Fálkinn - 17.01.1962, Side 12
Hún brosti með sjálfri sér.
— Auðvitað var þetta vit-
leysa sem aðeins henni gat
dottið í hug. Hún hugsaði um
það með biturri kaldhæðni,
að karlmaður er héldi lof-
orð sitt, væri reglulega
sjaldgæft fyrirbrigði. Orðið
„alltaf“ þýddi hjá þeim í
mesta lagi nokkrir mánuðir.
Þetta bréf var skrifað fyrir
að minnsta kosti 12 árum.
Já, það hlutu að vera 12 ár
síðan.
Hún hafði fundið það af
tilviljun, þegar hún var að
leita í gömlum skjölum, og
lesið það aftur. Þar stóð:
„Ég verð að beygja mig fyrir
ákvörðun þinni, en þú getur
ekki hindrað mig J að vona,
að sá tími komi, að þú játist
mér. Aldrei mun nokkur önn-
ur koma til greina, ég mun
halda áfram að bíða eftir
þér. Hvort sem það verður
eitt ár tvö eða tuttugu ár,
þar til þú kemur, það hefur
enga þýðingu. Ég ætla að láta
útbúa herbergi handa þér
hjá mér, bjart og sólríkt,
eins og ég veit að þú vilt
hafa það. Þar skal alltaf vera
vöndur af eftirlætis blómun-
um þínum, túlipanar á vorin
og krysantemur á haustin.
Ég mun ætíð bíða, bíða. . .
Hún vafði sjalinu þéttar
að sér og hellti einu sinni
enn konjaki í glasið. Það var
svo hljótt í kringum hana,
en hún var orðin vön þess-
ari kyrrlátu einveru. Hún
var ekki lengur ung, hún
átti hvorki heimili, mann
eða börn, hún flutti af gisti-
húsi í mötuneyti, af mötu-
neyti í gistihús. Hún var eins
og fugl án hreiðurs. Það var
henni einni að kenna, að líf
hennar var svona, vegna
heimsku hennar, drambs og'
skemmtanafýkn — vegna
alls þessa, er hafði komið
henni til að vanmeta raun-
verulegt verðmæti lífsins.
Hún gat ekki hætt að hugsa
um bréfið. Hún hafði ekki
enn þá rifið það, þó að hún
væri búin að eyðileggja öll
bréf sín og skjöl. Hún vissi
að hún átti ekki eftir langt
ólifað. Auðvitað sagði lækn-
irinn það ekki beinlínis, en
hún vissi vel að endirsins
yrði ekki langt að bíða, ef
til vill yrði það á morgun,
eftir nokkra mánuði eða í
mesta lagi eftir ár, ef hún
færi varlega.
Hún hafði aldrei kunnað
að fara varlega, því sat hún
nú hér og drakk konjak, sem
12 FÁLKINN
henni var bannað að drekka
og reykti vindlinga, sem
gerðu veikt hjarta hennar
enn þá verra. En hvaða máli
skipti hvort það yrði dagur,
mánuður eða ár, fyrir jafn
einmana konu og hana, konu,
sem hafði sjálf eyðilagt líf
sitt svo algjörlega?
Þetta bréf. . . . Hún hafði
hugsað um bréfritarann svo
árum skipti. Minningin um
hann og ást hans, er hún hafði
vísað á bug, hvarf fljótlega
í hringiðu lífs hennar. Bréfið
var hið eina. er eftir var af
stuttu og ástríðuþrungnu
tímabili, hún hafði verið í
örlitlum vafa þá og dottið í
hug, að ef til vill gæti hún
orðið hamingjusöm með
honum. Þar til eggjandi og
seiðandi rödd hins óþekkta,
ævintýralöngunin, hafði yfir-
gnæft fíngerða og veik-
byggða rödd hamingjunnar.
