Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 64

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 64
Á slóðnm ... ;''rp | Framh. af bls. 59. -=1=0 vafasamt aS hún hafi verið komin á nokkurs staðar á Norðurlöndum. Löngu síðar er Sæmundur ráðunaut- ur biskupa við setningu kristinna laga þáttar og Ari sýndi honum íslendinga- bók ásamt biskupunum til umbóta. Hann hefur því verið talinn jafningi þeirra að allri virðingu og lærdómi þótt hann bæri lægra nafn og þykir ýmsum það furðulegt að hann skyldi aldrei kjörinn til biskups. Sæmundur hafði einnig kennslu með höndum og kenndi mönnum ýms fræði í Odda en litlar sögur fara þó af kennslu hans. Kunnugt er um eitt ritverk Sæmundar, ævisögur Noregskonunga fram til 1047 og hefur sú bók sennilega verið rituð á latínu, en hún er nú með öllu glötuð. Fleira má og rekja til hans. Þjóðsagan greinir frá kvonfangi Sæ- mundar hins fróða á þessa lund: Sæ- mundur hinn fróði sagði að óskastund væri á hverjum degi en ekki nema eina sekúndu og tækist mönnum því varla að hitta á hana. Einu sinni var Sæmund- ur í baðstofu þar sem vinnukonur hans sátu. Þá segir hann: „Hana nú stúlkur, nú er óskastundin, óskið þið nú hvers sem þið viljið.“ Þá gellur ein þeirra við og segir: „Eina vildi ég eiga mér óskina svo góða: að ég ætti synina sjö með Sæmundi hinum fróða.“ „Og dæir þegar þú fæðir hinn sein- asta,“ segir Sæmundur því hann reidd- ^SpuahetiÍ ’í I d i rBúðingar Heildsolubirgðir: EGGERT KRISTJANSSON & CO HF 60 FÁLKINN ist stúlkunni fyrir óskina. Þessi stúlka hét Guðrún og varð hún seinni kona Sæmundar prests. Áttu þau saman sjö sonu eins og hún hafði óskað sér, en að hinum seinasta dó hún af barnsförum. Sæmundur geymdi jafnan klæði þau er Guðrún hafði átt' meðan hún var vinnukona og sýndi henni þau iðulega til þess að lægja í henni rostann því hún var drambsöm mjög af vegi þeim sem hún var komin í. Það er eitt til merkis um drambsemi hennar að einu sinni kom til hennar fátækur maður og bað hana að gefa sér að drekka: Þá segir hún: „Gakktu í ána góðurinn minn það gerir biskupshesturinn.“ Sennilegt má telja að kvenmaður þessi hefði verið talinn með fremstu tízkudömum hefði hann lifað í dag, því um hann var sagt að hann þvoði sér aldrei nema upp úr mjólk, til að halda hörundi sínu mjúku og fínu. Er hér augljós tilhneiging þjóðsög- unnar að gera eiginkonur mikilhæfra manna að hálfgerðum hofróðum og ill- fyglum og eru þess ýmis dæmi í sög- unni. Söguskyn alþýðu hefur leitast við að sverta konuna í því skyni að meiri ljómi mætti leika um eiginmann- inn. Menn eru engu vísari um nám og dvalarstað Sæmundar. En frú Gisella Jónsson segir mér að sá sem hefði næg- an tíma og talsverð auraráð, áhuga og rannsóknarvilja, gæti ef til vill þefað uppi feril Sæmundar í Frakklandi. Þótt stjórnarbyltingarmenn hafi borið flest skjalasöfn Frakklands á bál og brennt þau til ösku í sigurvímu sinni, þá er enn eftir urmull fornra skjala frá klaustrum, dómstólum og menntasetrum frá þeim tíma er Sæmundur sat á skóla- bekk í því landi. Ef til vill leynist þar einhverstaðar nafn þessa landa vors sem orkað hefur á ímyndunarafl þjóð- arinnar því meir sem minna var um hann vitað með sanni. Þröngar og hlykkjóttar göturnar kringum Notre-Dame eru enn með sama svipmóti og fyrir þúsúnd árum þegar Sæmundur tróð þar stéttir, hinir fornu veggir húsanna enn þeir sömu, þótt nú sé þar annað mannlíf. Þó er enn kyrrt og hljótt þarna í hjarta stórborg- arinnar, umferðarysinn berst ekki inn í öngstrætin. En þótt staðurinn sé sá sami er hafsjór af tíma á milli, níu ald- ir. En sá sem kann vel að hlusta eftir bergmáli liðinna alda, gæti reynt að staldra við á einhverju horninu og hlera. Ef til vill heyrir hann óm af sam- tali tveggja manna í þessari framandi borg, ef til vill láta orðin kunnuglegar í eyrum en tunga innfæddra. Og ef til vill kæmi ræðu þessara manna þar, að minnst væri á lítinn hól í túninu í Odda.....

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.