Fálkinn - 17.01.1962, Blaðsíða 22
M.Wtvvr-'-S'-:-
■C"
• • :
.
■ ■
Mýir lesendur geta byrjaö hér:
Eftir margra ára fjarveru snýr Bettina aftur til fæðingarbæjar síns, Tiibingen.
Á ytra borði er ástæðan til heimkomunnar sú, að maður hennar, Julian Brandt
apótekari, sækir um skilnað, til þess að gifta sig aftur. Þrjú börn Bettinu, Albert,
Doris og Wolfgang hafa alist upp í þeirri trú, að móðir þeirra sé látin. Börnin
mótmæla ákaft áætlun föður síns um að giftast aftur Gabrielu Holthuys, ungri
konu, sem Albert fullyrðir að sé léttúðardrós. Hið sanna er, að Gabriela átti barn
í lausaleik og stóð ein uppi. Hún bjó með ríkum manni og fékk slæmt orð á
sig af því. Albert hefur hitt móður sína, án þess að vita hver hún er. Minna
gamla, sem alið hefur börnin upp, grátbænir Bettinu að fara aftur, en þegar
hún neitar því segist hún ætla að sýna henni mynd af Doris annars vegar og
Hohenperch prins hinsvegar, en hann var ástæðan til þess að Bettina hvarf að
heiman.
22 FÁLKINN
Doris starði á þessa fögru konu, sem
sat við hlið henni í sófanum. Gat það
átt sér stað, að þessi ókunna kona væri
móðir hennar, sem dó í Davos fyrir
átján árum.
— Nei! hrópaði hún aftur. — Það er
ómögulegt. Móðir mín er dáin.
Hún spratt á fætur. Dökk augu
hennar leiftruðu og kinnar hennar voru
rjóðar af reiði. Nafn móðurinnar var
henni heilagt. Hvernig gat gjörsamlega
ókunn kona birzt skyndilega og fullyrt,
að hún væri móðir hennar.
í fyrstu var Bettina ráðvillt. Þegar
hún skynjaði viðbrögð dóttur sinnar,
fannst henni að hjarta sitt væri orðið
að steini. Hafði hún í rauninni nokkurn
rétt til þess að kalla þessa ungu og
fallegu stúlku dóttur sína? Hafði hún
ekki að eilífu glatað börnum sínum,
þegar hún yfirgaf fjölskyldu sína og
heimili? Aftur fann hún, að hún var
dauðþreytt, og nú varð löng og djúp
þögn. Frá götunni heyrðust kunnugleg
hljóð, — gamall hestvagn sem ók skrölt-
andi niður götuna og dyrnar á apótek-
inu, sem stöðugt opnuðust og lokuðust
aftur. En þögnin var eins og múr um-
hverfis þessar tvær verur, sem sátu í
sófanum.
Doris vissi ekki hvað hún átti af sér
að gera. Helzt langaði hana til þess að
hlaupa upp í herbergið sitt og læsa þar
að sér. Þá heyrðist skyndilega fótatak
í stiganum undir þeim. Julian er að
koma, hugsaði Bettina. Ég vona að það
sé Wolfgang, hugsaði Doris, því að ef
einhver gat komið til hjálpar á þessari
stundu, þá var það Wolfgang. Hún
hrópaði niður:
—- Wolfi! Wolfi! Við erum búin að
fá heimsókn.
Og það var einmitt Wolfgang sem
kom. Hann stökk upp stigann í löngum
skrefum og stóð skyndilega fyrir
framan þær. Hann var í bláköflóttri
skyrtu, stuttbuxum, stuttum sokkum
og sandölum. Dökkt hár hans var
ógreitt og augun óvenjulega blá í sól-
brúnu andlitinu. Þetta voru augu
Bettinu. .. .
Bettina fékk kökk í hálsinn. Þarna
stóð þá annar sonur hennar! Hún virti
vandlega fyrir sér andlit hans og reyndi
að gera sér í hugarlund það sem hræð-
ist á bak við þetta breiða enni.
Wolfgang brosti til hennar sínu blíð-
asta brosi og hneigði sig djúpt. Síðan
sneri hann sér að Doris og andlit hans
var eitt stórt spurningarmerki.
— Þú skilur það Wolfi, að. . . . Hún
þagnaði í miðri setningu og leit niður
í gólfið. Síðan leit hún snöggt á Bettinu.
— Þú skilur, að þessi kona.... hún
segist sem sagt.... segist vera móðir
okkar!
Wolfgang var að því kominn að
hlæja. Honum datt skyndilega í hug
gamanmynd, sem hann hafði nýlega
séð í bíó. En hann stillti sig og leit
forvitnislega á Bettinu. Ævintýra-
manneskja? En áður en hann hafði