Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 12

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 12
í stórverzlun einni spurði jólasveinninn lítinn dreng, hvað hann vildi fá í jólagjöf, og drengurinn svaraði: -— Fyrst að yður er alveg sama, þá vildi ég helzt eignast nokkur hluta- bréf. — Mesti einmanaleiki, sem hægt er að 'hugsa sér, er þegar maður fer í verzlun á þriðja í jólum og kaupir sér hálsbindi. — — Hvað er að heyra, sagði gæsamamma við ung'- ann, sem hafði blótað á aðfangadagskvöld. — Ef hann faðir þinn heyrði þetta, mundi hann snúa sér sjálf- krafa við í sósunni. * Faðirinn í samkvæmi rétt fyrir jólin: — Ég man eftir síðustu jólum. Þau voru yndis- leg. Þegar börnin voru komin í háttinn vorum við alein, raf- magnsjárnbrautarlestin og ég. — Eitt af vandamálum nútím- ans er það, að of margir full- orðnir og of fá börn trúa á jóla- sveininn. * í Florida í Bandaríkjunum er stranglega bannað að fara í bað án baðfata. Ef lögreglu- þjónn sér í gegnum glugga að einhver fer allsber í bað, er honum leyfilegt að sekta við- komandi. Var ein frú í fyrra sektuð, er hún var að taka sér jólabaðið. * Munið eftir hinum sjúku um jólin. Minnizt þess, að allir geta orðið veikir. Og jafnvel þótt gleði ríki þarna á myndinni, þá gleym- ið ekki, að þér getið aukið á þá kátínu. Fyrir jólin var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka, og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru 'hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi, og er til enn í dag, að guð láti koma þíðvindi og þurrk rétt fyrir jólin, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk er vant að kalla fátækraþerri. Ef fagurt sólskin og heiðviðri er á jóladaginn, verð- ur gott ár. Ef hreinviðri er og úrkomulaust á aðfanga- dag og jólanótt, boðar það frostasamt ár, en ef öðru vísi viðrar, veit á betra. Ef stillt er og bjart á gaml- ársdag, verður gott ár það, sem í hönd fer. Ef gott er um jólin, verður illt um páskana, en ef gott er um páskana, verður illt um næstu jól. Þetta er dregið saman í talsháttinn: Rauð jól, hvítir páskar; hvít jól, rauðir páskar. * VISMAKEPPNI FALKAMS Vinsældir vísnasamkeppninnar hafa verið geysilegar. Enn treystum við því, að lesendur stígi á bak skáldafáknum og láti fjúka í kviðlingum, en taumhald verða þeir að hafa á hestinum, og síður viljum við verða þess valdandi, að les- endur gerist sekir mn fantareið. Mimið einnig, að sletta ekki for á fákinn, því að leirinn er enginn fegurðarauki á Pega- susi. Hér kemur loks fyrripartur um blessuð jólin: Vona ég að verði um jól veður kyrr og góð. Hér var víða sá siður við lýði, að fara í kaupstað fyrir jólin. Fengu margir sér þá á jólakútinn, sem kallað var, til þess að hressa sig um hátíðirnar. Var stundum lagt út í tvísýnu til að ná í jólahressing- una og gerðust þá oft í meira lagi kröggur í vetrar- ferð, ekki sízt ef langt var að fara og ekki fékkst á kútinn fyrr en í annarri sýslu. Nú taka menn aðallega til við kútinn á Þorláksmessu. * Prédikarinn og púkinn um jólin: Já, kaupmenn Jólin eru hátíð eru náttúrlega barnanna. börn i vissum skilningi. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.