Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 2
Rabbað við lesandann Umbo&smenn: H.F. HAMAR, Reykjavík OF MÖRG BLÖÐ? Kringum 30.000 blöð eru gefin út í heiminum, og af þeim koma 8.000 út daglega. Tveir þriðju allra dag- blaða eru morgunblöð. Upplag dag- blaðanna er samtals yfir 250.000.000 eintök, eða 92 blöð á hverja þúsund íbúa að meðatali. Kringum þriðjung- ur allra blaða kemur út í Norður- Brezkt byggingarfélag hefur ákveð- ið að veita um 2 millj. króna árlega til að skreyta byggingar þær, er fé- lagið reisir, eða umhverfi þeirra. Hér er höggmynd við eina bygginguna, og er hún af móður, sem kennir syni sínum að ganga fyrstu sporin. Eins árs gamall drengur, sem nýlega er farinn að ganga, stendur við fótstdll listaverksins og virðir það fyrir sér. Ameríku og þriðjungur í Evrópu (að Rússlandi meðtöldu), segir skýrsla um blaðaútgáfu, sem UNESCO hefur gefið út og nær til ársloka 1958. ★ UMFERÐIN ERLENDIS. 1 útlendu umferðatímariti lesum vér þessi heilræði handa gangandi fólki: Viljirðu komast óskaddaður yfir þvera götu í ítalskri borg, þarftu helzt að leiða fallega stúlku. En i Bandaríkjunum er hollast að hafa með sér þrjú lítil börn. 1 Englandi er eina ráðið að hafa hund í bandi með sér, og í Þýzkalandi ofursta eða hershöfðingja. 1 Frakklandi er alls ekki vert að reyna að komast yfir götuna. Forsiðumyndin í þessu blaði er af hinum einkennilega Steðja á Austur- Síðu. Stóð til að hún yrði af vígslu Steingrímsstöðvar, en sú mynd var ekki tilbúin frá prentmyndagerðinni og verður því að bíða næsta blaðs. Aðalgreinin í blaðinu er um Sogs- virkjunina nýju, ásamt yfirliti um eldri virkjanir og frásögn af vigslu- hátíðinni. Hefur verið reynt að gefa sem gleggsta lýsingu í stuttu máli á þessum miklu mannvirkjum, sem varða alla ibúa suðvesturlandsins svo miklu. — Við þorum óhikað að mæla með sögunni ,,Öngþveiti“ eftir hina ágætu skáldkonu Dorothy Sayers í þessu blaði. Greinin um hið fræga skrýmsli í Loch Ness mun verða les- in af mörgum. Þá þökkum við ,,Lóu“ eftirfarandi bréf, sem lýsir hlýjum hug til blaðs- ins og gladdi okkur mikið: „Reykjavík, 5/8 1960. — Kærar þakkir fyrir allt það efni, sem Fálk- inn flytur, og ekki hvað sízt nú, í hinu nýja formi og broti, sem virðist gera blaðið enn snoturlegra og skemmtilegra. Vikublaðið virðist hafa gert sér far um að flytja létt og skemmtileg efni, og virðist tak- ast það æ betur. Fyrst blaðið flytur á annað borð fróðleiksmola um stjörnur á himni kvikmyndanna, væri ekki úr vegi að biðja blaðið um ein- hvern fróðleik varðandi kvikmynda- stjörnuna Claudette Colbert (sem að visu er ekki alveg ný af nálinni á léreftinu) í næsta eða næstu blöðum, — sem sagt við fyrsta tækifæri. Virð- ingarfyllst og með fyrirfram þakk- læti. — Lóa.“ Fálkinn skal með ánægju birta sitt af hverju um C. C. mjög bráðlega. -----I næsta blaði Fálkans verð- ur meðal annars efnis grein um svert- ingja, sem var svo sterkur, að það varð honum til óhamingju. — bráð- skemmtileg og einkennileg saga, eft- ir Jefferson Farjeon og mikið af fjölbreyttu efni. Ritstjórinn. ★ Trúlofiunarhrtiigir Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. 2 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.