Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 22

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 22
r r HJA VONDU rO ★ Útsýnið vestur. Það er fallegt að horfa héðan úr Reykjavík vestur á Snæfellsnesið þar sem það skartar jöklinum fremst, hvít- um og tígulegum en dálítið köldum ef maður kynnist honum nánar. Séra Árni Þórarinsson sem var prest- ur á Snæfellsnesi í nær fimmtíu ár seg- ir í ævisögu sinni sem Þórbergur Þórð- arson skrásetti, að Snæfellingar hafi verið höfðingjar í lund og það meir en hann hafi kynnzt í öðrum héruðum. Gestrisni þeirra hafi verið frábær. En þeir kostir þeirra sem honum þótti mest um voru trúarstyrkur þeirra og dular- gáfur. Iðrun sagði hann að þekktist ekki á Snæfellsnesi og það fyrsta sem börn lærðu að segja væri NEI. Og sitthvað fann Árni að Snæfellingum stórt og smátt. Eitt bindi ævisögu séra Árna heitir „Hjá vondu fólki“, en Þórbergur tekur það fram að það sé hans verk og Hallberu spákonu. En þetta bókar- heiti hefur festst við þá fyrir vestan. Og þegar við fyrir nokkru heim- sóttum Snæfellinga, kynntumst við engu öðru en höfðingsskap og gestrisni. — Ef þið farið vestur, þá komið við hjá séra Árna Pálssyni í Söðulsholti, sagði maður við okkur rétt áður en við lögðum af stað. Og þegar við á vestur- leið ökum framhjá Söðulsholti, sjáum við að bíll kemur heiman traðirnar og við nemum staðar og bíðum. Þarna var á ferð séra Árni Pálsson að aka heim nemendum sínum. Við sögðum honum að á suðurleið á morgun langaði okkur að rabba við hann. — Um hvaða leyti verðið þið á ferð- inni? spurði hann. — Snemma gerum við ráð fyrir. — Það er ágætt. Komið fyrir hádegi. það er heppilegra því ég kenni seinni partinn. ★ f Söðulsholti. Og daginn eftir góðri stund fyrir há- degi vorum við í Söðulsholti. Séra Árni tekur á móti okkur og vísar til stofu. Hann er ungur maður, rúmlega þrí- tugur, skemmtilegur og þægilegur í viðmóti. — Konan er að kenna, segir hann. — Það er hún sem er skólastjórinn, en ég hjálpa svona til, svo keyri ég skólabílinn sem er reyndar Land Rover- inn minn. Ég sæki börnin á morgnana og ek þeim heim á daginn. Það er mik- ill styrkur að hafa skólann því börnin eru skemmtileg. Ég held það sé nauðsyn- legt fyrir sveitapresta að hafa skóla. — Eru margir nemendur? — Þeir eru fimmtán. Það er tvískipt, eldri og yngri deild, hálfan mánuð í einu. En hér er verið að byggja nýjan skóla sem þið sjáið þarna niðurfrá, — og prestur gengur út að glugganum. — Þarna er heitt vatn og sundlaug. Þetta á að vera heimavistarskóli fyrir börnin hérna í næstu hreppum og þegar vegur hefur verið lagður um Heydal koma þau af Skógarströndinni líka. Með tím- Blaðamaður og ljósmyndarí FÁLKANS brugðu sér vestur á Snæfells- nes og nutu þar frábærrar gestrísni hjá „vondu fólki“. Þeir heim- sóttu systurson og nafna séra Árna Þórarmssonar, séra Árna Páls- son í Söðulsholti og ýmsa fleiri. Hvarvetna er rætt um drauga, séra Árna Þórarinsson og fleira skemmtilegt. Séra Árni Pálsson í Söðulsholti (myndin til vinstri). Á myndinni til hægri er kona hans ásamt nemendum sínum. „Það er hún sem er skólastjórinn,“ segir séra Árni, „en ég hjálpa svona til.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.