Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 60

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 60
drauga, en hann gefur lítið út á þá og segist ekki verða þeirra var. — Ég var myrkfælinn sem strákur en það hefur elzt af mér. Stundum kemur það þó fyrir að einhver hrollur er í manni. — Lest þú ungu skáldin? — Ég hef nú lítið lesið af þeim, því ég skil lítið, hvað þau eru að fara. Eitt las ég um daginn, ljóðabók, og það henti mig að ég las efnisyfirlitið eins og eitt ljóðanna. Tvílas það áður en ég áttaði mig. Ég kann betur við þessa eldri eins og Davíð, Einar Ben. og þá. Mér þótti hún ekki heldur merkileg,' bókin hans Indriða, því mér fannst efnið leiðinlegt. En það var gott mál á henni á köflum. Ég var með Kristmanni á Hvítár- bakka, segir Sveinbjörn. Svo liðu fjöru- tíu ár þangað til við hittumst aftur. Hann kom hér og heimsótti okkur. Ég held að Kristmann sé þroskaður maður og skemmtilegur er hann. Ég er nú samt ekki ánægður með allar bækurn- ar hans. Nú er eitthvað farið að tala um stjórnmál og þar á eftir bar brennivín á góma. — Maður á kannski ekki að vera póli- tískur, segir Sveinbjörn, — en ég vil heldur viðreisnarstjórn en brennivín. Það á að banna brennivínið. Ef það er bann, þá geta menn ekki drukkið. — Já, ég vil láta banna bernnivínið, segir Kristján, og ég vil láta gera ann- að. Það á að taka upp á segulband það, sem menn segja þegar þeir eru fullir og spila það svo fyrir þá þegar runnið er af þeim. Sumir menn geta verið skemmtilegir að vissu marki undir áhrifum, en það er ekki lengi. Þeir verða leiðinlegir og þreytandi og tala tóma vitleysu. — Vínið opnar suma, segir Svein- björn brosandi. Kannski ég hefði orðið skáld á að drekka brennivín. Það er komið langt fram á nótt þeg- ar við höldum frá Snorrastöðum og kveðjum. Úti er ausandi rigning og rok. Upplagt veður fyrir drauga. Or. €róð samvizka f Framhald af bls. 21. JLo — Sem sagt, einhleypur, hraustur og á nóga peninga, og........ Og svo gerði hann ekki neitt, en við...... — En þið, svaraði Reiðar .... en þið hafið auðvitað unnið stríðið? Meðan þið voruð að vinna stríðið liggur Lási upp í kofanum sínum í Austurdal og drekkur og duflar við stelpurnar. Hef ég ekki skilið ykkur rétt? En nú tekur Lási fram í viðræðuna: — Já, og svo drakk ég, eins og ég sagði ykkur áðan, talsvert af rjóma aukreit- is. En við verðum að láta það gott heita, er ekki svo? — Nei, þá skal ég hundur heita, ef ég þegi við þessu, gellur í Reiðari. Og hafi hann ekki látið ykkur, grænjaxl- ana, koma þar nærri, þá er það þeim mun betur gert af honum, — Reiðar verður mælskur og hleypir í sig æsingi, en Lási reynir að halda aftur af honum: Svona, svona! — Ekki neitt svona hérna, Lási! seg- ir Reiðar og snýr sér að þeim tveimur,- sem unnu stríðið: — Nú skuluð þið heyra! Þú, Einar — þú ert flón og þú, Marta ert ,.sætt“ flón! .... — Nei, ekki hún Marta, segir Lási. — Marta er bara „sæt“. — Nei! glymur í Reiðari, — hún er bara flón. Haldið þið að hann Lási hafi ekki gert annað en að lepja í sig þennan bölvaðan rjóma, sem hann er að tala um. Þeir gusa mest sem grynnst vaða, en það er öfugt með hann! Vitið þið hversvegna hann var í kofanum sínum? Reiðar tekur málhvíld, en hvorki Einar né Marta nota sér tækifærið til þess að svara að Lási hafi gert þetta til þess að forða sér frá óþægindum eða gæða sér á rjómagraut. — Vitið þið það? Reiðar heldur áfram. Lási reynir aftur: — Svona, svona — hægan! Ekki núna! — Jú, einmitt núna, svarar vinur hans. Vitið þið að í þessum kofa lágu 28 manns, sem hafa haft heræfingar og haft undir höndum fleiri vopn, en nokkurt ykkar getur falið í viðarköst- um sínum. Vitið þið að senditækið hans Lása var falið í reykháfnum, og þess- vegna var aldrei hægt að hita upp? Eruð þið vitlaus eða eruð þið það ekki? Ég bara spyr, því að nú ætla ég að tala dálítið um þetta. Þau þagna, þessi tvö, og það er ekki nema Lási, sem ekki er orðlaus: — Heyrðu Reiðar, þetta var ekki nema sjálfsagt — við höfðum öll eitthvað með höndum í þann tíð.......Manstu einu sinni þegar þú tókst á móti fallhlíf frá flugvél, — þegar þrír Þjóðverjar voru á hælunum á þér, og þú máttir til að skjóta þá alla. Þú manst það? Nú er það Reiðars að roðna svolítið, hann svaraði lágt: Þeir höfðu ekki nema riffla, en ég sjálfvirka byssu — það tekur því ekki að minnast á það. En við ykkur kálfana, ætla ég að segja svolítið meira: — Vitið þið að Lási fór 17 ferðir til Svíþjóðar og jafnmargar til baka, síðustu tvö árin, vitið þið að hann tók að staðaldri við leynipóst- flutningi, áður en við gátum komið póst- inum með „sérbyggða járnbrautarvagn- inum“. Nei, þið vitið ekki neitt, og fólk, sem ekki veit neitt í sinn haus, ætti helzt ekki að. .... — Jæja, skál! segir Lási. Þetta ætti nú að vera nóg, að minnsta kosti meðan þið eruð gestkomandi hjá mér. Þar að auki er meira að drekka hérna, gott fólk. Ætli Reiðar sé ekki orðinn þyrstur eftir þessa löngu ræðu? Jú, Reiðar er þyrstur, hann tekur fullt glasið og tæmir það í einum teyg. Svo segir hann: — En eitt enn ætla ég að segja þess- um tveimur, og það er það, að við Lási höfðum hundrað sinnum meira fyrir stafni á hernámsárunum en ég hef nefnt. En við vorum ekki beinlínis 56 FX.LKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.