Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 11
Þetta er taflan, sem blasir viS á- horfendum á Ólympíuleikvanginum í Róm og birtir jafnharðan úrslit í hinum ýmsu keppnisgreinum leik- anna. Það þarf varla að taka það fram, að þetta er fullkomnasta og stærsta tafla sinmar tegundar í heim- inum, t. d. eru í henni 8500 rafmagns- perur. ★ EIN 150 ÁRA Á BORNEO. Kerling ein á Borneo heldur því fram, að hún sé orðin 150 ára og eigi 272 afkomendur á lífi. Hún er orðin heyrnardauf, en hefur góða sjón. Og minnið er sæmilegt. Hún man Vel eftir eldgosi, sem varð þar eystra árið 1821. ,,Þá var ég gift og búin að eiga tvo krakka," segir hún. ★ KONUR OG SPEGLAR. Allir speglar hafa verið teknir úr klefunum í baðhúsum í Japan. Er þelta gert til að rúmið nýtist betur og að fólk sé styttri tíma í klefun- um. Síðan speglarnir hurfu, er kven- fólkið að meðaltali 8 mínútum skem- ur en áður í klefunum, og karlmenn- irnir þrem mínútum. ★ Flippy, tamda sœljónið í Marineland- kerinu í Florida, liefur þann háttinn á, þegar hann langar í eitthvað, að hoppa upp, kippa í kúluna og hringja með því bjöllu, sem dregur atliygli gestanna að honum, og þá er auð- vitað alltaf von um eitthvað sœlgœti. 5 MÍNÚTUM TILHREINSUN I ST. PAULI. Skemmtihverfið St. Pauli i Ham- borg, með „Reeperbahn" og öðrum alræmdum stöðum, er nú í deiglunni. Stendur til að gera þetta hverfi mannsæmilegra en áður, banna ó- smekklegar auglýsingar og setja há- marksverð i þeim veitingastöðum, sem okra mest á veitingunum. St. Pauli á framvegis að verða staður, „sem bæði útlendingar og Þjóðver.i- ar uni sér vel á“, segir í tilkynning- unni um breytingarnar. ★ Það er ýmislegt um að vera í Can- nes, þar sem hin frœga kvikmynda- liátíð er haldin árlega. Allir vilja láta á sér bera og grípa í því skyni til furðulegustu hluta. Hér hefur franska kvikmyndadisin Mona Car- ras troðið sér inn í fuglabúr og lœt- ur svo sirkusfífl mata sig á sykri. Ekki er öll vitleysan eins. ★ DOWNING STREET 10 RIFIÐ. Steinhúsið í Downing Street 10 í London, sem forsætisráðherrar Breta hafa búið í kringum 200 ár, verður rifið í ágúst, enda þykir orðið lifs- hætta að búa í því. Tvö hæstu húsin verða rifið niður, og nýr, veglegur for sætisráðherrabústaður byggður á lóð- inni. Síðan i stríðslok hafa forsætis- ráðherrafrúrnar — Churchill, At- tlee, Eden og Dorothy Macmillan — kvartað sáran undan húsakynnunum og látið í veðri vaka, að þær þyrðu ekki að taka á móti gestum, af hræðslu við að húsið hryndi undir þeim. — Enn hefur ekki verið látið neitt uppi um hvernig húsið verður. En þó er talið víst, að framhliðin út að götunni verði lík því, sem var á gamla húsinu. En þegar inn verð- ur komið, verður allt nýtt, og stór- um þægilegra en áður var. Þeir, sem ferðast til Ítalíu, reka sig stundum á, að það er alls ekki svo létt, að borða spaghetti með rétt- um tilburðum. En ef maður hefur útlærðan aðstoðarmann, eins og Be- linda Lee, þá œtti maður nú aö klára sig að hlutunum. Aðstoðarmaðurinn er ítálski kvikmyndaleikarinn Folco Lullu. ★ SPAGHETTI-SAMKEPPNI. 13 horaðir ítalir og 7 feitir, efndu til samkeppni um hver þeirra gæti hámað mest í sig af hinum þjóð- fræga mat Itala, spaghetti. Sigur- vegarinn varð Enrico Busi, 43 ára og 102 kíló á þyngd. Hann át 5,5 kíló á tæpum þrem tímum. ★ NINA AVERY í Los Angeles er 49 ára og gefin fyrir fuglinn. Hún var nýlega að fá skilnað frá fjórtánda manninum sín- um. Blaðamaður spurði hana hvað hún ætlaði að taka fyrir næst, en hún svaraði: „Ég hef aðallega fengizt við að giftast og skila, meirihlutann af ævinni, svo að það er eiginlega ekkert annað sem ég kann.“ ★ Breyttur hagur fólks í Englandi, ekki sízt hefðarfólks, hefur orðið til þess, að margir hafa orðið að breyta lífs- venjum sínum. Markgreifinn af Ex- eter seldi fyrir nokkru ýmislegt af gömlum skrautgripum af lieimili sínu í Stamford. Hér er listaverkakaup- maðurinn með einn hlutinn, silfurlik- an af frönsku skipi, gert í París 1505. Skipið notast sem salt og piparbauk- ur og verðið er ca. 800.000,00 krónur. Fálkinn, 26. tbl. 1960 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.