ist anda djúpt meðan á þessu stóð. — Ég hugsa, að þetta hafi gerzt svona, sagði fulltrúinn. — Sterk hönd með gúmmihanzka hélt úlfliðnum á gamla manninum eins og í skrúf- stykki, — en með hinni hendinni þrýsti hann þessari gúmmípjötlu að vitum hans. Siðan var líkið lagt i þær stellingar, sem það fannst í. Og síðustu orð gamla mannsins inn- an úr skrifstofunni áttu að sanna sakleysi yðar? Svo lét fulltrúinn segulbandið renna. — Hættið þér! öskraði Henry Craig og steig skref áfram. Fulltrú- inn hratt honum til baka, og siðustu orð Andrew Craigs heyrðust í stof- unni, skýrt og greinilega. Ungfrú Lisa MacLean þrýsti hend- inni upp að munninum til að bæla niðri i sér ópið. Og svo færðist magn- leysi yfir hana og handleggirnir hjengu niður máttlausir. Henry Craig var alls ekki heillandi núna, þar sem hann stóð — með handjárnin. ★ ÞaÖ er ekki svo létt aö hemja fjör- ugan asna, jafnvel þó hann sé af dvergalcyni, en stúlkukindin gerir auösjáanlega sitt bezta til aö fá þann litla til aö þýöast sig, en auö- vitaö lætur hann svona af því aö hann er asni. Þegar heitt er í veöri, er ekkert eins hressandi og aö fá sér kalda bunu, sérstaklega ef maöur er aö leika tennis eöa eitthvaö álíka sport. AÖ minnsta kosti sögöu dömurnar á myndinni þaö, og hver skyldi ekki trúa þeim? ★ Maður féll út af bryggju og nær- staddir fóru í skyndi að fleygja ýmsu til hans, sem hann gæti flotið á — kassafjölum og spýtnabraki og tré- drumbum, því enginn björgunar- hringur var nálægt. Meðan þessu fer fram, kemur Jón göndull niður á bryggjuna. Hann horfir á um stund og kaílar svo til mannsins í sjónum: — Nú verðurðu að stinga þér, lasm, ef þú vilt halda lífinu! 32 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.