Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 8
ur fengizt, sem orðinn er. Áréttaði hann þetta enn betur síðar, í ræðu, er hann hélt yfir borðum við Irufoss. Sá maður, sem einna mest hefur komið við virkjunarframkvæmdir Sogsins, Kay Langvad verkfræðing- ur, var þarna einnig staddur ásamt frú sinni, Selmu Þórðardóttur Guð- johnsen, en sonur þeirra Sören, hefur og verið starfandi verkfræðingur bæði við Irufoss og Steingrímsstöð. Kay Langvad tók við yfirstjórn Ljósafossvirkjunarinnar nokkru eftir að hún var hafin, og stjórnaði henni af mikilli prýði, fyrir vekfræðinga- félagið Höjgaard & Schultz. Síðan var hann driffjöðurin í félaginu Foss- kraft, sem ásamt Almenna Bygging- arfélaginu tók að sér Irufossvirkjun- ína, en í millitiðinni hafði hann fyrir hönd Höjgaard & Schultz framkvæmt merkilegasta stórvirki þessarar ald- ar: hitaveitu Reykjavíkur. Fram- kvæmd bygginga og annara mann- virkja hefur verið í höndum þriggja aðila: Almenna byggingafélagsins, Verklegra framkvæmda og danska verkfræðifirmans E. Phil & Sön, en Langvad er meðeigandi i því fyrir- tæki. Auk þess tók Langvad að sér byggingu Skeiðsfossvirkjunarinnar fyrir Siglfirðinga og fleira. HÁDEGISVERÐUR VIÐ iRUFOSS. Að lokinni vígsluathöfninni var stöðin nýja skoðuð, en síðan haldið niður að Irufossi og snæddur ágætur hádegisverður: kaldur lax með alls- konar góðgæti, hamborgarhryggur og loks ostur og kex og kaffi. Tr. Þorfinnsson skólastjóri sá um hinn ágæta mat. Stjórnaði Hjörleifur Hjör- leifsson skrifstofustjóri hófinu. Ræð- ur hófust ekki fyrr en forsetahjónin voru farin, en þá tók til máls Geir Hallgrímsson borgarstjóri og ávarp- aði sérstaklega Steingrim Jónsson og færði honum að gjöf frá Reykjavík- urbæ silfurskrín, mikið listaverk, og er lágmynd sú, sem prýðir stöðina á Ljósafossi, greypt á lokið — ,,Ljós- ið“ eftir Ásmund Sveinsson. 1 svar- ræðu sinni rakti Steingrímur ítarlega byggingarsögu hinnar síðustu virkj- unar og þakkaði sérstaklega þeim mörgu aðilum, sem stutt hefðu að framkvæmd stöðvarinnar, en fulltrú- ar margra þeirra voru þarna við- staddir. Ávarpaði hann hina útlendu aðila á þeirra eigin tungu, ýmist ensku, þýzku og þremur norðurlanda- málunum, og tókst fimlega og mátti heyra hve heimavanur hann var i öllum þessum málum. Og sérstaklega beindi hann máli sínu til þeirra, yfir- boðara og undirgefinna, sem lagt hafa hönd á plóginn við framkvæmd Sogvirkjunarinnar. Af hálfu hinna þriggja verktaka talaði Kay Langvad yfirverkfræðing- ur og þakkaði góða hamvinnu. Hann minntist hins geigvænlega óhapps 17. júní í fyrra, er bráðabirgðastiflan við upptök Sogsins sprakk og vatnið flæddi gegnum stöðina og olli stór- skemmdum, og þótti ýmsum fyrirsjá- anlegt, að verkinu mundi seinka af þeim sökum. Dómstólarnir voru ekki kvaddir til að skera úr hver skað- ann skyldi bera, heldur var samið um það milli aðilanna á þann veg, að allir mega vel við una. Og þrátt fyrir áfallið varð stöðin fullger á skemmri tíma en tilskilinn var og farin að „mala gull“ fyrr en til stóð. Bandaríkjasendiherrann, Thomp- son, var meðal gesta, en stjórn hans og ýmsar stofnanir vestra hafa verið fyrirtækinu hjálpleg með ýmsar fyr- irgreiðslur. Óskaði sendiherrann Steingrímsstöð og öðrum viðreisnar- fyrirtækjum islenzkum allra heilla, og brá meira að segja fyrir sig ís- lenzku við og við. — Fyrir hönd hinna erlendu firma, sem selt hafa virkjuninni vélar og tæki, talaði Vret- heim, aðalforstjóri hinna miklu ASEA-smiðja í Váster&s. Berdal verk- fræðingur minntist i fróðlegri ræðu undirbúnings hinna ýmsu Sogsvirkj- ana og þess hve samvinnan við Stein- grim Jónsson hefði jafnan verið á- nægjuleg og skemmtileg. Síðastur ræðumaður var Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri, sem gaf áheyrend- um fróðlega útsýn yfir það, sem koma skyldi í rafvirkjunarmálum þjóðarinnar. Árið 2000 væru horfur á að allt það kynjaafl, sem Þjórsá geymir, yrði nýtt að fullu, sagði ræðumaðurinn. Að loknu borðhaldi og ræðuhöldum var gengið niður að hinu nýja lista- SteingrímsstöÓ viS Efra-Sog. — Oestirnir eru að koma út frá vígsluathöfninni. 8 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.