Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 22
*** BLAÐ ÆSKUNNAR +*+ Barnasagan. Fundinn fugl Einu sinni var skógarvörður nokk- ur á veiðum úti í skógi. Þegar hann var kominn langt inn I skóginn, heyrði hann hl.ióð álengdar, sem hon- um virtist helzt líkjast barnsgráti. Hann gekk á hljóðið og kom að há- vöxnu tré, en á efstu greininni sat litið barn hágrátandi. Móðir barns- ins hafði setið með það í kjöltu sér undir trénu, en sofnað frá því, og hafði þá ránfugl hremmt barnið og flogið með það upp í tréð. Skógarvörðurinn klifraði nú upp í tréð og náði barninu. Afréð hann að taka það með sér heim til sín og ala upp með litilli stúlku, sem hann átti og hét Lena. Þetta var drengur, og var hann nefndur Fund- inn-fugl, af því að hann hafði fund- ist í trénu. Ólustu þau nú upp saman, drengurinn og Lena litla, og þótti svo innilega vænt hvoru um annað, að þau máttu ekki hvort af öðru sjá. En eldabuska skógarvarðarins var gömul, grálynd og göldrótt. Kvöld eitt bar svo við, að hún virtist eiga mjög annríkt. Bar hún vatn inn í eld- húsið í tveim fötum og fór margar ferðir til brunnsins. Lena tók eftir þessu og spurði hana, hverju þetta sætti og til hvers hún ætlaði að nota allt þetta vatn. „Ég skal segja þér það, ef þú lofar mér því að segja ekki nokkrum lifandi manni frá því!“ Lena lofaði því, og kerlingin sagði þá: „Á morgun, þegar hann faðir þinn er farinn út á veiðar, ætla ég að sjóða hann Fundinn-fugl í vatn- inu.“ Skógarvörðurinn fór á veiðar í býti um morguninn, en þau voru ekki komin á fætur, Lena og Fundinn-fugl. Tók Lena þá til máls: „Ef þú lofar mér því að yfirgefa mig aldrei, skal ég aldrei skilja við þig.“ „Aldrei að eilífu skal ég skilja við þig, Lena mín,“ svaraði Fundinn-fugl. Lena sagði honum nú frá því, sem Sús- anna gamla hafði trúað henni fyrir, og bað hann að flýja með sér að heiman. Þau fóru nú á fætur, klæddu sig í flýti og laumuðust út. Nú er að segja frá eldabuskunni. Hún hafði sett pott á hlóðir snemma um morguninn og ausið í hann vatn- inu. Þegar sauð í pottinum, fór hún inn í svefnherbergið og ætlaði að sækja Fundinn-fugl. En þá voru bæði börnin horfin. Varð kerling nú ótta- slegin og sagði við sjálfa sig: „Hvað á ég nú að segja skógarverðinum, þegar hann kemur heim og fær að vita, að bæði bömin eru horfin? Ég verð að láta veita þeim eftirför." Hún sendi nú af stað þrjá vinnu- menn að elta börnin. En þau sátu í skógarjaðrinum og sáu til ferða þeirra. Mælti þá Lena: „Ef þú lofar mér þvi að yfirgefa mig aldrei, skal ég aldrei skilja við þig.“ Fundinn- fugl hét. því. Lena hélt þá áfram: „Þú skalt verða að rósargrein, en ég verð rós á greininni." Þegar vinnu- mennirnir komu þangað, sáu þeir ekkert annað en rósargreinina og rós- ina. Börnin sáu þeir hvergi. Þeir sögðu því sín á milli: „Ekki eru börn- in hér, og getum við ekki annað betra gert en snúa við heimleiðis." Fóru þeir heim við svo búið og sögðu kerlingu, að þeir hefðu ekki getað komið auga á börnin, en rósar- grein hefðu þeir séð í skógarjaðrin- um, sem þeir hefðu ekki tekið eftir áður. Þá varð kerlingin hamslaus af bræði: „Heimskingjarnir ykkar, þið áttuð að rífa upp rósargreinina og brjóta af henni rósina og færa mér heim. Farið þið strax af stað og ger- ið sem ég segi." Þeir urðu nú að leggja af stað aft- ur. En börnin sáu til þeirra álengdar, og Lena mælti: „Ef þú vilt lofa mér því að yfirgefa mig aldrei, skal ég aldrei skilja við þig.“ Fundinn- fugl hét þvi, og Lena hélt þá áfram: „Þú skalt verða að kirkju, en ég ætla að verða ljósakrónan í kirkj- unni.“ Og þegar vinnumennirnir komu þangað, sáu þeir að vísu kirkj- una með ljósakrónunni, en börnin sáu þeir hvergi. Þeir sögðu sín á milli: „Hér eru engin börn sjáan- leg, og er því bezt að halda heim aftur." Þegar þeir komu heih, spurði kerl- ing þá, hvort þeir hefðu fundið börn- in. Þeir kváðu nei við, en sögðust hafa séð kirkju með ljómandi fal- legri ljósakrónu, og hefðu þeir ekki tekið eftir henni þar fyrri. „Hvers vegna rifuð þið ekki kirkjuna? Og ljósakrónuna áttuð þið auðvitað að færa mér.“ Nú fór kerling sjálf með piltunum út að skóginum til þess að ná í börn- in. En þau sáu piltana álengdar og kerlinguna koma kjagandi á eftir þeim, þá mælti Lena litla: „Ef þú vilt lofa mér því, Fundinn-fugl, að FELUMYND Hvar er kóngssonurinn, sem fór til að sigra drekann? yfirgefa mig aldrei, skal ég aldrei skilja við þig.“ Fundinn-fugl hét þvi. Þá sagði Lena: „Þú skalt verða að tjörn, en ég ætla að verða önd og synda á tjörninni." Þegar kerling kom þangað, lagðist hún á magann og ætlaði að drekka upp allt vatnið í tjörninni. En öndin náði í hár henn- ar með nefinu og dró hana út í vatn- ið og drekkti henni. En börnin leidd- ust heim til sin, glöð og ánægð yfir þvi, að hafa nú ekki lengur nornina vondu yfir höfði sér. 1 2 3 Ferhyrnings- þrautin 1 efsta ferhyrningnum (1) eru 30 smáferhyrningar. Klipptu allan fer- hyrninginn úr. Klipptu hann svo i fernt, eftir punktalínunum. Settu svo fjögur stykkin saman í tvo ferhyrn- inga (sjá mynd 2 og 3) og teldu hve margir smáferhyrningarnir eru. Get- urðu séð hvaðan þeir eru komnir þessir tveir, sem hafa bætzt við? 22 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.