Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 59

Fálkinn - 12.12.1962, Page 59
OmHRYPTON ur. En kosningar eru dýrar og við vild- um helzt komast hjá þessu. Þess vegna er það, að Kristján bróðir er á kjör- stjórnarfundi í kvöld. — Er ekki reimt hér, Sveinbjörn? — Ég hef aldrei séð draug, en það kom hér stundum fyrir áður fyrr, að ef maður fór fram í bæinn var maður ekki einn á ferð og það brást ekki að daginn eftir bar gest að garði. Nú skeði það fyr- ir nokkrum árum að ég fékk fyrir hjartað og má þess vegna ekki hrökkva við og þá er ég ekkert að því. Síðan hef- ur þessi tilfinning horfið að mestu. Þó kom það fyrir hér ekki alls fyrir löngu er ég skrapp út eitt kvöldið að þessi tilfinning kom yfir mig. Ég fann það greinilega að ég var ekki einn þarna úti, og viti menn. Daginn eftir ber þrjá gesti að garði sem við alls ekki áttum von á. Þá vissi ég hvers kyns var. — En Mórar? — Það var nú eitt sinn einn slíkur hér í sveitinni. Sumir þóttust sjá hann, en það gerði ég aldrei. Einu sinni hef ég þó sennilega orðið var við hann. Það var á útmánuðum að ég og Kristján bróðir fórum út í fjós og sem við nú komum þangað liggur kálfur einn þar í bás sínum eins og dauður. Þá segir Kristján: „Ætli kálfurinn sé dauður?“ Og það var hann. Bandið þrengdi ekki að honum og engan áverka var að sjá. Þegar við erum að bera kálfinn út, mæt- um við í dyrunum einum af þeirri ætt, sem Móri fylgdi. Sá hafði ekki ætlað að koma, en sú ákvörðun hans breyttist skyndilega og þá var ekki að sökum að spyrja. Þeir voru alltaf hættulegastir Mórarnir, ef menn ætluðu ekki að koma, en komu svo. — Við höfum heyrt ávæning af sögu um mann sem var á ferð í Kerlingar- skarði á bíl og flutti þar eitthvað af óæskilegum farþegum. Kannast þú við þá sögu? — Já, ég kannast við þá sögu og mann- inn líka. Hann er nú reyndar látinn. Það var þannig, að hann var á leið suð- ur yfir Kerlingarskarð, og þegar hann er á uppleið að norðan, sér hann allt í einu mann í bílljósunum á veginum fyrir framan bílinn. Hann reynir að sveigja frá, en það hefur lítið að segja, því maðurinn færir sig fyrir bílinn. Og svona gengur það að þegar hann reynir að sveigja frá, fer maðurinn fyrir, þar til hann sér manninn fara undir bílinn. Honum bregður að vonum og fer út til að athuga þetta. Þá var þar engan mann að sjá og engin spor í snjónum, en þarna var nýfallin mjöll. Honum verður ákaflega illa við, flýtir sér inn í bíl og ætlar að aka sem skjótast suður yfir, þótt styttra hefði verið að snúa við. En þegar hann er seztur inn í bíl- inn, sér hann að maðurinn er kominn í framssetið hjá honum og þegar hann lítur aftur eftir bílnum er bíllinn þétt- setinn farþegum. Maðurinn varð auð- vitað alveg frá sér af skelfingu og ók sem óður væri og það skildi hann ekki síðar, hvernig hann hefði komizt þetta án þess að fara út af. En þegar hann var kominn suðuryfir var bíllinn tóm- ur. Hann var lengi miður sín út af þessu. — Það hefur komið fyrir menn, þeg- ar þeir hafa farið í tóftir eða hús að þeir hafa ekki fundið dyrnar. Kannast þú við þannig sögur? — Nei ekki geri ég það. — Árni Þórarinsson segir mikið af draugasögum héðan. — Já, hann kunni mikið af sögum, en menn hafa nú kannski gengið á lagið því Árni var sagður trúgjarn maður. — Þú þekktir sér Árna, var það ekki? — Jú, ég þekkti hann. Hann var á- kaflega skemmtilegur maður eins og þetta fólk er allt. Sagði mikið af sögum og þetta fólk er allt gætt mikilli frá- sagnargáfu. — Er lesið mikið hér í sveitinni? — Það er nú alltaf eitthvað. En ég held það sé minna síðan útvarpið fór að vera með svona stóra dagskrá. Hér einu sinni var lesið á hverju kvöldi ein saga eða meir, en nú er þetta hætt. — Lesið þið ungu skáldin hér? — Þið skuluð spyrja Kristján um það. Hann les mikið: Það er komið framundir miðnætti, þegar Kristján kemur. Við spyrjum um Sjá næstu síðu. FÁLKINN 55 MAR« TR/VniMf. COMPANV

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.