Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 10

Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 10
Skopmynd af þrælum tóbaksins frá 18. öld. son Indíafari var tíu ár í siglingum, svo varla hefur hann kennt íslending- um að taka tóbak. Næst er minnzt á tóbak í bréfi, sem sr. Arngrímur lærði skrifar vini sín- um Óla Worm. Bréfið er skrifað á latínu að venju lærðra manna á þeirri tíð og hér fer á eftir kafli úr því í lauslegri þýðingu Ólafs Davíðssonar: „Mig fýsir að fræðast fyrst um hver áhrif tóbakið hefur, þegar menn draga það að sér gegnum pípu, svo reykurinn kemur út um munn og nef, hve skammturinn á að vera mikill og hve oft á að taka; hvort menn eigi að neyta þess á fast- andi maga, eins og sjómenn hafa sagt mér, eða á annan hátt. Sumir segja, að þegar menn draga að sér reykinn á þennan hátt, þá sé það hollt fyrir höfuð og brjóst. Sumir segja líka, að þegar kriilMriH (12143)1)1 121:14211 <2112121 ekki minnkað. Salan hefur fremur vax- ið þar en minnkað á síðustu árum og neftóbaksneytendur þar eru flestir komnir á efri ár og hafa ef til vill lengi og vel tekið í nefið og þurfa þess vegna stöðugt stærri skammt. Sjaldgæft er, að neftóbaksmaður reyki einnig. Lykt og bragðskynjun er svo samtengd, að sá, sem bæði reykir og tekur í nefið, hlýtur að fara á mis við mikinn hluta nautnarinnar. En neftóbak er framleitt á marga mismunandi vegu, og ilman þess skiptir höfuðmáli fyrir nautnina. Sevilla á Spáni varð mjög snemma miðstöð neftóbaksverzlunarinn- ar í Evrópu og Sevillaneftóbak er ein af þeim tegundum, sem mest eru not- aðar í dag. Næstum því allt neftóbak er að mestu leyti tóbak frá Vestur-Indí- um. Menn geta fengið neftóbak í öllum gæðaflokkum, en almennt er neftóbaki skipt í þrennt: Gróft, meðal og fínt. Fer flokkun þessi eftir kornastærð. Á velgengnisárum neftóbaksverzlunarinn- ar var írskt, skozkt og neftóbak frá Sheffield mjög frægt og enskir neftó- baksframleiðendur höfðu lengi markað- inn í höndum sér. ★ Árið 1615 hafa menn fyrst sögur af tóbaki á íslandi. Þá stóð svo á, að Jón Ólafsson Indíafari, tók sér far með ensk- um sjómönnum frá Vestfjörðum. Jón segir frá því, að einn skipverja, sem Rúben hét, hafi tekið tóbak á hverju kvöldi. Þann mann hafi hann fyrstan séð fara með tóbak. Jón kvaðst hafa lært að taka tóbak af honum. Jón Ólafs- Dósir voru mjög skrautlegar og Neftóbaksdósir úr gulli með onys- margar voru með upphleyptum steinum. Franskir gullsmiðir voru myndum. snillingar í að gera slíkar dósir. 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.