Fálkinn - 15.05.1963, Síða 36
Uppreisnarseggur
Framh. af bls. 33.
ur hér, og ekki orð, ekki hljóð kemur
fram á varir þínar, skilurðu það?
— Slepptu mér, bað hún. Tárin brut-
ust fram í bláum augum hennar, hún
kveinaði undan járntaki hans. — Held-
urðu þá, að ég ætli að ljóstra upp um
þig? Nei, nei! Ég ætla bara að fara á
móti þeim og þiggja hjálp þeirra. Ég
ætla ekkert að segja um þig. Hún
reyndi að slíta sig lausa, en hann hélt
henni miskunnarlaust fastri, lagðist of-
an á hana og læsti greipum um háls
hennar. — Heldurðu virkilega, að ég
ætli að koma upp um þig, endurtók
hún særð.
Hann hristi dökkt, óhreint höfuðið
í örvæntingu. — Ég þekki þig of lítið
til að geta vitað það með vissu, svaraði
hann hásum rómi. — Þú tilheyrir þeim,
það er mér nóg. Ég þori ekki að hætta
á neitt. Erindi það, sem ég hef með
höndum, getur ef til vill stytt stríðið
um vikur, um mánuði. Lif og heill þús-
unda er undir því komið, hvernig ég
ræki starf mitt. Ég get ekki hætt á neitt,
aðeins til að gefa þér tækifæri til að
slökkva þorstann einni klukkustund
fyrr en ella. Þess vegna verð ég að gera
þetta. Ég verð að vera reiðubúinn að
drepa þig, ef það er nauðsynlegt. Ekki
eitt hljóð, skilurðu það? Hann strengdi
vöðva handanna, og hún fann sívax-
andi þrýstings á hálsinn.
Þau sáu þá fyrstu ganga framhjá
eftir mjóum götuslóðanum. Þau heyrðu
másandi andardrátt mannanna og hrjúf-
ar raddir þeirra. — Hve margir voru
með flugvélinni, þegar hún hrapaði?
spurði einhver.
— Liðþjálfinn veit það, svaraði annar.
— Hann fékk símskeyti um atburðinn
frá flugvellinum í Rangiri snemma í
morgun. Hann hefur allan farþegalist-
ann, átta farþegar, held ég, og þriggja
manna áhöfn. Þeir hafa víst allir far-
izt!
Þau lágu grafkyrr og héldu niðri í
sér andanum á bak við runnann, hún
á bakinu með hnakka og háls klemmt
á milli styrkra handa hans. Hún starði
beint upp í andlit honum, og í djúpi
dimmra og þaninna augna hans sá hún
þá skerandi angist, sem bjó innra með
honum. Svitinn draup stöðugt úr hári
hans enni og höku, og einn dropi lenti á
vörum hennar, hún fann saltbragðið í
munni sér. Á því augnabiki var hann
nær henni en nokkur önnur mannvera
hafði nokkru sinni verið. Hann var ná-
lægt henni, ekki einungis með þéttum
og sterklegum líkama sínum, hvers
handleggir umluktu brjóst hennar eins
og tvö glóandi járnstykki, hann var líka
náiægt henni með allri þjakaðri sál
sinni. Hún fylltist skyndilega titrandi
óró, sem í einni svipan rúmaði með-
aumkvun og hrifningu. Sú kona, hugs-
aði hún, sem hann veitir ást sína einn
góðan veðurdag, mun verða hamingju-
36 FÁLKINN
söm, því að hið hræðilega afl líkama
hans er skapað til að drottna og vernda,
og hjálparvana veikleiki sálar hans
mun stöðugt leita þess styrks og friðar,
sem aðeins kvenleg umhyggja getur
veitt honum.
Nýtt fótatak heyrðist úti á stígnum,
sjálf herdeildin, sveittir, stynjandi
menn í sólskininu. Henni varð aftur
litið í augu hans, augu full örvæntingar,
og um leið tók hún eftir, að hendur
hans tóku að skjálfa, vöðvar hans slökn-
uðu, og allt í einu féll hann saman við
hlið hennar og sveik sjálfan sig og mál-
stað sinn með því að láta hana alveg
lausa, láta hugfallast við hlið hennar
og fela afmyndað andlit sitt í flaksandi
hári hennar.
Síðasta fótatakið dó út, og hún snéri
sér að honum og strauk ástúðlega og
blíðlega um hnakka hans. — Þeir eru
farnir, hvíslaði hún. — Þú hefur ekki
meira að óttast.
