Fálkinn - 17.01.1962, Page 18
SMÁSAGA EFTIR ÁRNA GUNNARSSON BLAÐAM.
Enn einu sinni var komið
laugardagskvöld. Það hafði
rignt fyrr um daginn, en nú
var stytt upp. Þegar hann
kom út úr strætisvagninum
spegluðust ljós götunnar í
blautu malbikinu. Umferðin
var þegar orðin mikil £ bæn-
um. Bílarnir gösluðu eftir
götunni og fólkið forðaði sér
lengra upp á gangstéttina til
að forðast vatnssletturnar frá
þeim. Hann bölvaði tilver-
unni, einmanaleikanum, bíl-
unum og þessu káta og bros-
andi fólki, sem var allt í
kringum harm. Hann bölvaði
líka sjálfum sér, og hann
fann hvernig einhver angist
og ótti fór að naga hann að
innan. Þetta tilgangslausa
sífellda ráf og leit að þvf sem
hann aldrei fann.
Hann hraðáði sér. og skeitti
engu um pollana og fólkið.
Honum var fróun í því að
heyra fótatak sitt og hann
reyndi að stíga fastara og
fastara til jarðar og það var
eins og höggin fylltu upp í
þennan óendanlega tómleika,
sem kvaldi hann.
Hann gekk inn í vínstúk-
una, og bað um sterka blöndu
af áfengi. Hann drakk á-
fergjulega úr fyrsta glasinu
og bað fljótlega um annað.
Þegar hann hafði Iokið úr
því fóru áhrifin að segja til
sín. Eftir að hafa tæmt þriðja
glasið leið honum betur, og
tómleikinn hVarf. Það voru
fáir komnir og hann beið
eftir einhverjum, sem hann
þekkti og gæti talað við.
Honum var farið að líða vel
og angistin hvarf á bak við
sljóleikann og friðinn, sem
kom yfir hann. Hann fékk sér
í fjórða glasið, og hann var
ákveðinn í að verða- drukkinn.
Nú fór fleira fólk að koma
inn, og vinur hans, sem hann
ætlaði að hitta þarna, kom.
Þeir fengu sér borð í salnum
og það fylltist fljótlega af
fleiri vinum og kunningjum.
Hann var orðinn vel kátur
og nokkuð ölvaður. Hann hló
með sjálfum sér að svartsýn-
inni og leiðanum, sem hafði
kvalið hann fyrr um kvöldið
og pantaði meira vín.
Hljómsveitin var byrjuð að
einhverju hjá þeim, sem hann
aldrei fann. Þessi sífellda
tilgangslausa leit. Þær höfðu
grátið, þær höfðu orðið reið-
ar, en það hafði aldrei snert
hann neitt.
Nú skyndilega langaði
hann til að elska. Hitta ein-
hverja stúlku, sem honum
gæti þótt vænt um. Hann
vildi verða hamingjusamur.
Það var hlé hjá hljómsveit-
inni og strákarnir komu að
borðinu aftur. Það komu
einnig tvær stúlkur. Hann
þekkti aðra, en hina ekki.
Hann horfði á hana og hún á
hann. Þau fóru að tala um
fólkið í kringum sig, og sú
sem hann ekki þekkti opin-
beraði sig, með því að segja
að hún væri tryllt í riáúng-
ann, sem lék á píanóið. Hann
hló og spurði hana hverriig
væri að vera „tryllt í ein-
hvern“ Hún vissi það ekki,
en sagði honum að hann væri
heimskur. Þá hló hann aftur.
Þau fóru að tala um hvað
þau ættu að gera eftir dans-
leikinn og vinur hans sagðist
geta boðið þeim heim, því
Þegar hann kom á skemmti-
staðinn og hafði skilið eftir
frakka sinn í fatageymslunni,
gekk hann inn á salernið.
Hann greiddi sér og horfði
lengi á andlit sitt í speglinum.
Hann fór að hugsa um það
hvers vegna hann þyrfti að
vera svona óhamingjusamur.
