Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 20

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 20
HEIMILIÐ Nú eru tómatamir að lækka í verði, og því sjálfsagt að nota þá eins og hægt er, þar sem þeir eru mjög fjör- efnarikir. Hér er uppskrift að ágæt- um rétti á kvöldborðið, einnig má nota hann sem forrétt til miðdegis- verðar. Veljið meðalstóra tómata, skerið þá í kross, þó svo að þeir hangi saman, takið tómatkjötið úr (1). Hrærir 2 smurosta lina með dálitlum rjóma, kryddið með salti og pipar (2). Hrærið smáttklipptum graslauk eða steinselju saman við, setjið kremið í tómatana (3). Dálitlum graslauk stráð yfir, og tómatarnir bornir fram á salatblöðum. 1 miðjuna er staflað brauðpinnum; smurð hveitibrauðs- og rúgbrauðssneið lögð saman, síðan skornar í lengjur (4). Tómatkjötið er notað í súpu eða sósu. NYLON Straujárnið verður með tímanum brúnt að neðan. Hreinsið það með klút, sem dýft hefur verið í edik eða natron. Œititj 'óri: -JJriitjana ^teing.rimidóttii' i' 7„, ; . »' -i ■ ■ ^-Áleilrce&i Þegar prjónaðar eru peysur og kjólar á börn, er skynsamlegt að byrja efst og prjóna niður á við. Þá er hægðarleikur að lengja flíkina og bæta úr, ef t. d. ermin slitnar að framan. Brauðkassinn verður oft leiðinleg- ur að innan. Fóðrið hann með alu- miniumpappír. Auðvelt er að festa pappímum með límbandi. Nylon er eitt þeirra gerviefna, sem hafa rutt sér til rúms á seinni árum. Fyrst var það einkum notað í sokka, seinna meir í flestan kvennærfatn- að, blússur og kjóla, og allir kann- ast við karlmannsskyrtur úr nylon. Nylon er lauflétt, og því hentugt í ferðalög, sterkt og áferðarfallegt, heldur lagi án þess að vera strauað, dregur aðeins til sín ea. 5% vatn, þ.e.a.s. þornar mjög fljótt. Nylonfatnað þarf að þvo daglega úr mildum sápuvötnum eða sérstök- um nylon-þvottalögum, og á ferða- lögum má notast við handsápu. Aldr- ei má sjóða nylon; festast þá smá- brot I efninu, sem ógerningur er að ná úr. Hengja skal blússur og skyrt- ur úr nyloni upp rennandi blautt á plastic herðatré, aldrei á lituð herða- tré, þvi að nylon tekur mjög auð- veldlega í sig lit, og er nær ógern- ingur að ná litnum úr. Ekki þarf að straua nylonfatnað, en hafi það verið gert einu sinni, verður óhjákvæmilega að halda því áfram. Straujárnið má aðeins vera Jórturleðri er hægt að ná úr fatn- aði með því að láta ísmola liggja á blettinum stundarkorn. Nylon bráönar, sé járniö of heitt. KVENÞJDÐIN o$ Tómatar með ostafyllingu volgt, því að nylon bráðnar við mik- inn hita. Sýra eyðileggur nylon, aðeins einn dropi á nylon veldur skemmdum, og ekki er ráðlegt að standa fyrir aft- an púströrið á bíl, sem er að fara af stað. Verður þá lítið eftir af nylon- sokkunum. Hvítum nylonfatnaði hættir til að gulna. í verzlunum í Reykjavík fæst sérstakur hvitur litur fyrir nylon (Dylon super white), fylgir honum nákvæmur leiðarvisir. Einnig má bleikja nylon í vægri klórupplausn. ☆ Sumar í borginni Léttur dragtarkjóll úr þunnu hör- efni, fínu bómullarefni eða skant- ungi er þægilegasti bæjarklæðnaður- inn á heitum sumardegi. Hann á að sitja laus og frjáls, eins og þessi franska fyrir mynd, sem einkum er ætluð miðaldra konum. Hálsmálið, með lágum, hnýttum kraga, er eink- ar klæðilegt. 20 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.