Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 17
Eyjafjallajökull frá Hlíðarenda.
Myndin er úr ferðabók Hollands.
andi hugsunarhætti foreldra hans og
sveitunga. Afleiðingarnar urðu honum
bitrar og afdrifaríkar. En sérhvað bíður
síns tíma.
5.
Ólafur Loftsson hvarf aftur úr Fljóts-
hlíð að lokinni gleði jólafrísins. Hann
hélt áfram fyrri háttum í Reykjavík,
stundaði kvennafar og óreglu. Brátt
fóru að berast af honum sögur austur
á æskustöðvarnar, og komust til eyrna
foreldra hans og velunnara og þóttu
miður fagrar. Heyrðist einnig að hann
væri í tygi við eina alþekktustu lausa-
leiksdrós Reykjavíkur.
En þegar líða fór á vor, fór brátt að
bera á því, að ráðskona sýslumanns-
ins á Hlíðarenda var farin að þykkna
allmikið undir belti. Komust brátt á
stjá sögur, að Ólafur Loftsson væri vald-
ur að þunga hennar. Sýslumannshjón-
unum þótti þetta slæm tíðindi. Sýslu-
maður færði málið í tal við Loft hrepp-
stjóra í Nikulásarhúsum. Hann tók máli
sýslumanns vel og lofaði honum að rita
Ólafi syni sínum bréf og biðja hann
að eiga stúlkuna og snúa til betra líf-
ernis. En Ólafur hirti ekkert um skrif
föður síns eða ráð og leið svo af sum-
arið.
Um haustið, þann 21. september,
fæddi Guðrún Árnadóttir ráðskona á
Hlíðarenda dóttur, var hún skírð og
nefnd Guðrún. Loftur Ámundason
hreppstjóri í Nikulásarhúsum viður-
kenndi fyrir prestinum, að sonur sinn
Ólafur væri faðir að barninu. Síðan tók
hann meyna að sér og ól upp. Loftur
hreppstjóri var siðavandur maður og
undi illa við svo búið. Hann sneri sér
til vinar síns Vigfúsar sýslumanns Þór-
arinssonar og bað hann fulltingis í mál-
inu. Sýslumaður brást vel við, því hann
hafði einnig beðið álitshnekki, þar sem
ráðskona hans, hin mesta myndarstúlka,
hafði fallerast með hinum versta lausa-
gosa, slíkum sem Ólafur Loftsson var
sagður eftir sögnum sem bárust að sunn-
an.
Um haustið ritar sýslumaður vini sín-
um Geir biskupi Vídalín í Reykjavík
og segir honum tíðindin af framferði
Ólafs: „Doctor Loftsson útrétti það hér
eystra á jólum síðastliðins vetrar, að
hann er nú faðir orðinn hjá ráðskonu
minni og kom nú hingað heppileg í ólest-
ina.“ Síðar um haustið ritar sýslumaður
aftur til biskups um sama efni og er þá
búinn að fá nánari fréttir af líferni og
framferði Ólafs Loftssonar. Sýslumaður
spyr biskup, hvort það sé satt, sem
heyrzt hafi um Ólaf, „að hann sé því-
lík hetja, að hann hafi getað barnað
fjóra kvenmenn á einu misseri, af hverj-
um tvær séu í Reykjavík, ein á Akra-
nesi og ein ráðskona þar eystra.“ Sé
þetta satt vill sýslumaður, að húsbænd-
ur hans reki hann til að kvongast ein-
hverri af unnustum sínum fyrir sunnan,
„því að Rangárvallasýsla muni ekki
uppbyggjast mikið af búskap hans, og
faðir hans hirti ekki um búskap hans
þar, vildi helzt hafa hann sem fjærst
sér, og í vetur spurði hann mig einu
sinni,“ segir sýslumaður, „hvort eigi
mundi mögulegt að láta Ólaf sigla, svo
hann aldrei meir sæi hann.“ Leggur
sýslumaður til, að Ólafur Loftsson
kvongist Elínu Þórðardóttur frá Hlíð-
arhúsum, Sighvatssonar, sem var al-
kunn lausaleiksdrós í Reykjavík. Ólaf-
ur átti með henni barn í desember 1805,
og var það 4. lausaleiksbrot hennar.
