Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 33

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 33
LUMUMBA Olgan í Síðan Congo, hin mikla nýlenda Belgíu, fékk fullt sjálfstæði, í júní- lok, hafa sífelldar róstur og flokka- drættir verið þar, og svo alvarlegt ástand, að ótti hefur verið ríkjandi um að alheimsbál gæti kviknað, þvi að i Congo sem víðar er reipdrátt- ur milli austurs og vesturs. Hér skal ekki farið út í þá sálma, en lesend- unum til gamans birtir Fálkinn hér með myndir af nokkrum höfuðpaur- unum í deilunni, esm nefndir eru nú í blöðunum svo að segja daglega og munu verða það enn um sinn, því að sættir munu eiga langt í land, og þó að Öryggisráð, UNO og Dag Hammerskjöld aðalritari og Ralph Bunche, aðstoðarmaður hans, hafi báðir lagt sig fram og gert sér ferð til Congo, virðist árangurinn hafa orðið harla lítill. Þetta er forseti hins nýja lýðveldis Congo, Joseph Kasavubu. Hann hef- ur lítt haft sig í frammi, en fremst- EY5KENS KASAVUBU Kongó ur i bardaganum er forsæt^sráðherr- ann, Patrice Lumumba, foringi þjóð- ernissinna. Krafðist hann þess, að belgiski herinn, sem eftir varð í land- inu er lýðveldi var lögleitt, hyrfi þeg- ar á burt, en Belgar þóttust ekki geta án hers verið í Congo til þess að vernda líf og eignir belgiskra þegna. A öðru leytinu er svo deila milli Congobúa innbyrðis. Rikasta fylkið Stal sjálfum sér f vor var 4 ára gömlu dreng, Eric Peugeot, stolið í Paris, og bófarnir heimtuðu hátt lausnargjald fyrir hann, því að faðirinn var ríkur. Þetta mun hafa gefið 10 ára Parísardrengn- um Dominique hugmyndina að því að „kidnappa“ sjálfan sig. Hann fékk félaga sinn til að hringja til mömmu sinnar og segja að Dominique hefði verið stolið, og að greiða yrði 5 millj- ón franka lausnargjald fyrir hann. — Kunninginn gerði þetta, móðir Dominique varð uppvæg og símaði til lögreglunnar. En meðan á því stóð, labbaði Dominique á næstu lög- reglustöð og sagðist hafa sloppið úr höndum ræningjanna á síðustu stundu. En þegar farið var að athuga málið nánar, kom það á daginn, að allt var uppspuni. Dominique hafði verið látinn sitja eftir i skólanum, HÁÐJVIJVGA.n SVAR við MANSTU ÞETTA: 1) Eftir 60 ára hjónaband, 2) 25%, 3) Nina, Penta og Santa Maria, 4) „Hin ljúfa leti“, 5) Myrtur 1241, 6) Eitt, 7) Japan, 8) 1 Sviss, 9) Ganges, 10) Björn Jónsson, 1909. ★ SVAR við HEILABROTI: Eldri 362 atkvæði, Yngri, 289, Grœnir 201 atkvæði og Gráir 138 atkvæði. TSHOMBE í Congo, Katanga, hefur lýst sig sem sjálfstætt ríki og hafnar öllu sam- bandi við Lumumba. Foringi Katan- gabúa er Moise Tshombe, ríkur mað- ur og valdamikill, sem mikil skipti hefur átt við Belga og mun vera því hlynntur, að þeir fái að starfa áfram í landinu. Belgar eru sjálfir í vanda staddir út af þessum málum, eins og skiljan- legt er. Hefur hin ríkjandi stjórn í Belgíu orðið fyrir miklu aðkasti og er sökuð um klaufalega meðferð á Congo-málunum. Leit um skeið út fyrir að stjórn Gastons Eyskens mundi verða að beiðnast lausnar, og víst er um það, að hún hefur ekki bitið úr nálinni enn. og bjó til söguna til þess að hafa málsbætur fyrir því, að hann kom ekki úr skólanum á réttum tíma. ★ Milli pessara tveggja ólíku farkosta er 300 ára tímabil, enda munurinn mikill. Annars vegar er lún gríöar- stóra farþegaþota af geröinni DC-8, en hins vegar buröarstóll frá því um 1660. Vissulega skemmtilegur og á- þreifanlegur samanburður á tœkní og farkostum tveggja ólíkra tíma. Fálkinn, 26. tbl. 1960 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.