Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 32

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 32
SKOPGREIN UM JOLIN EFTIR HANS MOSER Hinn árlegi „Ég hef nú aldrei á ævi minni lent í annarri eins jólaös.“ HEILAÞVOTTUR í dagblöðunum lesum við oft um heilaþvott og furðum okkur á að þess háttar geti gerzt á vorum dögum. En ef ég segi yður nú, að í mínu friðsama landi, Danmörku, verð ég að þola heila- þvott á hverju einasta ári, munuð þér áreiðanlega skellihlæja að mér, því að það sé alveg útilokað. Ég mun samt stöðugt staðhæfa, að ég verð að sæta vísindalegum heilaþvotti árlega hér á landi, sem er svo þrauthugsaður og ýt- arlegur, að hvaða áróðursvél sem er, mætti skammast sín fyrir að vera borin saman við það. Heilaþvottur er aðferð, þar sem hægt er með stöðugri endurtekningu sjón- áhrifa og hljóða eða á annan hátt — en án líkamlegs ofbeldis — að neyða mann til að segja eða gera eitthvað, sem í rauninni stríðir gegn upphaflegri sannfæringu hans eða hennar. Og til að komast að efninu: það er sannfæring mín, að jólin séu tími til að gleðjast í verðugri ró og lotningu, og að bæði aðfangadagskvöldi og jóla- dögunum eigi að verja í skauti fjöl- skyldunnar, þar sem kyrrð og friður ríki. Góður matur, ein eða tvær gjafir handa hverju barni, kertaljós og nokkr- ir jólasálmar. Dálítill heitur sopi fyrir framan arineldinn, jólasaga, og umfram allt hið rétta jólaskap. Þetta er mín hugmynd um jólin — en ég vanmet hinn árlega heilaþvott. Hann laumast rólega að yður, svo rólega, að þér takið alls ekki eftir neinu. Smágrein í blaðinu segir yður, að það sé ágúst, og nú verði send jólatré til Grænlands, þar sem líka þurfi að hafa eitthvað til að skreyta með um jólaleyt- ið. Meðan á ágústútsölunum stendur, eru ef til vill líka á boðstólum ódýr jólakort ásamt öðrum pappírsvörum, að- eins dálítil ábending um að nú séu aðeins fjórir mánuðir til jóla. í september getið þér lesið í blöðun- um, að þér eigið að eyða jólaleyfi yð- ar í Noregi eða á Mallorca. í október segir búðarskilti yðar, að það sé ákaf- lega hyggilegt að kaupa nú, áður en verðið hækki fyrir jól — þróunin held- ur óðfluga áfram, og fyrsti litli lækur- inn, sem síðar verður að hinu víðkunna fljóti, er orðinn til. Og þetta hefur þeg- ar haft sín áhrif á ömmu. Kvöld nokk- urt situr hún í einhverju horninu með konu yðar og hvíslar ákaft. Þér þokið yður aðeins nær og heyrið hana segja: „Ég held að ég kaupi tuttugu vagna við rafmagnslestina hans Nonna litla, en ég get ekki afráðið, hvort ég eigi að kaupa nýjan brúðuvagn í ár handa Gunnu litlu, eða heldur þú að hann taki of mikið rúm í svefnherberginu ásamt hinum fimm?“ Þér náið sem skjótast í konu yðar og tilkynnið henni, að í ár viljið þér ekki heyra minnzt á þennan móðursjúka hégóma — aðeins eina eða tvær gjafir handa börnunum og rólegt kvöld heima, engin vitleysisleg innkaup eða margra mánaða undirbúning, þannig að allir séu taugaveikluð reköld, loks- ins þegar jólin ganga í garð. Þér ætluðuð eiginlega að segja fleira, en takið þá skyndilega eftir einkennilegum glampa í augum konu yðar — eins og tvö jóla- ljós — og skiljið, að það er þegar um seinan. Maður tekur alvarlega rögg á sig til að veita mótspyrnu og því er það snemma í nóvember, þegar eitt af börn- unum minnist á það við miðdegsverðar- borðið, að hún Stína, sem býr hinum megin við götuna, fái nýtt. rautt reið- hjól með handhemlum í jólagjöf, að þér hrópið samstundis: „Þegiðu, ég vil ekki heyra orð um jólin tveim mánuðum Þér sitjið eftir lamaður og reynið með skjálfandi höndum að kveikja í pípunni. 28 FÁLKINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.