Fálkinn - 12.12.1962, Page 2
Þegar jólaauglýsingar útvarpsins fara að glymja í eyrum ykkar, væri ekki úr vegi að leggja
vel við hlustirnar að þessu sinni, sérstaklega þegar auglýst eru hin kunnu kjörorð ýmissa
verzlana, eins og til dæmis Bara hringja svo kemur það frá Silla og Valda. Jólagetraun
Fálkans er fólgin í því, að birt eru tíu kjörorð verzlana hér í bæ, en okkur hefur orðið á í
messunni við niðurröðun þeirra og biðjum þess vegna lesendur að koma til liðs við okkur
og setja hvert kjörorð við nafn þess fyrirtækis, sem á það. Ekki er að efa, að fjölmargar
réttar lausnir munu berast okkur, og verður þá að venju dregið úr réttum lausnum og sá
hamingjusami fær glæsilega jólagjöf frá Fálkanum, þurrkuhjálm, af vönduðustu gerð, ef
kvemnaður hlýtur hnossið, en rafmagnsrakvé 1, ef um karlmann verður að ræða. Tækin eru
bæði frá Heimilistæki h.f., Hafnarstræti. Lausnir þurfa að hafa borizt fyrir áramót, og er
mönnum í sjálfsvald sett, hvort þeir klippa seðilinn hér úr blaðinu eða senda okkur lausn-
ina á lausu blaði.
1. ALLT Á SAMA STAÐ .... Kjartan Ásmundsson
2. AUGLYST bók er ávallt til .... Silli og Valdi
3. HEIMSENDING ER ÓDYRASTA HEIMILISHJÁLPIN .... Loftleiðir
4. ALLT I RAFKERFIÐ .... Silli og Valdi
5. ÞUSUNDIR MUNA A þremur hæðum .... Húsgagnaverzlun Austurbæjar
6. BARA HRINGJA SVO KEMUR ÞAÐ .... Verzlunin Valver
7. LOFTLEIÐIS LANDA Á MILLI .... Bókabúð Norðra
8. AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ .... Raftækjaverzl. Halldórs Ólafss.
9. EF ÞÉR EIGIÐ UNNUSTUNA, ÞÁ Á ÉG HRINGANA .... EgiII Vilhjálmsson h.f.
10. GLÖÐ BÖRN GERA GLEÐILEG JÓL .... Verzlunin Sti’aumnes
Spreytið ykkur á JÖLAGETRAUN FÁLIvANS og setjið hvert kjörorð við nafn þess fyrirtækis sem á
það. Verðlaunin eru glæsileg jólagjöf, þurrkuhjálmur eða rafmagnsrakvél.
Lausnir þurfa að hafa borizt fyrir áramót.
I.