Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 28
Heimkoma.it
Þegar kvöldaði, jókst norð-vestan
stormurinn, og þung ský fóru lágt yfir
heiðinni. Þau voru grá, líkt og fé í
vorbyrjun, áður en það er rúið, og úr
þeim féllu fáein snjókorn.Maðurinn nam
staðar andartak og leit hugsandi til
himins. Hann þefaði nokkrum sinnum,
líkt og hann vildi með aðstoð þefskyns
síns komast að því, hvað veðurguðirnir
hyggðust fyrir. Síðan hélt hann göngu
sinni áfram, einbeittur á svip, eftir
vegi, sem var ekki annað en fáein ó-
greinileg hjólför í iynginu. Hann hafði
komið síðdegis með áætlunarvagninum
og var nú búinn að ganga 3—4 mílur.
með þessu slangrandi göngulagi, sem
einkennir hermenn, nautreka og flakk-
ara, fólk, sem er vant miklum og löng-
um göngum. Og það leit út fyrir að
hann gæti auðveldlega gengið annað
eins í viðbót, án þess að þreytast.
Þegar rökkva tók, jókst stormurinn
enn. Hann þrýsti barðabreiða hattinum
fastar að höfði sér og greikkaði sporið,
líkt og þolinmæði hans væri nú loks á
þrotum. Hann var aleinn á heiðinni,
langt í fjarska hyllti undir eyðilegt
býli, þar sem hlýlegum lyngmó hafði
verið hiaðið við leirvegina. Á þessari
löngu göngu sinni hafði hann aðeins
mætt einni mannveru, bónda, sem stóð
við bæ sinn skammt frá veginum. Bónd-
inn hafði varla tekið undir kveðju hans
en starað undrandi á þennan ókunna
mann, sem gekk áfram inn í heiðina
klæddur stórum kragastígvélum og
skikkju, sem líktist helzt hermanna-
skikkju, erlendri að sniði.
Það var orðið dimmt og snjórinn
féll þéttar, þegar hjólförin urðu að öng-
vegi, sem lá niður bratta brekku.
Maðurinn var augsýnilega á velþekkt-
um slóðum, því að hann hélt hiklaust
áfram unz hann fann að hann gekk á
mjúku engi. Þá gekk hann hægt niður að
ánni. í myrkrinu greindi hann hið gráa,
streymandi vatn. Hann dró öndina
léttar, eins og sá, sem eftir langa leit
nær loks takmarki sínu.
Maðurinn gekk eftir árbakkanum,
unz hann kom að lítilli trébrú. Henni
hafði verið lokað með fjöl, sem var
bundin við handriðin með reipi úr hrísi.
Hann hugsaði með sér, að þetta ætti
að vera aðvörun við að fara út á brúna
— hún hlaut að vera brotin einhvers-
staðar. En hann ætlaði nú samt að
reyna að komast yfir. Hann var ekki
vanur að skeyta mikið um aðvaranir.
og það var jú atvinna hans að bjóða
hættunni byrginn.
Hann kippti fjölinni úr, og lét hana
detta. Eitthvað, sem gaf frá sér syngj-
andi málmhljóð, slóst við handlegg
hans. Það reyndist vera plógjárn, sem
hafði verið hengt á handriðið ásamt
broti úr vagnhömlu. Hann vissi vel,
hvað þetta þýddi, en rumdi aðeins ó-
þolinmóðlega og gekk út á brúna. Hún
ruggaði geigvænlega, en hann hélt á-
fram. í myrkrinu og hríðinni gat hann
aðeins séð fáein skref fram fyrir sig.
Skyndilega var ekkert áframhald af
handriðinu. og þegar hann steig feti
framar gein hið dimma hyldýpi við hon-
um. Það brakaði og brast í brúnni, þar
sem brotin lágu ofan í djúpið. Hann
fikraði sig aftur á bak og snéri varlega
við.
Þegar hann stóð aftur á árbakkanum,,
tók hann' vagnhömluna og sló þrjú
þung högg á plógjárnið. Hljóðið barst
nötrandi gegnum þokuna, yfir ána.
Hann sá, að ljós var kveikt á hinum
árbakkanum, lengra niður frá. Hann
gat sér til, að þessu ljósi hefði verið
komið fyrir í glugga fiskimannshúss
ins. Eftir nokkra stund heyrði hann
24 FALKINN