Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Side 21

Fálkinn - 12.12.1962, Side 21
Ef allt saman væri einhvern veginn öðruvísi — þá skildi ég vera þér betri. Hann botnaði ekki í, hvað hún átti við. Gat hún verið honum betri? Honum fannst það ekki. Annars hafði það lítið að segja, að hann skildi hana ekki til fulls. Enginn hlutur hafði neitt að segja. Þeim leið svo fjarska vel. Eða að minnsta kosti honum. Hann minntist þess ekki, að þeim nokkurn tíma síðar hefði liðið jafnvel. Samt var þetta ekki eina árið, sem þau sátu saman undir Slútsteini. Slútsteinn. Það var þar, sem ég á heima, var hann vanur að þrástagast á við sjálfan sig í hjásetunni snemm- sumars. Skelfing höfðu þeir dagar verið lang- ir. Og ekki dugar að þegja. Og ein- hvern verður maður að hafa að skrafa við. Auk fjárhundsins, sem hann átti ekki sjálfur og sem fylgdi honum ein- göngu af því, að húsbóndinn hafði skip- að honum það. Og sem stundum strauk frá honum. Slútsteinn aftur á móti sat fastur. Þar undi hann sér bezt. Hann mundi þau sumur, að það hafði verið gott að eiga sér vísan samastað. Svo var það í hitteðfyrra, að sólskin- ið brást þeim. Það var farið að hreyta úr lofti löngu áður en Sigga kom. Og veðrið versnaði, eftir því sem á leið daginn. Samt hafði hann ekki getað setið á sér að spyrja, hvort þau ættu ekki að skreppa upp undir klettinn sinn? Þá hafði móðir hans orðið heldur en ekki önug: Ég ætti ekki annað eftir! í veðrinu því arna. Þegar orðin gagndrepa, — og allt saman vegna þín. Ætti það ekki að vera nóg? Drengnum var litið út um gluggann. Regnið rann niður rúðurnar, það var satt og víst. Verra var þó, að síðar um daginn hafði móðirin innt húsfreyju eftir, hvort hann ætti það ekki til að vera dálítið eigingjarn, hann Jónki litli? Það er svo með börn, að þar bólar á ýmsu, hafði húsfreyja svarað — fremur stutt í spuna. Og bætti við afundin eftir stundar- korn: Og svo er nú það, að yrmlingunum kippir oftast í kynið — í aðra hvora ættina. Daginn eftir hafði Jónka gefizt tóm Framh. á bls. 42. FALKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.