Af hverju gat hann ekki fund-
ið þessa hamingju sem aðrir
virtust hafa nóg af. Var hann
að leita að einhverju, sem
ekki var til, eða leitaði hann
ekki á réttum stöðum Það
var eitthvað sem hann þráði
svo innilega, einhver ró,
einhver friður.
leika. og kunningjar hans við
borðið farnir að dansa.
Honum leið of vel til þess að
hann gæti staðið upp til að
þreyta sig þarna úti á gólfinu.
Hugsanir hans fóru að reika,
og hann fór að hugsa um
allar stúlkurnar, sem hann
hafði þekkt og verið með.
Hann hafði talið sér trú um
að hann elskaði sumar þeirra.
Hann hafði verið hamingju-
samur, ánægður með sjálfan
sig og tilveruna. Svo varð
hann leiður á þeim, og varð
aftur hamingjusamur þegar
hann losnaði við þær. Hann
hafði alltaf verið að leita að
foreldrar hans væru ekki
heima.
Nú byrjuðu þau að dansa
aftur. Hann gekk til stúlku,
sem sat við næsta borð og
bauð henni upp. Þegar hann
tók utan um hana sá hann að
andlitið á henni var allt örótt
eftir bólur. Þegar fyrsta
laginu lauk, þurfti hann
skyndilega að ná í kunningja
sinn sem gekk þarna fram
hjá. Það var mjög áríðandi,
og hann gekk með henni að
borðinu aftur. Hún leit á
hann, þegar hann þakkaði
fyrir sig, og hann vissi hvað
hún hugsaði. Hann vorkenndi
henni.
Hann fór ekki að dansa
aftur fyrr en skömmu áður
en dansleiknum lauk. Þá
dansaði hann við stúlku, sem
hann þekkti og hann bauð
henni í partíið, sem átti að
halda heima hjá vini hans.
Hún þáði það. Hann var orð-
inn óstyrkur á fótunum, og
allir hlutir í kringum hann
voru orðnir svo óverulegir.
Hann var orðinn tilfinninga-
laus og löngunin til að elska
var horfin. Þau fengu sér
leigubíl heim til vinar hans.
Hópurinn var orðinn stór, og
þau keyptu: tvær flöskur af
áfengi ’ á léiðinni. Stúlkan,
sém hann þékkti ekki, sat
Við hliðina á honum í bílnum.
Hún var orðin nokkuð drukk-
in. Hún hló hátt. og það fór
í taugarnar á honum. Hann
fór að skamma hana, en hún
sagði honum að halda kjafti.
Honum kæmi ekkert við hvað
hún gerði
Þegar þau komu á áfanga-
staðinn hélt hann áfram að
drekka Þau byrjuðu að dansa
eftir tónlist í útvarpinu. Sum
voru byrjuð að elskast. Hann
drakk og þau drukku. Aftur
fór hann að hugsa, og nú
sérstaklega um eina stúlku,
sem hann hafði haldið að
hann elskaði. Hún var góð og
blíð. Hann grét þegar hann
vildi hana ekki lengur. Nú
langaði hann að hitta hana
aftur. Hann gekk fram í
í anddyrið til að hringja.
Hann mundi hvaða síma-
númer var heima hjá henni.
Þegar hann gekk fram hjá
einu herberginu sá hann vin
sinn þar inni með einni
stúlkunni. Hann veifaði og
vinur hans veifaði á móti.
Hann heyrði óljóst að renni-
lás var rennt niður, síðan
var staðið upp og hurðinni
lokað.
Hann gekk að símanum og
hringdi. Móðir hennar kom í
símann. Hún hafði auðsjáan-
lega sofið og var reið. Hann
spurði eftir blíðu stúlkunni.
Móðirin spurði hvað hann
meinti með því að hringja
dauðadrukkinn um miðjar
nætur, og skellti á. Hann
hringdi aftur. Það svaraði
enginn. Síminn hafði ugglaust
verið tekinn úr sambandi.
Hann skildi tólið eftir á borð-
18
FALKINN