Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Page 21

Fálkinn - 31.05.1961, Page 21
sagði henni, að við myndum kannske vera eitthvað skyld, en þó hlyti það að vera nokkuð langt úti, að minnsta kosti í þrítugasta og fimmta lið eða svo. Gamla konan hló ekki að „fyndni" minni, heldur tók þetta alvarlega, og sagðist hafa bæði heyrt og lesið, að íslendingar og Norðmenn væru ná- skyldir. Uppi við gluggann hennar óx ljómandi falleg villirós, sem enn stóð í blóma. Það var torfþak á húsinu, sem byggt var úr timburstokkum, felldum hverjum í annan og fjarska veðurbitn- um að utan. Líklega hefur þessi bær verið mörg hundruð ára gamall. Enn var haldið hærra til fjalla, upp að Ekedalsvatninu. Náttúran var þá orð- in allauðnarleg og ekki ósvipuð íslenzk- um öræfum: mosagrá fjöll með hvít- um tindum og gróðurlítil heiði allt um kring. Við Ekedalsvatnið var fjallahótel handa ferðafólki og margt manna þar á hlaðinu. Þaðan gekk ég að Langa- vatni við rætur Hvítingsfjalls og kom loks að Sæthershóteli, þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í þrjú. Settist ég þar á svalirnar og fékk mér öl að drekka, því að nú var ég farinn að þreytast dálítið. Ég var búinn að ganga allt að fimmtíu km og því kominn lang- leiðina, en tuttugu voru eftir niður til Norheimsunds, reyndar undan brekku. Ekki tjáði að tefja lengi, því að enn var drjúgur spölur eftir á áfangastað. Ég hélt áfram eftir stutta hvíld fram með Hvítingsfjalli, og sóttist nú leiðin betur, þrátt fyrir nokkra þreytu, því að alltaf hallaði meira og meira undan fæti. Loks kom ég að Tókagili, hinu fræga dalgljúfri fyrir ofan Norheim- sund. Þar hefur vegurinn verið höggv- inn í bergið, sem víða slútir fram yfir hann, en undir eru þverhnípt klettarið- in og langt fyrir neðan Fosselfurinn í hvítum streng. Tókagili gleymir sá aldrei, er eitt sinn fer þar um. Ferða- menn frá öllum heimi streyma til Harð- angurs, og auðvitað verða þeir að fara yfir Tókagilsveg. Leiðin yfir fjöllin til Tengereid er einnig fjölfarin yfir há- sumartímann. Ég mætti mörgum bílum á þessum glæfralega vegi, og mér miðaði seint, því að margt þurfti að skoða. Þetta var ævintýralegasta leið, sem ég hafði farið, og ég vildi festa mér hana í minni. Þegar fram úr gilinu kom, blasti við Norskt sumar. mér Harðangursfjörður í allri sinni dýrðarfegurð, er naumast verður með orðum lýst. Sá hluti hans, sem þarna sést, minnir á þjóðkvæði og rómantískt ljóð eins og „Brúðförina í Harðangri11: Hve angar ei sumar og sólskinsblær um sæflötinn Harðangursstranda! Við himin fjöllin svo heið og skær í hátignarkraftinum standa. Það glampar á breiðaoghágræna hlíð, sitt helgiskart ber nú sveitin fríð, því heim á blágrænum bárum fer brúðför á léttum árum. Heitt var í Harðangri þennan dag, svo að svitinn rann af mér, þegar ég Frh. á bls. 34

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.