Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Side 31

Fálkinn - 12.12.1962, Side 31
u.m, að ég stappaði i «ug stáli og ákvað að ganga eftir þessum ókennilega stíg. Ég iagði af stað og undrun mín jókst með hverju skrefi. Við mér blasti kast- ali, stór og tígulegur, með tindum og turnum og öllu því, sem við þekkjum af gömlum myndum. Það fór hrollur um mig og ég tók að skjálfa ofurlítið. Skyldi ég vera að veikjast, varð mér hugsað. Sá ég ofsjónir, eða voru þetta sjónhverfingar? Ég sá ljós loga í ein- um turninum. Það var dauft og brigð- ult, en logaði engu að síður. Síðan sá ég tvö ljós önnur kvikna við hlið þessa eina. Það var ekki um að villast, að einhver hlaut að búa í þessari drauga- höll, einhver, sem hélt jólin hátíðleg með því að tendra þrjú ljós hinna heil- ögu konunga. Ég varð gripinn skelfingu, sneri við í snatri og tók til fótanna. Ég hljóp allt hvað af tók og linnti ekki á sprettinum fyrr en ég kom að litla bænum, þar sem gamli vefarinn býr. Það var hann, sem þú ætlaðir’að heimsækja áðan, — var það ekki? Móður og másandi knúði ég dyra hjá gamla manninum og hann lauk upp fyrir mér að vörmu spori. Strax og hann sá, hversu æstur og óttasleginn ég var, varð honum að orði: — Nú hefurðu séð draug eða hitt frúna. Það er hennar kvöld núna. Ég sagði honum frá því, sem borið hafði fyrir mig, í stuttu máli, og hann hafði varla hlustað á frásögn mína til enda, þegar hann fór að skellihlæja. — Þú varst heppinn, að springa ekki á hlaupunum, sagði karl og það tísti í honum. Mér gramdist, að hann skyldi gera gys að mér, því að ég hafði ekki áður orðið jafn óttasleginn á ævi minni. Þar að auki hafði ég aldrei lagt trúnað á draugasögur og gerði mér meira að segja leik að því, að hrekja þær og finna eðlilegar orsakir þess, sem fólk áleit furðuleg og óskýranleg fyrirbrigði. Karlinn hefur að öllum líkindum orð- ið þess var, að mér mislíkaði spaug hans. Hann bauð mér sæti og sagði: — Ég skal segja þér allt, sem ég veit um þetta, þegar þú hefur kastað mæð- inni. Fáðu þér í pípu og taktu lífinu með ró. Ég ákvað að dveljast eitthvað fram eftir kvöldinu hjá karlinum. Ég var satt að segja ekki í neinu skapi til þess að fara einn aftur heim til mín. •—■ Það er kastalinn Glendarock, sem þú hefur séð. Á hverju jólakvöldi gerist eitthvað, sem við getum kallað hilling- ar. Sagan segir, að síðasti húsbóndinn í Glendarock hafi sótt brúði sína, tigna aðalsdömu, til norðlægara lands. Hann var ruddalegur maður og siðlítill og með öllu trúlaus. Prestur fékk ekki að stíga fæti inn fyrir dyr kastalans, og stranglega var bannað að minnast hátíða kristinna manna. Það er sagt, að einhverju sinni hafi hann í reiðikasti þrifið bænabók úr höndum konu sinn- ar og fleygt henni í eldinn. Það er ennfremur sagt, að jólakvöld Hann beið lengi og loks fór hann að óttast um hana. Hann leitaði og fann hana látna í snjónnm ... eitt hafði hann komið óvörum að konu sinni, þar sem hún kraup fyrir framan lítið krossmark, sem henni hafði tekizt að fela fyrir honum. Við krossmarkið stóð þríarma kertastjaki. Hann þreif stjakann, fleygði honum í gólfið og reyndi af öllum kröftum að ná kross- markinu, sem kona hans ríghélt á. í átökunum um krossinn veittu þau því ekki eftirtekt, að kviknað hafði í for- henginu fyrir framan rúm frúarinnar. Hann reyndi að slökkva eldinn, en tókst ekki. Eldurinn iæsti sig þegar í stað í gluggatjöldin og síðan hann sjálfan. Það leið ekki á löngu þar til kastalinn var allur eitt eldhaf. Frúnni tókst að komast út úr kastalanum, en ógerning- ur reyndist að bjarga manni hennar. Kastalinn brann til grunna og lík manns- ins fannst í rústunum. Gamli vefarinn gerði hlé á frásögn sinni og sló öskuna úr pípu sinni. — En hvað um frúna? spurði ég. — Bíddu hægur, svaraði sá gamli. — Það er ekki öllu lokið enn. Síðan hélt hann áfram: — Frúin gekk í klaustur og lét allar eignir sínar renna til starfsemi þess. En hún fékk leyfi til að fara um hver jól að rústum kastalans til þess að tendra þar þrjú ljós og biðja fyrir sálu hins látna eiginmanns síns. Henni fannst sem hún ætti sök á dauða hans. Jólakvöld eitt, þegar hún fór að rúst- unum, var blindhríð og ógnarkuldi. Hún lét þjón sinn bíða spölkorn frá. Hann beið lengi og loks fór hann að óttast um hana. Hann leitaði í rústunum og fann hana látna. í snjónum við hlið henni loguðu þrjú ljós, sem hún hafði tendrað fyrir sálu hins látna eiginmanns síns .... FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.