Auðséð er af bréfum sýslumanns, að
hann ber undir niðri talsverða um-
hyggju fyrir Ólafi, þrátt fyrir allt. Hann
segir: „Mundi Ólafur Loftsson ekki geta
átt betri úrkosti, ef satt væri, að faðir
Elínar gæti og vildi útvegað honum
assistentsstöðu hjá syni sínum á Bíldu-
dal.“ Ef til vill er umhyggja sýslumanns
svona mikil vegna Lofts föður hans.
Sýslumaður vorkennir gamla mannin-
um og langar til að fá biskup til að
koma syni hans á réttan kjöl. En Ólafs
biðu önnur örlög sem brátt verður sagt.
Auðséð er af bréfum sýslumanns, að
allmiklar sögusagnir hafa gengið um
Ólaf Loftsson og líferni hans. Enda spyr
sýslumaður biskup, hvort Ólafur „sé
þvílík hetja, að hann hafi getað barn-
að fjóra kvenmenn á einu misseri."
Ekki er það rétt, að Ólafur hafi átt fjög-
ur börn á svo skömmum tíma. Auk barn-
anna tveggja, sem getið var, átti Ólaf-
ur barn með Elínu Egilsdóttir Sandholt
í byrjun apríl 1806, og er talið 3. lausa-
leiksbrot hans. En 4. lausaleiksbrot hans
var með Margréti Sigurðardóttur vinnu-
konu í Nesi við Seltjörn, var það Loftur
f. 10. janúar 1808, og var Ólafur þá
sigldur af landi burt. Tómas Klog land-
læknir tók Loft í fóstur og fluttist hann
með Klog til Danmerkur.
En það er af Guðrúnu Árnadóttur
ráðskonu Vigfúsar sýslumanns á Hlíð-
arenda að segja, að Vigfús sá henni fyr-
ir hinu bezta mannsefni. Hann hefur
ekki viljað láta hana gjalda falleringar-
innar, enda var vandalaust að gifta
hana, því að hún var hin myndarleg-
asta stúlka og mikill kvenskörungur.
Hún giftist Magnúsi fálkafangara á Ár-
bæ í Holtum og varð hjónaband þeirra
farsælt.
Eftir þessa atburði virðist Loftur
hreppstjóri Ámundason hafa hætt að
styrkja son sinn til námsins. Gamli
maðurinn hefur verið stórlyndur, og
ekkert viljað hafa með son sinn meir,
þar sem hann sneri á þær brautir sem
voru honum lítt að skapi. Ólafur hefur
tekið þessu fáskipti af hendi föður síns
bannig, að hann hefur ekki lengur haft
samband við þau, enda bar hann brátt
til annarra stranda.
6.
Biskup hefur látið afskiptalaus mál
Ólafs Loftssonar, þó að sýslumaður
Rangæinga leitaði til hans. Biskup hafði
sem sagt ekkert með siðferðisbrot hans
að gera, þar sem hann hafði ekki lokið
stúdentsprófi og um leið guðfræðinámi
þeirrar aldar. En Tómas Klog landlæknir
virðist hafa látið framferði Ólafs lönd
og leið, enda hefur hann litið allt öðru
vísi á lausaleiksbrot, en íslenzkir emb-
ættismenn yfirleitt.
Þar kom, að Ólafur Loftsson varð út-
skrifaður frá landlækni. Haustið 1807
tók hann sér fari með skipi frá Reykja-
vík og hugðist sigla til náms við Kaup-
mannahafnarháskóla. En í þennan mund
stóð ófriðurinn í Norðurálfunni sém
Frh. á bls. 28
Sýslumaöur spyr biskup, hvort það sé satt um Ólaf,
„að haiin sé þvílík hetja, að bann hafi getað barnað
fjóra kvenmenit á einu misseri ..."
SÍÐARI HLUTI GREINAR JÓNS GÍSLASONAR
FÁLKINN 17