Fálkinn - 12.12.1962, Síða 3
Góðar bækur til JÓLAGJAFA
Guðrún frá Lundi:
Stýíðar fjaðrir II.
Sigríður Björnsdóttir
frá Miklabæ:
1 Ijósi minninganna.
Ingimar Óskarsson:
Skeldýrafána íslands.
Hugrún:
Valborg Bentsdóttir:
Til þín
Sr. Sigurður Ólafsson:
Sigur um síðir.
Ingibjörg Jónsdóttir:
Ást í myrkri.
CYBIL SCOTT:
Fullnuminn
í þýðingu Steinunnar Briem.
MABTÍNUS:
Leiðsögn til
lífshamingju.
SHOLEM ASCH:
Gyðingurinn.
U nglingabœkur
Leifturs
Spyrjið um útgáfubœknr
Guðrún frá Lundi, er eins og öllum er kunnugt, meðal vinsælustu og mest
lesnu höfunda landsins, og vinsældir hennar hafa haldizt frá fyrstu bók.
Bækur hennar seljast að jafnaði upp fyrir hver jól.
Frú Sigríður Björnsdóttir er ein þeirra, sem menn hljóta að hlýða á sér til
ánægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og íhugul, og setur hugsanir sín-
ar fram með aðdáanlegu látleysi. í LJÓSI MINNINGANNA er fögur jólagjöf.
Þegar Flóra íslands kom út fyrst, var hún réttilega talin stórvirki, sem mark-
aði spor í menningarsögu þjóðarinnar. Þetta verk Ingimars er fyllilega sam-
bærilegt við Flóru íslands, og hefur margur hlotið doktorsnafnbót fyrir
minna afrek. Þessi bók er tilvalin jólagjöf handa greindum unglingum, en
athugulir menn á öllum aldri hafa af henni mikla ánægju.
Sagan af Snæfríði prinsessu og Gylfa gæsasmala. Ævintýri með myndum.
Hugrún á miklum vinsældum að fagna bæði hjá lesendum og útvarpshlust-
endum. Þetta ævintýri hennar verður vinsæl barnabók.
Ástarljóð til karlmanna með skreytingum eftir Valgerði Briem. Valborg er
sérstæð í íslenzkri ljóðagerð. Hún yrkir ástarljóð til karlmanna. Hún er ný
Vatnsenda-Rósa. Þetta er bók, sem margur mun lesa sér til ánægju.
Sjálfsævisaga Vestur-íslendings, sem braust til mennta. Var m. a. sjómaður,
sporvagnstjóri og innheimtumaður. Var síðar prestur í íslendingabyggðum
á Kyrrahafsströnd og í Manitoba. Sérstæð bók um elju og dugnað, sem gagn
og ánægja er að lesa.
Ást í myrkri er saga úr skuggalífi Reykjavíkur. Lesandinn er leiddur bak
við tjöldin, og þar er brugðið upp myndum sem fæstir sjá, en margir hvísla
um sín á milli. — Höfundur bókarinnar, Ingibjörg Jónsdóttir, er ung kona,
fædd í Reykjavík. Lýsingar hennar eru hispurslausar og berorðar.
FULLNUMINN er bók, sem náð hefur feiknalegum vinsældum um allan heim.
Höfundurinn, hið víðfræga brezka tónskáld og dulfræðingur, Cyril Scott,
segir í henni af kynnum sínum af heillandi og ógleymanlegum manni, er
hann nefnir Justin Moreward Haig. — Sagan er bæði dularfull og þó svo
spennandi, að allir sem lesa hana hafa af henni óblandna ánægju.
Kenningar Martinusar eru lausar við kreddur og þröngsýni. Hann bendir
mönnum á leið andlegs frelsis. Um Martinus sagði hinn heimsfrægi rithöfund-
ur og dulspekingur, dr. Paiil Brunton: Það að kynnast honum er sama og að
opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímynd þeirrar vizku, ósér-
plægni og kærleika, sem myndar innsta kjarnann í kenningum hans.
ÞýSing Magnúsar Jochumssonar.
Höfundur þessarar bókar er heimsfrægur maður, sem nú er látinn fyrir
nokkrum árum. Verkið er í þremur köflum, og er þetta síðasta bindið. Hin
tvö fyrri eru Rómverjinn og Lærisveinninn. Hver kafli verksins er þó sjálf-
stæð ævisaga þess, er segir frá. Gyðingurinn lýsir lífi alþýðunnar í Jerúsalem
á dögum Krists, og hann er sjónarvottur að lækningum og kraftaverkum
meistarans.
eru löngu viðurkenndar. Þær eru skemmtilegar og ódýrar. Árlega gefur Leift-
ur út margar unglinga- og barnabækur og er það nú orðið allstórt safn. —
Fyrir þessi jól koma nýjar bækur í hinum vinsælu bókaflokkum: Matta Maja,
Hanna, Stína flugfreyja, Bob Moran, Kimbækurnar, Konni sjómaður og ný
bók um Lísu Dísu, sem heitir Lísa Dísa yndi ömmu sinnar. — Auk þess koma
margar nýjar, svo sem ,,Ég er kölluð Kata“, Kalli og Klara, Anna Lísa og
Ketill (framhald bókarinnar Anna Lísa og litla Jörp), Fjögur barnaleikrit
eftir Stefán Júlíusson, Gömul ævintýri í þýðingu Theodórs Árnasonar (en
þau eiga samstöðu með Grimms ævintýrum) og svo hinar frægu tyrknesku
kýmnisögur um Nasreddin skólameistara, í þýðingu Þorsteins skálds Gísla-
sonar, með teikningum eftir Barböru Árnason.
LEIFTURS
Þær eru skemmtílegar og odýrar
FALKINN I