Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 54

Fálkinn - 12.12.1962, Qupperneq 54
Jólasveínai* i Framhald af bls. 33. leysi mínu og viti menn, ég er færður í jólasveinabúning og dembt inn í sal„ og hvað sé ég þá: Fullan sal af börnum, heilmikið jólatré og hljómsveit. Það var skrúfað frá og ekkert hægt að gera, bara skella sér í þetta. Að sjálfsögðu tók jólasveinninn að sér stjórn á öllum skaranum, hljómsveitinni og krökkun- um. En sagan, það fór skrítilega með hana, ég hafði ekki lært hana nógu vel og varð svo að semja nýja, hvernig sem það nú gekk. Þannig var nú það. — Hvar hefur þú átt heima sem jóla- sveinn? — Síðan ég kom hingað suður hef ég sagzt eiga heima í Dyngjufjöllum. — Ert þú hættur að standa í þessu? — Já, svona að mestu. — En þú mátt segja þeim, að við jólasveinarnir séum farnir að eldast, það vanti nýja. ★ Við heimsóttum Valdimar Helgason leikara eitt kvöldið. Hann kom sjálfur til dyra þegar við hringdum. — Valdimar, okkur langar að fá af þér mynd með jólasveinahúfu. — Nú já, einmitt það. Það ætti að vera hægt. Komið inn fyrir og fáið ykk- ur sæti. Við göngum inn fyrir og myndin er tekin. — Þú hefur verið jólasveinn í út- varpinu? — Já, ég var það tvisvar. Tvo daga í röð hvoru sinni, svo hef ég verið þetta á barnaskemmtunum nokkrum sinnum. — Manstu hvaða jólasveinn þú varst? — Ég er víst búinn að gleyma því, það er svo óskaplega langt síðan. Ætli ég hafi ekki bara verið jólasveinninn. Ég man, að þegar ég var þetta í útvarp- inu fór ég með heilmikið prógramm sem Loftur Guðmundsson hafði samið, söngur og texti. — Og áheyrendurnir? — Það voru börn útvarpsstarfs- manna. Þetta var hálfgerð jólatrés- skemmtun fyrir þau. — Þau hafa ekki verið með neinar erfiðar spurningar? —- Nei, ekki það ég man. Þau voru svona eins og börn eru oft með spurn- ingar en ekkert það er ekki væri hægt að svara. — Hvernig er að skemmta fyrir börnin? — Það er mjög ánægjulegt að skemmta fyrir börnin. Þau eru beztu áhorfendur sem maður fær, mjög ókrít- isk og kunna að njóta augnabliksins og taka þátt í þessu af lífi og sál. Stundum eru þau kannski aðsópsmikil. Ég hef alltaf haft gaman af að skemmta fyrir börnin. — Ert þú í nýja barnaleikritinu? — Nei, ég er ekki í þessu, en ég hef verið í öllum barnaleikritum sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu til þessa. Æfingar á barnaleikritinu stóðu sem hæst og okkur ahlaði að ganga illa að ná í Árna Tryggvason leikara. Loks náðum við þó tali af honum í síma og hann sagði okkur að mæta daginn eftir í matarhléinu, sagðist mundi vera uppi í búningsherberginu. Og svo lá leiðin daginn eftir í Þjóð- leikhúsið. Bergur dyravörður sagði okkur, að Árni væri í herbergi númer 6 og þangað lögðum við leið okkar. Dyr stóðu opnar og fyrir innan voru þeir Árni og Jón Sigurbjörnsson. — Eruð þið að leita að Lilla klifur- mús, sagði Jón. Hann er hér eins og þið sjáið uppá klæddur. Og Jón brosti um leið og hann benti á Árna. — Nú, eruð þið komnir, sagði Árni. — Hér er húfan, sögðum við. — Nei, áttu nú að vera jólasveinn, sagði Jón. Það á við þig, ég held bara að þú þurfir ekki húfu. Þú ert ágætur svona, og Jón gekk brosandi út. — Bíddu við, Jón, þangað til röðin kemur að þér, kallaði Árni á eftir honum, setti síðan upp húfuna og kvaðst albúinn til myndatöku og yfirheyrslu. — Segðu okkur þegar þú varst jóla- sveinn í útvarpinu. — Það er nú lítið að segja frá því. Ég var þetta einu sinni eða tvisvar, eða var ég það þrisvar? Ég man það ekki, þetta er orðið svo langt síðan. Þetta var á sokkabandsárum mínum í leiklistinni. Hvernig ég kunni við það? Þetta var alveg voðalega erfitt, það al- erfiðasta sem ég hef lagt út í. Maður kom þarna inn — þetta var í gamla útvarpinu — söng og sagði sögur. Þetta var að vísu undirbúið