Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Page 15

Fálkinn - 31.05.1961, Page 15
sagði hún, en það myndu áreiðanlega verða einhver ráð með peninga ein- hvern daginn. Um kvöldið átti hún tal við etatsráð Adami. Hann var orðinn ungur í annað sinn. Þessi sköllótti herramaður hafði mjög gaman af spurningum og svörum frúarinnar. Þegar etatsráðsfrúin kallaði á mann sinn, kom aðalræðismaðurinn og settist í sæti hans. Hann sagði: — Ég öfunda etatsráðið af þessu langa samtali við yður. — Það eruð þér sem ég hef beðið eft- ir, herra aðalræðismaður, svaraði frú- in. Ég þarf að spyrja yður að dálitlu og jafnframt þakka yður. — Fyrir hvað? — Eruð það þér, sem látið setja blóm inn í herbergið mitt? — Blóm? Ég skil ekki . . . Hafið þér fengið blóm? — Afsakið, sagði hún. — Ég hef gert mér of háar vonir. Nú varð aðalræðismaðurinn skáld- legur út af þessum leyndardómsfullu blómum. — Hamingjan góða. Þetta hefði ég átt að hugsa út í. Við hefðum öll átt að senda yður blóm á hverjum degi. — Ég elska blóm, sagði frúin, en ég er of fátæk til þess að geta keypt blóm. Samtalið barst að öðru og frúin fór að segja aðalræðismanninum allt af létta um hagi sína og hann gerði slíkt hið sama. Hann hafði aldrei fyrr verið'svo opinskár við ókunnuga. Hann gerði sig að lokum hlægilegan. Frúin sagði: — En þér eruð kvæntur, herra aðal- ræðismaður. — Elskendum er hollara að horfa fram en aftur, sagði aðalræðismaðurinn og andvarpaði. Við hádegisborðið daginn eftjr var aðalræðismaðurinn ákaflega feiminn og taugaóstyrkur. Það var vegna smá- kvæðis sem hann hafði stungið inn í munnþurrku frú Anderson. Þegar frú- in hafði fundið kvæðið og var byrjuð að lesa það, sagði hann við sessunaut sinn: — Það er meiri hitinn í dag. Það lék sá grunur á, að etatsráðið, sá aldraði gljáskalli, hefði látið setja rós- irnar inn í herbergi frú Anderson. En þegar frúin bar það á hann, harðneitaði hann því. — Nei, nei, það var ekki ég. Ég má ekki kannast við það. Frúin horfði undrandi á hann. Hún sperrti brúnirnar þessar tvær iglur, sem teygðu saman ranana. Hún sagði: — En hvað þér sögðuð þetta fallega. FALKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.