Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 50

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 50
Heimkoman f Framh. af bls. 44. Xo ættir ekki skilið, að ég dræpi þig. Bróðirinn leit skelfingu lostinn á af- myndað andlit hans, en þá varð mann- inum litið til eldhússgluggans. Dreng- urinn sat þar inni á borðinu, stóreygur af undrun, og maðurinn sleppti bróður sínum svo skyndilega, að hann datt um koll í snjóinn. — Farðu inn, sagði hann, og átti erf- itt um andardrátt. Farðu inn, og þakk- aðu syni þínum fyrir að ég fór ekki verr með þig. Þegar bróðirinn reis upp aftur. sá hann dökka veru hverfa út um hliðið í fjúkinu. Þó að nóttin sé kolsvört, stormurinn æði og snjórinn falli, svo að vegir og akur renni saman í eitt, þannig að jafn- vel hið gleggsta auga getur ekki séð spönn fram fyrir sig, rata dýrin alltaf um akra og heiðar. Á langri leið um ókunnar slóðir hafði maðurinn tileinkað sér eðlisávísun þeirra. Snjóstormurinn hjálpaði honum til að halda beint í norð-vestur, storm- urinn var til hliðar við hann, og hann varð að ganga álútur, svo hann bæri hann ekki úr leið. Hann gekk rakleitt yfir akra og heiði, þessa hálfu mílu, sem var til árbakkans, því að snjórinn huldi allar götur. Hann gekk rösklega, og dró ekki úr ferðinni fyrr en hann stóð á mörkum heiðarinnar og dalsins. Með storminn í bak sér nálgaðist hann nú fiskimannshúsið á árbakkanum. Það var enn þá ljós í glugganum. Það vís- aði honum veginn. Hann barði að dyr- um og gekk síðan inn í forstofuna. — Þú komst þá aftur, Andreas? Hún stóð eins og grannur skuggi í forstofudyrunum. — Já, sagði hann. Nú liggur leiðin til baka. Það er ekki leyfilegt að rísa aftur upp frá dauðum. Viltu ferja mig? — í þessu veðri? Hristu heldur snjóinn af skikkjunni þinni og komdu inn. Þú hlýtur að geta beðið eftir upp- styttu. — Nei, sagði hann. Geturðu látið sækja bátinn að handan, ef ég fæ hann lánaðan? — Þú hefur alltaf verið óstýrilátur, Andreas, sagði hún. Þú ert það líklega enn þá .... en þú lætur bátinn minn vera. Að minnsta kosti þangað til þú hefur hlýjað þér ofurlítið og fengið eitthvað að borða. Hvenær borðaðir þú síðast? — Það skiptir engu máli. Ég hef oft þraukað nokkra daga án þess að borða. — Þú ferð ekki héðan án þess að borða .... þú kemst heldur ekki án bátsins. Veiztu hvaða dagur er á morg- un? — Hvað heldurðu að ég viti um það? Ég hef verið lengi á ferðalaginu. — Það er aðfangadagur jóla. Ég fæ tæplega aðra gesti en þig. Ætlarðu að 46 FALKINN eyðileggja jólagleðina fyrir mér? Hún lézt vera reið. Hann brosti dapurlega. — Nei, það gerir víst ekkert til þó ég fari ekki fyrr en seinna í kvöld. Við rifumst oft í gamla daga, var það ekki? — Jú, sagði hún og gekk á undan hon- um inn í stofuna. Því að þú varst bald- inn strákur, sem steyptir þér út í alls kyns vitleysu, og ég vildi vera skyn- semin, sem þig skorti. Stofan var lítil, ein lokrekkja, borð og bekkur, nokkrir hálmstólar, drag- kista. Öllu meira var ekki þar inni. — Þú hefur ljós í glugganum, sagði hann. — Já, og nú ert þú kominn, sagði hún, og færði ljósið yfir á borðið. Seztu niður .... þú ert svo eirðarlaus. Nú skaltu fá mat. Hún snéri sér að honum, og nú sá hann andlit hennar fyrst greinilega í skini ljóssins. Það var eins og hann mundi eftir því, grannt, dálítið veður- bitið stúlkuandlit, þegar hann sá það síðast hafði það verið barnslegt og rjótt eftir dansinn. Það var þroskaðra nú, dauf hrukka milli augnabrúnanna og munnsvipurinn var ákveðnari. En það var enn þá sama stúlkuandlitið. — Nú ert þú fullorðin kona, sagði hann. — En þú hefur ekkert breytzt. Þú ert víst sú eina, sem ekki hefur breytzt. Og þú settir Ijósið í glugg- ann...... — Það er hræðilegur snjóstormur úti, sagði hún. Ég bjóst við því, að þú kæm- ir aftur. Ég bjóst líka við, að þú hefðir lítið breytzt. og að þú mundir ekki vilja hlusta á, hvað