Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 14

Fálkinn - 12.12.1962, Page 14
GLEÐILEG JOL! Umboðsmenn: H.F. HAIUAR, Reykjavík jcta POSTHÓLFID Sjónvarpsdagskrá. Herra ritstjóri. — Þetta bréf á sennilega ekkert erindi í blað yðar, því að það fjallar að naestu leyti um mál, sem blaðinu kemur ekkert við. En af því að blaðið er hlutlaust og skiptir sér ekki af flokkadeilum eða tekur þátt í hinu hversdagslega dægurþrasi, ætla ég að hætta á, að senda yður þennan pistil um málefni, sem mér er mjög hugleikið. Eins og þér sjálfsagt vitið, skiptast menn hér á landi í tvo hópa, með eða móti sjónvarpi. Ég er svarinn fjandmaður þess ófögnuðs, því að ég veit fyrir víst, að með tilkomu þess þurrkast þjóðleg einkenni íslendinga út. Nú er svo komið, að reist hefur verið sjónvarpsstöð hér á landi í Keflavík og stöðin er það sterk, að sendingar ná til höfuðborgarinnar. Margir höfuðborgarbúar liggja hundflatir fyrir þessari plágu, sitja flestum stundum fyrir framan sitt sjónvarp og hugsunar- háttur þeirra verður æ bandarískari, hundheiðnir bandarísk- ir cígakóbófar verða þeirra goð og hnefaleikar koma í stað 'hins daglega brauðs — jafnvel litlu börnin fara að segja daddy — ó. Mér finnst ekkert sjálfsagðara en öll blöð, meðan þau telja sig íslenzk og fylla síðurnar íslenzku máli, að þau vari við áhrifum frá þessari bandarísku stöð. Eitt blaðanna hér í borg leggst svo lágt, að birta dagskrá þessa hermanna- sjónvarps. Það tel ég ekki virðingu neins blaðs samboðið eða ,,under al kritik“ eins og maður sagði í gamla daga. Mér finnst sú hegðun þessa blaðs aðeirts til þess að ýta undir, að menn horfi á ófögnuðinn, sorann, verði sollinum sam- dauna. Og ætli þess verði langt að bíða, að af upsum húsa drjúpi erlent regn ... „X — ray.“ Svar: Viö viljum biöja bréfritara afsökunar á f>ví, aö viö birtum ekki, nema hluta bréfs hans, þann hluta, sem mestu máli skiptir. Hins vegar töldum viö rétt aö birta bréfiö, þótt fariö væri inn á annan vettvang, en blaöiö hefur hingaö til fetaö sig áfram á. Á þessu máli eru margar hliöar, en bréfritari sér aöeins eina hliö. Þau blöö sem birt hafa dagskrá sjónvarpsins í Keflavík hafa gert þaö í þeim tilgangi aö þjóna lesendum sínum. En þessi ráöstöfun á sér hliöstæöur erlendis. Þannig birta dönsk blpö sjónvarpsdagskrá i Þýzkalandi og SvlþjóÖ og segja frá hinu markveröasta á dagskrá hermannastööva l V-Þýzkalandi. Sjónvarpsstööina í Keflavík veröur aö skoöa sem hverja aöra erlenda stöö. Hér á landi hafa menn lilustaö á erlendar útvarpstöövar í áratugi og ekki hefur veriö amast viö því. Þegar íslenzka útvarpinu óx fiskur um hrygg, þá dvínaöi nokkuö sú árátta, en enn er hlustaö á erlendar stöövar. Viö því er ekkert aö gera. Og meö tilkomu íslenzks sjónvarps, þá hlýtur svo aö fara, aö almenningur kjósi fremur efni, sem hann skilur hvert einasta orö, en hitt, sem er honum meira og minna á huldu. XJmfram allt mega menn ekki misskilja viöleitni íslenzkra blaöa, þegar þau reyna, aö þjóna lesendum sínum sem bezt. Póstþjónustan fyrir jólin. Kæri Fálki. — Mér datt svona í hug að skrifa ykkur, ef bréfið birtist nógu tímanlega til þess að póstþjónustan okkar gæti séð það í tíma og kynnt sér innihaldið. Ég er ein af þeim manneskjum sem set jólabréfin snemma í póst og kunningjar mínir gera það flestir. Svo er mál með vexti (svo ég noti nú máltæki allra bréfritara), að um jólin í fyrra var ég búin að fá fyrstu jólabréfin um hálfum mánuði fyrir jól. Voru þau greinilega merkt „jól“. Nú er ég ákaflega forvitin, svo að auðvitað varð það mitt fyrsta verk, að rífa umslögin upp. En sumir eru sjálfsagt svo vel af guði gerðir, að þeir geta geymt sér að opna umslögin þangað til á aðfangadagskvöld. En ég er ekki þannig. Mig langaði bara til þess að vita, hvort þið vilduð skjóta þessu að blessuðum póstmeistaranum. Bráðlát. Svar: Viö vonum, aö póstmeistarinn lesi þetta bréf. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.