áður þ. e. a. s. prógrammið, en maður hafði ekki lært sögurnar alveg nógu vel og þurfti því að skálda inn í. Ég er alveg búinn að gleyma hvaða jólasveinn ég var eða hvar ég átti heima. — Samdir þú þetta sjálfur? — Nei, blessaður vertu. Einu sinni söng ég vísur eftir Þorstein Ö. og seinna eftir Ragnar Jóhannesson. En þetta var alveg voðalega erfitt og ég var þeirri stund fegnastur þegar þetta var búið. Annars er eitt sem gjarna má koma fram og það er, að mér finnst vanta menn sem geta samið gott prógramm fyrir blessuð börnin. Það er leiðinlegt að standa í þessu, ef maður er ekki með gott prógramm. Mér finnst að jóla- sveinarnir hafi verið miklu betri í gamla daga þegar ég var strákur heima. — Hefur þú ekki verið jólasveinn á skemmtunum? — Jú, einu sinni í Iðnó og það geri ég aldrei aftur. Þetta ætlaði mig lifandi að drepa og ég bjóst varla við að lifa það af. Húsið var yfirfullt og ægileg þrengsli og svo urðu mörg börnin hrædd þegar ég kom inn, því gerfið var svo slæmt. Þau sem ekki voru hrædd ætluðu bókstaflega að rífa mig í sig. Þá var ég nú hræddur, maður, og geri þetta aldrei aftur. — Leikur þú Lilla klifurmús í barna- leikritinu? — Já, og þetta er skemmtilegt leik- 50 FÁLKINN rit. Mér finnst það að mörgu leyti skemmtilegra en Kardimommubærinn. Ég held að börnin skilji þetta leikrit betur. — Er gaman að skemmta fyrir börn? — Börn eru skemmtilegustu áhorf- endur ef maður er með gott prógramm, en þau eru nú einu sinni þannig, að þau vilja hafa dálítið frjálsar hendur og gjarna taka þátt í þessu að verulegu leyti. Svo kveðjum við sannfærðir um að börnin eiga eftir að hafa gaman af Árna í gerfi Lilla klifurmúsar. ★ Ekki ætlaði okkur að ganga betur að ná í Lárus Ingólfsson leiktjaldamálara heldur en Árna. Við sátum lengi fyrir honum og loks gekk hann í gildruna og átti engrar undankomu auðið. Við króuðum hann af í gangi í Þjóðleikhús- inu, settum húfuna á höfuð honum og báðum hann að segja okkur frá þegar hann var jólasveinn í útvarpinu. — Þið segið mér fréttir, þykir mér, var ég einhvern tíma jólasveinn í út- varpinu, er ekki voða langt síðan? Jú, þetta er víst rétt hjá ykkur, ég man það núna, en voðalega er langt síðan, ég hefði verið búinn að gleyma þessu ef þið hefðuð ekki minnt mig á það. En nú skal ég ekki gleyma því aftur. Það eina sem ég man með vissu er, að þetta var í gamla útvarpssalnum og þarna var ógurlegur fjöldi af börnum og þrengslin eftir því. Ég hef sennilega sungið eitthvað fyrir krakkana og kannski sagt þeim smá sögu. En nú hef ég ekki verið jólasveinn lengi, hef haft svo anzi mikið að gera í öðru, en það er eins og mig minni, að þeir hafi verið að biðja mig um þetta af og til. — Þú ert í barnaleikritinu? -—■ Já, annars er maður hættur þessu að mestu leyti. Það er bara í barnaleik- ritunum sem maður er með. Það er svo gaman að skemmta fyrir börnin. — Hvað leikur þú í þessu leikriti? — Við Anna Guðmundsdóttir erum einu manneskjurnar í leiknum. Sko við stelum litlum bangsa, sem við ætl- um að selja í dýragarð eða eitthvað svoleiðis, og þá koma hin dýrin að hjálpa bangsa. Við heitum bara maður og kona. En þið megið ekki halda að við Anna séum neitt vond, við ætlum bara að græða svolítið á bangsa. Það er aldrei neitt vont í leikritunum hans Egneres. — Er þetta skemmtilegur leikur? — Já, þetta er skemmtilegur leikur, ég held mér sé óhætt að segja að hann sé ekki síðri en Kardimommubærinn. ★ Ólafur Magnússon frá Mosfelli er hús- vörður í Heilsuverndarstöðinni og þar hittum við hann að máli og báðum hann að segja okkur frá starfi sínu sem jóla- sveinn. Hann mun víðförlastur allra jólasveina. Sem Kertasníkir Flugfélags- ins hefur hann ekki aðeins ferðast víða Framh. á bls. 52.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.