Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 34

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 34
Brátt ganga jólin í garð, hátíð friðar og matar og hátíð messusöngs og heimboða, en umfram allt minningarhátíð um hann, sem kom og gaf. Ýmsir halda því fram, að jól okkar um miðja tutt- ugustu öld, hafi ekki yfir sér sama helgiblæ og fyrr. Jólin, eins og annað, hafi breytzt. Aukinn hraði, ys og þys hafi sett svip á þessa meginhátíð kristinna manna, en eigi að síður: Jólin eru og verða hátíð heimilanna, þar sem fjölskyldan heldur sameiginlega hátíð hið fyrsta kvöld, og glaðst er með vinum og kunningjum hin næstu. Og þótt jólin hafi breytzt að ytra búnaði, eru þau samt hin sömu og fyrr: Gleði barnanna og tilhlökkun og það er hverjum og ein- um nauðsynlegt að hlakka til þeirra. „Kátt er um jólin, koma þau senn“, segir í þul- unni, og til þess að gefa yngri lesendum dálitla hug- mynd um jólin á öldinni, sem leið, sneri Fálkinn sér til tveggja manna, sem komnir eru yfir miðjan aldur og spurði þá um jól og ýmislegt annað í þeirra ung- dæmi. Þau búa á Vesturgötunni, tveir inn- fæddir Reykvíkingar, tilheyra vestur- bæjaraðlinum, eins og orðhagur maður sagði. Hann, Kristinn Pétursson, átti heima í Hlíðarhúsahverfinu, nánar til- tekið á Vesturgötu 22. Hún, Guðrún Ottadóttir átti heima á Vesturgötu 47 og samkvæmt þeirra tíma mælikvarða var þarna svo langt á milli, að þau þekktust ekkert sem börn eða ungling- ar. En svo einn góðan veðurdag lukust augu beggja upp fyrir því að líklega væri ekki eins langt á milli Vesturgötu 22 og Vesturgötu 47 og þau höfðu hald- ið og þau giftu sig og stofnuðu heimili á Vesturgötunni þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. — Þegar ég fæddist, árið 1889 var Reykjavík aðeins smábær með um fjögur til fimm þúsund íbúa. Við áttum heima á Vesturgötu 22 eða með öðrum orðum í Hlíðarhúsahverfinu og þetta hef ég komizt lengst með búskapinn, hingað alla leið vestur á Vesturgötu 26b, segir Kristinn Pétursson blikksmiða- meistari og brosir við. — Hvernig voru jólin í þínu ungdæmi. Var jólaundirbúningur með svipuðum hætti og nú? — Á okkar heimili og öðrum sem ég þekkti til var þetta allt minna og ein- faldara en nú er almennt. Samt fannst manni jólaundirbúningurinn mikill.. Húsið var þrifið hátt og lágt, allt tekið til og gólf skúruð og síðan var bakað til jólanna eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Jólin voru stórhátíð. Þá voru ekki íshúsin komin til sögunnar og því ekki um nýjan mat að ræða, hjá þeim sem ekki lögðu sér svokallaðar jóla- 30 f'álkinn rollur, sem slátrað var rétt fyrir jólin til þess að hafa nýtt kjöt í steikur á jólunum. Það var altítt, að menn létu kunningja sína hafa kjöt af jólarollunni Þá eins og nú, var hangikjöt einn aðal- réttur jólanna og svo saltkjötssúpur hjá þeim sem ekki gátu fengið sér nýtt kjöt. Skata var fastur réttur á Þorláks- messu 1 þeim húsum sem ég þekkti til. — Var mikið verzlað fyrir jólin? — Ja, mikið verður nú varla sagt. Því hagaði nú einmitt þannig til, að um jólaleytið var farið að þrengjast í búi hjá mörgum hér í bænum. Til dæm- is í Hlíðarhúsatorfunni bjuggu aðallega sjómenn. Þeir stunduðu sjóinn fra því í febrúar og þar til seint í september, en höfðu svo fæstir handtak að gera hinn tímann, nema einstaka maður sem vann við seglasaum. Samt var alltaf reynt að halda sem bezt upp á hátíð- ina og ég held að í raun og veru hafi jólahelgin verið meiri og rist dýpra en nú. — Hvernig voru jólagjafirnar? —- Jólagjafir voru gefnar, því enginn mátti fara í jólaköttinn. Oftast fékk maður einhverja flík, sokka eða vettl- inga og það þótti ágætt. Svo fengu börn- in spil og kerti. — Leikföng hafa þá ekki verið gefin? — Ekki neitt að ráði, fyrst þegar ég man eftir mér. Ég byrjaði að vinna í verzluninni Edinbo.rg árið 1903. Edin- borg tók upp það nýmæli að hafa jóla- bazar fyrir hver jól. Jólabazarinn var haldinn uppi á lofti í austurendanum og þar voru seld leikföng. Ekki man ég eftir að leikföngin væru dýrari en 55 aurar. Yfirleitt var margt sem kostaði 55 aura, enda annað mat á peningum en nú. Það af leikföngunum, sem ekki seldist fyrir jólin, var svo geymt til næstu jóla, var alls ekki til sölu fyrr en þá, enda enginn sem keypti leikföng þess á milli. — Hvaða leikföng voru þarna aðal- lega á boðstólum? — Það voru boltar og brúður og vagn- ar og allskyns glingur. — Og jólatré? — Jólatré voru heimatilbúin, smíð- uð úr tré og vafin með bréfum. Kerti og jólapokar og annað smáskraut á. Og svo eftir allan undirbúninginn gengu jólin í garð. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru til kirkju á jólunum, til aftansöngs á aðfangadagskvöld og í messu á jóladag. Eftir aftansöng fór hver heim til sín. Hátíðin var gengin í garð. Ekki mátti spila á spil eða hafa mikið um sig. Matur var borinn fram og Ijós loguðu glatt. Ekki truflaði hávaðinn frá umferðinni. Ef snjór var á jörðu, heyrði maður kannski hljóm frá sleðabjöllu utan af hjarninu. Það var mjög hrærandi. Á jóladag var byrjað að fara í heim- sóknir til kunningjanna, spila á spil og drekka súkkulaði eða kaffi og borða jólabrauðið. Ekki var algent að fólki væri boðið í mat, en súkkulaði var mikið á boðstólum um jólin, enda þótt það sæist varla nema þá á öðrum hátíðum. Jólin voru haldin frá aðfangadags- kvöldi til þrettánda. Á þeim tíma voru heimsóknir tíðar, heilu fjölskyld- urnar skiptust á heimsóknum og' það var spilað á spil, bæði vist og Púkk og

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.