Hún las bréfið aftur og
aftur og háðsbros lék um
varir hennar. Hann var ekki
eini maðurinn í lífi hennar,
sem talað hafði um eilífa ást,
svarið henni eilífa tryggð og
staðhæft, að hann myndi
aldrei gleyma henni. Hún
trúði ekki á ást og enn síður
á tryggð, já allra síst á
tryggð. En ein hugsun tók að
ná yfirhöndinni í eirðarlaus-
um hugarheimi hennar. hug-
arheimi hennar, sem stöð-
ugt leitaði spennu, geðshrær-
ingar eða einhvers, sem gæti
gefið einskisverðu og innan-
tómu lífi hennar fyllingu.
Áður en hún eyðilagði
gömlu bréfin sín hafði hún
lesið þau aftur. Þau fylltu
hjarta hennar sársauka, sem
var betri en auðnin, er var
nú nálega það eina, sem hún
fann til, eins og sál hennar
væri þegar látin. Hún hafði
lesið um fegurð sína, hve
menn elskuðu hana heitt og
girntust hana. Síðan hafði
hún litið í spegilinn, virt
andlit sitt fyrir sér án nokk-
urrar miskunnar, hrukkurn-
ar. sem fegurðarlyfin unnu
ekki lengur á andlit rosk-
innar, sjúkrar konu. Og með-
an hún eyðilagði þessi gömlu
vottorð um fyrri fegurð og
liðnar gleðistundir, kastaði
þurrkuðum blómum og öðr-
um minjagripum, fannst
henni sem hún lifði á ný,
í sársaukanum, sem þessar
gömlu minningar vöktu með
henni.
Nú var það einnig á enda,
aðeins þetta eina bréf eftir.
Hugsunin lét hana ekki í
friði: Hvers vegna ekki?
Auðvitað datt henni ekki í
hug að hann biði í raun og
veru eftir henni. Og þó, hann
hafði verið alltöðruvísi en
allir þeir karlmenn, er hún
síðar kynntist. Ef til vill
höfðu tilfinningar hans til
hennar verið öðruvísi? Ef til
vill hafði það verið ástin?
Henni fannst, sem það
myndi verða henni verðug
lífslok að lifa einnig þau
vonbrigði. Hafði hún ekki
ætíð fremur kosið sér þúsund
geðshræringar en kyrrláta
hamingju? Hvers vegna þá
ekki einnig þessa síðustu
geðshræringu, þessi síðustu
vonbrigði? Það yrðu henni
mátuleg lífslok. Hulunni
einnig svift frá þessari síð-
ustu blekkingu....
Nokkrum vikum síðar gekk
hún hægt um þorpið, sem
hann bjó í. Það hafði tekið
hana nokkurn tíma að kom-
ast að því hvar hann bjó.
Hún hafði fengið að vita að
líf hans var eins og hún bjóst
við að það væri, kyrrlátt, en
fullt af elju og atorku. Hann
var læknir og bjó með móður
sinni, sem var ekkja.
Er hún gekk þarna um
göturnar, reyndi hún að
ímynda sér hvernig það hefði
verið að vera gift honum í
raun og veru. Ef hún hefði
búið hér og þurft að deila
með honum viðburðasnauðri
og tilbreytingalítilli tilveru.
Það hefði verið óþolandi,
niðurdrepandi leiðinlegt,
hugsaði hún. Eða hefði það
kannski ekki verið það, þrátt
fyrir allt? Hún reyndi að
ímynda sér sjálfa sig sem
læknisfrú, gifta önnum köfn-
um manni, sem aðeins sjaldan
hefði haft tíma til að veita
henni dálitla tilbreytingu.
Einstöku sinnum farið í ferða-
lög í sumarleyfinu, kunn-
ingjahópur, sem saman stóð
af virðulegum og dyggðug-
um smáborgurum. Ef til vill
hefði hún eignast börn? Já,
ef til vill.
Skyndilega fannst henni
hjarta hennar loga af ókenni-
legri þrá, brennandi þrá eftir
öllu því, sem hún aldrei
eignaðist, og aldrei myndi
eignast, af því að hún hafði
sjálf forsmáð það.
Það var heimskulegt af
henni að fara hingað. Auð-
vitað hafði hann gleymt
henni fyrir löngu, Þessi þátt-
ur í lífi hans hlaut nú að búa
í vitund hans sem gömul,