Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 62

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 62
Á slóðum .. . Framh. af bls. 57. nám. Því 'að nóg var um menntastofn- anir í þessu landi vísinda og lista þótt Sorbonne hefði ekki enn verið komið á laggirnar. Frúin átti tal við ýmsa sprenglærða og bráðskarpa prófessora í miðaldasögu og gaumgæfði þær heimildir sem lík- legt var að fá vitneskju úr. Hún sagði fnér í sumar að henni virtust þrjár leið- ir líklegar um námsdvöl Sæmundar. Þess er getið að Sæmundur hafi ferð- ast til Róms og er þá ekki loku fyrir það skotið að hann hafi komið við í hinu fræga Cluny-klaustri sem þá var í þjóðleið og jafnvel haft þar lengri dvöl og kynnt sér ýmisleg fræði. í öðru lagi er ekki ólíklegt að hann hafi setzt að í París en þar voru þá skólasetur þótt Sorbonne væri enn ekki til. Um 1080 er getið um biskup einn og lærdómsmann sem safnaði að sér lærisveinum og þar voru einnig margir lærimeistarar svo sem vikið verður að. í þriðja lagi telur frúin að ekki sé ósennilegt að Sæmundur hafi um lengri eða skemmri tíma stundað nám og hafzt við í klaustrum eða klausturskól- um í Normandí-héraði, en þangað sóttu Norðurlandabúar mjög á sínum tíma. Elzti hluti Parísarborgar nefnist Cité og' stendur á eyju út í ánni Signu. Þar þótti gott að verjast ágangi óvina hér fyrr á öldum en nú er þar allt þræl- brúað og Signa gegnir ekki lengur hlut- verki sem varnargarður og ógnvaldur, miklu fremur er hún yndi elskenda, at- hvarf flækinga og draumur túrista. Á eynni standa þó enn hin elztu hús Par- ísarborgar og fornastii: veggir eru þar meir en þúsund ára gamlir. Þar eru göt- ur þröngar og hlykkjóttar og mjög svipaðar því sem gerðist þar um það bil er ísland var byggt. Á eynni stendur nú Notre-Dame dómkirkjan, eitt mesta furðusmíð og hátindur gotneskrar byggingarlistar. Á námsárum Sæmund- ar var þó enn ekki hafizt handa' um kirkjusmíðina, en ekki var það löngu seinna. Á nokkuð stóru svæði nálægt þar sem kirkjan hefur staðið nær tíu aldir, höfðust við munkar og lærimeistarar og bjó hver i sínu húsi, en ekki allir saman eins og annars staðar tíðkaðist. Hverfi þetta var umgirt múr og voru á honum fjögur hlið. Húsin voru eign kirkjunnar og þegar lærimeistarar þess- ir söfnuðust til feðra sinna fékk ekkja þeirra nokkurra daga frest til að hypja sig burt með hyski sitt og hafurtask og rýma fyrir þeim næsta. Þessir dómsmenn kirkjunnar tóku til sín lærisveina og var ekki eingöngu samið um kennslu, heldur skyldu læri- sveinarnir vera þar upp á kost og lóssí. Ekki er getið um tölu lærisveinanna. Nú gæti komið til mála að Sæmundur hafi einmitt ráðið sig til slíks meistara og numið þar þær greinar, er þá voru kenndar í hinum lærðu skólum suður í Evrópu, bæði dómskólum og klaustur- skólum, hinar nýju frjálsu listir: lat- ínu, mælskufræði, tölvísi, flatarmáls- fræði, stjarnfræði og sönglist. í sögu Jóns biskups hins helga Ög- mundssonar er frásögn af því „hversu mikið lið íslenzkum mönnum varð að hinum heilaga Jóni .... en hann spandi út hingað með sér Sæmund Sigfússon, þann mann, er verið hefur ’ einhver mestur guðs kristni til nytsemdar á ís- landi og hafði lengi verið í útlöndum svo að ekki spurðist til hans. En hinn heilagi Jón gat hann uppspurðan, að hann var með nokkrum ágætum meist- ara, nemandi þar ókunnug fræði, svo að hann týndi allri þeirri er hann hafði á æsku aldri numið og jafnvel skírnar- nafni sínu.“ Nefndi Sæmundur sjálfan sig Koll er þeir Jón hittust og mundi ekki lengur ætt sína eða uppruna. Jón talaði um fyrir Sæmundi „af gipt heil- ags anda“ og þar kom að lokum að Sæ- mundur rankaði við sér, er Jón hafði minnt hann á Odda og svaraði þá Sæ- mundur: „Vera má að sönn sé þín saga PREIMTUN alls konar STRIKUN á lausablöðum og verzlunarbókum GÚIVISTIMPLAR Fljóít og vel af hendi leyst DAGATÖL eru eftirminnileg auglýsing BORÐALIMANÖk í bóka- og ritfangaverzlunum Sendið viðskiptamönnum yðar þau 58 FÁLKINN S I M I 116 4 0

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.