Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 15
☆ ☆☆☆ LITLA SAGAN ☆ ☆ ☆ ☆ Yfirfrakkinn — Veslings Aliee, sagði Rose Diedl og saug vindlinginn. Henni leið ekki vel. Lögreglumaðurinn þagði og beið. Hann hafði verið að segja Rose Diedl frá dauða Alice Ben.jamín. Fregnin hafði haft djúp áhrif á Rose. Og þó var hún keppinautur hinnar fram- liðnu — ástmey Leonards Benjamin. Rose var grunuð um að hafa valdið dauða Alice. En lögreglumaðurinn sá brátt, að sá grunur var ekki á rök- um bygður. Rose hafði fullkomna sakleysissönnun og gat gert grein fyrir hvar hún hefði verið kvöldið sem morðið var framið. Hún hafði aldrei verið afbrýðisöm gagnvart konu Leonards. Og upp á síðkastið hafði hún ætlað sér að líta öllu sam- bandi við hann, en Leonard hafði grátbænt hana um að halda áfram að hitta sig. En hún hafði ekki haft nokkra ástæðu til að stytta konunni hans aldur. Alice Benjamin fannst dauð heima hjá sér eitt kvöldið í desember. Leon- ard maður hennar gerði lögreglunni aðvart. Hann hafði verið úti að ganga. Þegar hann kom heim, fann hann konu sína dauða. Benjamin-hjónin voru í þann veg- inn að flytjast úr bænum og ætluðu að setjast að í Chicago. Þau voru að undirbúa flutninginn þegar Alice var svift lífi. Stórir kassar voru víðs- vegar í ibúðinni. Benjamin játaði, að hjónabandið hefði ekki verið farsælt og að hann hefði haldið fram hjá konunni. Rose Diedl hét hjákonan. En hann tók fram, að hann hefði slitið samvistum við hana og hefði sætzt við konu sina fyrir nokkrum vikum. Þau hlökkuðu bæði til að flytjast burt úr þessum bæ og byrja nýtt líf. Ekki gat lögreglan fundið nein verksummerki i íbúðinni, sem orðið gætu til leiðbeiningar. Frú Benjamín hafði verið rotuð með hamri, sem til var þarna á heimilinu, og á ham- arsskaftinu fundust engin fingraför nema mannsins hennar. Leonard hafði notað hamarinn síðdegis, er hann var að negla aftur kassa, svo að hann lá þarna á glámbekk og morðinginn hafði séð hann. Eitt af því fyrsta, sem lögreglan gerði, var að yfirheyra hjákonuna, Rose Diedl. Leonard sagðist vera skil- inn að skiptum við hana, og hún gat hafa framið morðið í örvæntingu, til þess að ryðja keppinaut úr vegi. En eftir að lögreglan hafði heyrt fram- burð Rose Diedl, var hún sannfærð um að hún segði satt, en að Leon- ard hefði farið með ósannindi. Lögreglufulltrúinn hugsaði málið, og grunur hans á Leonard styrktist, er boð komu frá rannsóknarstofunni um að blóðblettir hefðu fundizt á jakkaermi hans. — Það er ekki nein furða, sagði Leonard Benjamin. Þegar ég kom heim, fór ég undir eins að stumra yfir konunni minni, sem lá á gólfinu. Ég vissi ekki, að hún var dáin. Ég reyndi að reisa hana á fætur, og þá kom blóð á handlegginn á mér. Hann pótt- ist liafa bú- ið allt vel í liaginn ... Þessi skýring var ofur sennnileg, og lögreglan hélt áfram rannsókn- inni. Allt í einu datt einum lögreglu- manninum nokkuð í hug. Var ekki mjög kalt þetta kvöld, sem Benjamin fann konuna sína myrta? Fulltrúinn kallaði á Benjamin. — Hvernig voruð þér klæddur kvöldið sem konan yðar var myrt? spurði hann. — Ég var í röndótta jakkanum Mér tókst að fá 100 króna seðlin- um yðar skipt! mínum, og svo vitanlega í yfirfrakka. Það var kalt um kvöldið .... — Og þegar þér komuð inn, hlup- uð þér beint að konunni yðar? — Já, ég sá hana liggja á gólfinu, og svo beygði ég mig og .... Lögreglufulltrúinn stóð upp. — Herra Benjamin, sagði hann. — Ég tek yður fastan fyrir að hafa myrt konuna yðar, Alice Benjamin. Benjamin tókst á loft. — En — en — ég er saklaus! — Rétturinn sker úr því, sagði fulltrúinn. — Þér hlupuð á yður, þegar þér gáfuð skýringuna á blóð- blettunum á jakkaerminni. Þér vor- uð að segja núna áðan, að þér heíð- uð verið i yfirfrakka, og það hafið þér vitanlega verið, úr því að þér voruð að koma utan úr kuldanum. En þá hefði blóðið átt að koma á yfirfrakkann! Þér komuð' alls ekki út þetta kvöld! Leonard Benjamin glúpnaði og ját- aði allt á sig. Hann hafði myrt kon- una sína til þess að geta gifst Rose Diedl. Athugunargáfa lögreglumanns- ins hafði orðið honum að falli. ★ EFTIR VEISLUNA sagði Brandur makalausi: — Fyrst étur maður kynstrin öll, sem maður hefur ekki gott af, svo blaðrar mað- ur allan fjandann, sem maður man ekkert af, og svo hefur maður haft borðdömu, sem nennir ekki að taka eftir þvi .... Fálkinn, 26. tbl. 1960 • 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.