þau höfðu til málanna að leggja. — Höfðu til málanna að leggja, end- urtók hann háðslega. Hvað ættu þau að geta lagt til málanna? Sjón var sögu ríkari. Drengurinn...... — Já, drengurinn, sagði hún hátt og reiðilega. En þú verður að minnsta kosti að hlusta á mig, ég tek það, sem ferjutoll. Seztu .... seztu, segi ég, ég sleppi þér ekki. Hann brosti dauflega. — Þú ferð með mig eins og hund, sagði hann og settist við borðið. Nú var það hún, sem var óróleg. Hún gekk aftur fyrir hann inn í dimm- asta skotið í stofunni. — Þú átt drenginn, sagði hún. — Hvað segir þú, hrópaði hann og lyfti höfðinu snögglega. Hann sat stíf- ur eins og myndastytta. — Þegiðu, sagði hún. Ég ætla að segja þér eins og er. Þið voruð trúiof- uð, það er jú eiginlega það sama og vera gift. Þegar þú varst farinn. komst hún að því, að hún átti von á barni. Það fréttist ekkert af þér, þau héldu að þú hefðir fallið. Þú veizt, að Jakobi hefur alltaf þótt vænt um hana. Þegar hann komst að því, hvernig málum var hátt- að, fór hann til hennar og bað hana um að giftast sér. Þau héldu að þú værir ekki lengur á lífi, og það varð að gefa barninu föður. Og betri föður hefði hann ekki getað eignast. Hann veit ekk- ert um þetta, og má aldrei fá að vita það. Ég er sú eina sem hún gerði að trúnaðarmanni sínum. Þannig er þetta Andreas. Hún þagnaði andstutt, stóð áfram í dimma skotinu og leit ekki á manninn. Það leið löng stund, áður en hann tók til máls: — Svo að það var þess vegna........ Jakob hljóp á eftir mér út og ætlaði að segja mér þetta .... hann gat ekki sagt mér það í eldhúsinu vegna drengs- ins. En ég vildi ekki hlusta á hann, ég var að því kominn að misþyrma hon- um. Guð hjálpi mér. Hann reis þunglamalega á fætur og horfði út um gluggann án þess að sjá. Stormurinn kippti í lyngþakið og hvein í reykháfnum. — Það hefur ekkert verið eyðilagt fyrir þeim, sem ekki má bæta aftur, sagði hún. Hjónband þeirra er gott og þau eru löngu hætt að hugsa um að drengurinn sé ekki þeirra beggja. En fyrir þér .... þú hafðir víst ekki búizt við, að heimkoman yrði svona. — Nei, sagði hann. Ég vissi ekki. að ég hefði risið upp frá dauðum. En þetta er ef til vill bezta lausnin. Hún hefði hvort sem er orðið mér sem ókunn kona. Það var eins og hann talaði við sjálf- an sig, slitróttum setningum. Og hún sat svo hljóð á bak við hann, líkt og hún væri ekki lengur í stofunni. — Jakob var eldri, hann átti að fá búgarðinn okkar. En á næsta bæ var aðeins ein dóttir, þá þótti hentugt, að ég giftist henni. Foreldrar okkar beggja voru sammála um ágæti þessarar hug- myndar .... við vorum jafningjar. Eng- inn hugsaði um, að það gæti öðruvísi farið, heldur ekki ég, sem var bara kornungur strákur. En var það nokk- uð annað, sem sameinaði okkur? .... þetta, að við vorum nágrannar og á- kvörðun foreldra okkar? Svo fór ég í burtu, gekk yfir brúna, meðan hún var enn heil. Varð hermaður. En stríð er ekki annað en að drepa, eða verða sjálf- ur drepinn. Maður verður þreyttur á því. Maður vitkast. en ekki meira en svo, að hinar löngu nætur við varðeld- inn sér maður sýnir í loganum, sýnir af þeim, sem eru heima. Svo fer maður heim, og heldur að tíminn hafi staðið kyrr, meðan maður var að heiman. Og maður er svo mikill heimskingi að mað- ur heldur að sýnirnar hafi verið réttar. Þá fyrst vitkast maður .... það má víst nefna það gagnlega lexíu......... Þú segir að hjónaband þeirra sé gott? Hann snéri höfðinu, og sá, að hún kinkaði kolli. — Þá er víst betra, að það fór sem fór, sagði hann, og rétti úr sér, eins og hann væri laus við þunga byrði. — Ég er ekki viss um, að við hefðum orðið hamingjusöm saman, þó að ég hefði haldið loforð mitt við hana......Ég, sem hef séð alltof margar sýnir. Það er ekki gott. að vera svona einmana. Hann heyrði, að hún gekk léttum skref-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.