Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 21
Ælunnið þiö aö tjtira hntfppaf/öt ? Handsaumuð hnappagöt í léreft eru tvenns konar: lárétt og lóðrétt. Lá- rétt hnappagöt (mynd le) eru notuð, þegar hnappagötin eru hornrétt á faldbrúnina og eru þau ávöl þeim megin, sem að brúninni veit. Lóðrétt hnappagöt (mynd lf) eru notuð, þeg- ar hnappagötin eru höfð samhliða faldbrúninni, t. d. á skyrtu og blússu- lista, og einnig oft á sængurver og koddaver. Lárétt hnappagöt. Klippið hnappagöt í bút af efninu og mátið töluna við, til að finna hæfilega stærð hnappagatanna, sem sauma á (mynd la). Merkið stað og lengd hnappagatanna nákvæmlega eftir þræði (mynd lb). Þræðið í kring um þau ef efnið er laust í sér. Gott er að þræða í saumavél (mynd lc). Klippið hnappagötin og varpið brún- irnar (mynd lc). Varpsporin eiga að vera laus, svo að brúnirnar herpist ekki. Varizt einnig að hafa varpspor- in of löng. Kapmellið hnappagötin frá hægri til vinstri með hnappagata-kapp- mellluspori (mynd ld). Gætið þess að kappmellusporin séu regluleg, bæði hvað snertir lengd og millibil milli spora. Þegar búið er að kappmella, eru tekin 2—3 þverspor jafnlöng og breidd hnappagatsins og saumað yfir þau með venjulegu kappmelluspori (tunguspori, mynd le). MyNDI LóÖrétt hnappagöt. eru gerð á sama hátt, nema hvað þau liggja samhliða faldbrúninni, eins og fyrr er sagt, og eru heft i báða enda (mynd lf). vandamálið, þegar vetrarfötin koma fram í dagsljósið. Flíkin, sem var mátuleg i vor, er orðin allt of lítil. Hér fáið þið nokkrar hugmyndir um, hvernig lagfæra má kjóla án þess að hann beri með sér, að hann hafi verið of lítill. Bönd og leggingar úr öðru efni og lit, sem fellur vel við kjólinn, geta gert kraftaverk. Ef kjóllinn er orðinn of þröngur, er hægt að klippa hann í sundur að framan, setja leggingu framan á, hneppa kjólinn, og lengja svo kjól- inn með sama efni. Ef kjóllinn er of stuttur i mittið, er hægt að breyta honum í „bolero- kjól“, eins og myndin sýnir. Sama efni er svo haft í blússuna og til að síkka pilsið. * YUL BRYNNER, „gull-skallinn“ í Hollywood, sem er 42 ára, er nýgiftur Doris Kleiner, sem er ættuð frá Jugoslavíu, en hef- ur átt heima í Chile undanfarin ár, eins og „Esja“ gamla. Brynner hefur verið gift lækninum Virginia Gil- more í sextán ár. Flestum telpum á þessum aldri mun hæfa svona röndóttar stuttbuxur og tilheyrandi einlitur jakki. Og sé mamma vön að sauma, er henni ekkert auðveldara en að stæla þessa fyrirmynd. En munið, að velja eitt hinna hentugu bómullarefna, sem nú fást og ekki þarf að straua. Börnin vaxa svo fljótt upp úr fötunum. Flestar mæður verða á haustin að standa augliti til auglitið við sama Fálkinn, 26. tbl. 1960 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.