Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 36

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 36
Það var trú manna hér áður fyrr, að þegar liði að jólum færu tröll og aðrir óvættir að hugsa til hreyfings og ná sér í nýtt mannakjöt í jólamatinn. Þekktust þessara óvætta var Grýla gamla. Hún fór um með poka sinn og hirti óþekk börn og hafði heim með sér. Var því vissara talið að vera ekki úti við þegar dimma tók. Þá fóru líka á stjá jólasveinarnir. Sumir sögðu þá þrettán, byrji þeir að koma þrettán dögum fyrir jól, og bætist svo einn við, þangað til þrettán eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo fara þeir að tínast burtu þangað til þeir eru horfnir, einn á dag og sá síðasti á þrettándanum. aðr- ir sögðu þá ekki nema níu og bendir til þess vísan alkunna sem byrjar svo: „Jólasveinar einn og átta / ofan koma úr fjöllunum.“ Þeir hétu ýmsum nöfn- um svo sem Gluggagægir, Gáttaþefur, Kjötkrókur, Kertasníkir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Pottasleikir, Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir og Bjúgnakrækir. Ekki bar mönnum saman um útlit jólasveinanna. Sögn að austan segir þá klofna upp i háls og fæturnir kringlóttir, en aðrir hafa sagi að þeir væru tómur búkur niður úr. Sagðir voru þeir í röndóttum fötum með stóra gráa húfu á höfði og gráan poka. Lifa þeir mest á því sem illa er talað á jólunum, en einnig áttu þeir til að fara í jólamatinn og spilla honum eða éta. Þeir voru sagðir meinlausir, ÓLAFUR MAGNÚSSON: — íslenzkur jólasveinn í Höfn. nema helzt þeir hrekktu löt og óþæg börn. Sumir sögðu þá syni Grýlu og leppalúða, en aðrir að þeir ættu ekkert skylt við hennar hyski. En nú er hún gamla Grýla dauð og enginn þarf lengur að óttast að gamla konan komi með pokann sinn, þótt ein- hver ólæti séu á ferðum. Tröllin eru líka dauð. Hafa dagað uppi og orðið að steindröngum hingað og þangað um landið ferðamönnum til ánægjuauka. En jólasveinarnir lifa enn, og þegar líð- ur að jólum fara þeir á stjá. En þeir eru ólíkir fyrirrennurum sínum. Þeir eru í útliti hvorki klofnir upp í háls né búkur niður úr, heldur eins og fólk er flest. Og milli jóla vinna þeir ýmis konar störf, eru á Skattstofunni, hús- verðir eða leikarar. Svo þegar jólin koma klæðast þeir búningi sínum, gefa börnunum gjafir og skemmta þeim með söng og sögum. ★ Það er orðinn fastur liður í starf- semi útvarpsins að hafa jólatrésskemmt- anir í útvarpssal og á þessar skemmtan ir kemur jólasveinn sem syngur fyrir börnin og segir þeim sögur. Það var árið 1941 sem fyrsta jólatrésskemmtunin var haldin. Síðan hefur þetta verið ár- lega og alls munu þeir vera ellefu sem leikið hafa jólasveininn á þessum vett- vangi. Þrír þeirra fyrstu eru látnir en hinir eru enn í fullu fjöri. Jólasveinar LÁRUS INGÓLFSSON: — búinn að gleyma jólasveininum. útvarpsins eru þessir: Bjarni Björns- son, Alfreð Andrésson, Jón Norðfjörð, Lárus Ingólfsson, Valdimar Helgason, Árni Tryggvason, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, Karl Sigurðsson, Hjálmar Gíslason, Flosi Ólafsson og Jónas Jónas- son. Okkur datt í hpg, að gaman væri að hitta einhverja þessa menn að málum 1 og spjalla við þá um starfið. 'A' Hjálmar Gíslason var við vinnu sina á Skattstofunni þegar við komum þangað og sögðum honum að okkur langaði að fá af honum mynd með jóla- sveinahúfu. — Æi, geyin mín. Ég má ekkert vera að því. Það er mesta vitleysa að vera að þessu. — Hjálmar, þú varst einu sinni jóla- sveinn í útvarpinu? — í útvarpinu, var það? Jæja það má vel vera að ég hafi verið það einu sinni eða svo. Ég^var víst Gluggagægir. En þetta hefur nú verið minnst í út- varpinu. Ég hef verið jólasveinn síðan ég var sextán ára, sko jólasveinn um jólin. Ég byrjaði vestur í Jökulfjörðum og færði mig svo suður á bóginn. Einu sinni var ég á Þingeyri. — Er þetta skemmtilegur starfi? — Hér á Skattstofunni? — Nei, þetta með jólasveininn. — Það er nú það skemmtilegasta í HJÁLMAR GÍSLASON: — jólasveinn frá þvi hann var 16 ára. ' ' y v.x ' :■: : : : ! ' i 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.