Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 45

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 45
ÁbatiAréttir ís með ananas. 2 dl. flórsykur. 2 dl. ananasafi. 8 eggjarauður. 4 ananassneiðar. 8 dl. rjómi. * Til að skreyta með: Ananasbitar. Rauðber eða vínber. Flórsykur og ananassafi soðinn sam- an í þykkum potti, potturinn tekinn af eldinum og eggjarauðurnar þeyttar útí. þegar lögurinn hefur kólnað dálítið. Potturinn settur við hita á ný, og allt hitað þar til kremið þykknar, má ekki sjóða. Þeytt stöðugt í á meðan. Tekið af eldinum, kremið þeytt áfram, þar til það er kalt og létt. Ananassneiðarnar skornar í bita, sem blandað er varlega saman við kremið. Ath. að láta síga vel af ávöxtunum, Svona er mótið liulið að innan. annars þynnist kremið of mikið. Rjóm- inn stífþeyttur, kreminu hrært saman við. Mótið smurt með matarolíu, rjóma- kreminu hellt í mótið og það lokað vel. Fryst á venjulegan hátt. Hvolft á kælt fat 15—20 mínútum áður en bera á ísinn fram. Skreytt með ananasbitum og vínberjum. Slöngukökuábætir. 1 stöngulkaka m. góðu mauki í. 4 blöð matarlím. 3 dl. appelsníusafi. i/2 1. rjómi. Aprikósumauk. Skerið slöngukökuna í tæplega 1 cm. þykkar sneiðar. Þekið skál eða ávallt mót að innan með kökusneiðunum. Matai'límið lagt í bleyti í 15 mínútur í kalt vatn, undið upp úr vatninu og brætt yfir gufu, hrært út í appelsínu- safann. Rjóminn stífþeyttur, hrærður í skeiðatali saman við appelsínusafann, sem á að vera hlaupinn. Kreminu hellt í slöngukökumótið. Mótið sett inn í ísskáp. Hvolft á fat, þegar kremið er vel hlaupið. Setjið dálítið vatn og syk- ur saman við venjulegt aprikósu- mauk, sjóðið það saman í 3—4 mínútur. Borið utan á búðinginn með breiðum hníf (þessu má sleppa). Skreytt með þeyttum rjóma. Sveskjuábætir. 300 g. stórar sveskjur. vatn, sykur. Sítrónubörkur. 50 g. möndlur. Eggjabráð: 3 eggjarauður. 4 msk, sykur. 1/2 tsk. vanilludropar. 3 tsk. hveiti. 3 dl. mjólk eða rjómabland. 1 dl. þeyttur rjómi. Ofan á: 50 g. rifið rúgbrauð. 100 g. suðusúkkulaði. Sveskjurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Soðnar með dálitlum sykri og rifnum sítrónuberki, þar til þær eru meyrar. Steinarnir teknir úr sveskjunum og í þeirra stað er hálfri, flysjaðri möndlu stungið í. Sveskjunum raðað 1 topp á fat. Eggjrauðurnar þeyttar með sykrin- um, vanillu og hveiti hrært saman við, mjólkin hituð, hrærð saman við með gát. Allt sett í pottinn aftur, suðan látin koma upp, hrært stöðugt í á meðan. Kælt. Þeyttum rjóma hrært saman við. Hellt yfir sveskjurnar. Rifið rúgbrauð og rifið súkkulaði blandað saman, stráð yfir bráðina. Borið fram kalt. Slöngukökuábætir og ís með ananas. FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.