Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 23

Fálkinn - 17.01.1962, Qupperneq 23
I gert upp við sig, hvað hann ætti að segja eða gera, stóð ókunna konan á fætur, rétti báðar hendur á móti honum og sagði: — Já, Wolfgang,: ég. .. . Wolfgang hörfaði hægt aftur á bak. — Þér verðið að véra svo góðar og hafa okkur afsökuð, sagði hann óstyfk- um rómi. — En við erum alls ekki undir þetta búin. Þetta kemur okkur alveg á óvart. Enginn hefur sagt okkur. ... Kannski við ættum að bíða með allar útskýringar, þangað til pabbi kemur heim. Við eigum von á honum á hverri stundu. Samstundis heýrðu þau, að einhvér gekk inn hliðið í garðinum. Allir hlust- uðu og biðu fullir eftirvæntingar. Þá héyrðust röskleg, en dálítið óregluleg skref. Þetta hlaut að vera Minna! Gamla konan gekk hægt upp tröpp- urnar í áttina að eldhúsinu og bar í báðum höndum körfur fullar af varn- ingi.. Einmitt um leið og hún var í þann veginn að hverfa inn um eldhús- dyrnar. leit hún upp og kom auga á þessar þrjár þögulu verur, sem stóðu þarna á stigapallinum. Með háum dynk setti hún báðar körfurnar frá sér á gólfið. — Bettina! Hversu mikil ásökun og ótti fólst ekki í þessu eina litla orði! — Var ég ekki búin að segja þér, að þú ættir... . Lengra komst hún ekki. Eins og gagntekin einkennilegri tilfinn- ingu kvíða og vonleysi störðu þau öll fjögur niður í körfurnar, sem voru barmafullar af tómötum, agúrkum, gul- rótum og öðru grænmeti. Minna varð fyrst til þess að rjúfa þögnina. Hún leit ásakandi á Bettinu. — Og til þess að kóróna allt saman, þá mætti ég Ceciliu frænku á torginu, sagði hún uppgefin. — Hún spurði mig nærgöngulla spurninga og nú er það áreiðanlega komið út um allan bæ að þú sért hér og búir á Gulleyjunni. Hún sagðist ætla að segja börnunum strax alla söguna, það væri skylda sín. Ég býzt við, að við megum búast við henni núna á næstunni. Wolfgang ýtti Doris ögn til hliðar og hneigði sig. — Ég vona að þér afsakið, þó við drögum okkur í hlé. Bettina vissi ekki hverju hún ætti að svara. Hún leit aðeins bænaraugum á börnin. Wolfgang var í miklu uppnámi, án þess að skynja það. Ef það var nú í raun og veru satt.,. . . Ef þessi fagra og unglega kona væri í raun og veru móðir hans. . . . — Komdu Doris, sagði hann skipandi. En nú kom Minna til sögunnar og kallaði hátt: — Hvað er þetta, börn? Ætlið þið að taka svona á móti móður ykkar eftir öll þessi ár. Þið gætuð í það minnsta boðið hana velkomna með kossi! Wolfgang sneri sér frá dyrunum. — Hvers vegna skyldum við gera vorum börn þá var engin móðir, sem kyssti okkur. Og nú — erum við full- orðið fólk! Hann hneigði sig aftur og gekk leiðar sinnar. En Doris hikaði. Orð Minnu hljóm- uðu fyrir eyrum hennar. Það var þá satt. Þessi fagra kona, sem stóð þarna með tár í augum og leit á hana, var sem sagt móðir hennar. Doris hafði tekið eftir, hversu orð Wolfgangs höfðu sært hana, hversu hún hafði fölnað, er hann sagði þau.... Stúlkan gekk tvö skref áfram, tók utan um hálsinn á Bettinu og kyssti hana á kinnina. Síðan reif hún sig lausa og hljóp burt. Við dyrnar á herbergi hennar beið Wolfgang. Hann hristi höfuðið, þegar hann sá, að hún vatnaði músum. — Skelfing geturðu verið meir, sagði hann önugur. Doris sendi bróður sínum haturs- fullt augnaráð. — Láttu mig í friði, fíflið þitt, hróp- aði hún. — Þú ert viðbjóðslegur! -o-o-o- Þær stóðu einar eftir hlið við hlið. Bettina þerraði tár af hvarmi með vasaklút. Síðan gengu þær saman inn í eldhúsið, þar sem Minna byrjaði að taka upp úr körfunum. Á botni annarr- ar þeirrar var pakki. Hún opnaði hann og í honum reyndist vera.... tvær ljósmyndir. Önnur var nýleg mynd af Doris, hin var gömul mynd af dansleik. Bettina þekkti hana strax aftur. Hún. lagði augun aftur andartak. Hversu vel hún mundi, þegar þessi mynd var tekin! Til vinstri sá hún sjálfa sig með kampavínsglas í hendinni. Til hægri stóð ungur ljóshærður maður með lítið og fyrirmannlegt nef og djúpt höku- skarð. Með sínum óvenjulegu stóru og dökku augum horfði hann bersýnilega beint framan í ljósmyndarann. í fari þessa manns var ekki margt sem minnti á gráhærða kvennamanninn, sem nú heillaði hjörtu kvenfólksins í Tubingen. Og samt var þetta einn og sami maður- inn. . . . — Egön! hvíslaði Bettina. — Það er ómögulegt! Hún stóð lengi þegjandi og starði á myndina. Síðan spurði hún full eftir- væntingar: Frh. á bls. 30. rXLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.