Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 37
mínu leikvafstri. Það er oft gaman að
vera jólasveinn. Einu sinni var talað
við okkur þrjá jólasveina í útvarpinu,
okkur Valdimar Helgason og Ólaf frá
Mosfelli.
— Eru börnin skemmtileg?
— Já, þau eru skemmtileg, börnin,
en þau geta verið varasöm með spurn-
ingar. Þau hafa stundum leitt mann í
ógöngur. Það er skemmtilegast ef þau
trúa því öll, að þetta sé alvöru jóla-
sveinn, en það hefur stundum komið
fyrir að þau litlu verða hrædd og þá
eru þau friðuð með því að segja þeim
að þetta sé bára plat. Það má ekki gera
því að það eyðileggur fyrir hinum. Það
hefur komið fyrir þar sem allir hafa
þekkt mig, að þegar litlu börnin fóru að
hrína, sögðu foreldrarnir: Þetta er allt
í lagi, þetta er bara Hjálmar frændi
þinn. Þá segja eldri krakkarnir: Sko,
ég vissi þetta, þú ert bara að plata, þú
ert ekkert alvöru jólasveinn.
— Hvernig var þetta hjá útvarpinu?
— Það var nú skrítið, manni minn.
Ég hélt þetta öðruvísi en það var. Ég
vissi ekki að þarna yrðu börn og jóla-
tré. Mér hafði dottið í hug að þetta
væri bara fyrir framan hljóðnemann og
enginn búningur. Ég hafði æft þetta
nokkuð. Baldur Pálmason fékk mér
sögu til að segja og svo raulaði ég
nokkur lög með honum Þórarni Guð-
mundssyni. Svo kem ég uppeftir í sak-
Framh. á bls. 50
ÁRNI TRYGGASON: VALDIMAR HELGASON:
— jólasveinarnir betri í gamla daga. — gaman að skemmta börnunum.
Á myndinni liér að ofan er Ólafur
Magnússon frá Mosfelli í gerfi Kerta-
sníkis og hann heldur á fallegum snáða,
sem er allendis óhræddur. Ólafur hef-
ur nokkur undanfarin ár Ieikið jóla-
svein Flugfélags íslands og ferðast út
um allt Iand og meira að segja alla leið
til Kaupmannahafnar.
I þessari grein ræð-
um við um ióla-
sveinana í gamía
daga, sem byrjuðu
að koma þrettán
dögum fyrir jól, —
og einnig er spjall-
að við fimm nútíma
jólasveina.
FÁLKINN 33