Hann lyfti andliti sínu móti tilliti
hennar, augu hans voru tóm og blíð:
— Það voru ekki þeir, sem ég óttaðist,
sagði hann áherzlulaust. Það voru ekki
þeir. Það var ég sjálfur, minn eigin
bölvaður veikleiki.
Styrkur, sem getur ekki sameinast
miskunnsemi, er það viðurstyggilegasta
í heimi, sagði hún.
— Samt er það slíkur styrkur, sem
maður í mínum erindum verður að búa
yfir. Hann verður að geta drepið án
miskunnar, ef það er nauðsynlegt.......
Hann sat og starði hugsi fram fyrir sig.
— Hann verður að geta drepið, endur-
tók hann. — Líka þá, sem honum þykir
vænt um.
Þau lágu lengi á bak við runnann og
klettanöfina og störðu út yfir dalinn.
Sjónin, sem blasti við þeim, fyllti þau
viðbjóði. Hervirki alls staðar. Þorp
brennd til ösku, rotnandi hræ af drepn-
um kvikfénaði, sviðnir akrar. Skræl-
þurr lík af ungum mönnum héngu í
trjánum meðfram veginum, sem lá eftir
dalnum.
— Það var í þessu héraði, sem upp-
reisnin byrjaði, sagði hún án áherzlu
í röddinni.
— Já, sagði hann, — og það var í
þessu héraði, sem stjómarherinn fram-
kvæmdi fyrstu refsingarnar. Andlit
hans afmyndaðist af sársauka og
gremju. — Þetta, sagði hann og benti á
hengdu mennina í trjánum við veginn,
— er það, sem ríkisstjórnin kallar í til-
kynningum sínum að koma aftur á röð
og reglu.
Hún kinkaði kolli þunglega. Tárin
mynduðu rákir á óhreinar kinnar henn-
ar. — Fyrir fólkið, sagði hún klökk, —
fyrir frelsið, fyrir friðinn. Hún fald adlit
sitt við herðar hans og kjökraði lágt.
ÞREMUR stundarfjórðungum síðar
voru þau komin niður í dalinn. Þau
fylgdu slóðinni meðfram rótum fjalls-
ins. Langt í burtu sáu þau reykinn frá
járnbrautarlest á norðurleið. Næsta lest,
hugsaði hún hrjáð, ber hann á braut,
og ef til vill sjáumst við aldrei framar.
Hann nam staðar á lítilli hæð og benti
yfir dalinn.
— Fylgdu veginum milli grátviðar-
ins til þorpsins þarna fyrir handan.
Biddu um hjálp. Skýrðu frá öllu, sem
hefur komið fyrir þig. Leyndu engu.
Ég verð kominn langt í burtu, áður
en þeir geta skipulagt eftirför.
Hann rétti henni höndina í kveðju-
skyni, en hún tók ekki í hana, heldur
stóð og virti hann fyrir sér tárvotum
augum. Hann stóð líka hreyfingarlaus,
þegjandi og vandræðalegur.
— Nei, sagði hún að lokum. — Ég
ætla ekki þangað. Ég ætla ekki aftur
til Marapuru. Ég á ekki heima þar. Ég
á heima undir þeim fánum, sem þú
berst undir. Ég hef í hyggju að gefa
mig fram, og þú getur sagt mér hvar.
Hann stóð lengi og starði á óhreint út-
grátið andlit hennar, án þess að mæla
orð frá vörum. Síðan steig hann eitt
skref á átt til hennar, vafði hana örm-
um og kyssti hana ákaft, varir hans
brunnu eins og eldur. — Ég elska þig,
stundi hann. — Ég vil ekki flækja þér
í þetta. Farðu! Fylgdu veginum milli
grátviðarins.....Hann þangaði skyndi-
lega, þegar hann sá brosið, sem kom
fram á tárvotum tindrandi vörum
hennar.
— Þú hefur á réttu að standa, sagði
hún stillilega, — þú ert ekki rétti mað-
urinn til þessa verks. Rétti maðurinn
hefði notað mig. Notað ást mína. Notað
alla þá hjálp, sem ég er fær um að láta
í té betur en flestir aðrir, af því að ég
þekki allar sveitir, öll þorp og næstum
alla karla og konur, sem máli skipta,
hérna megin við víglínuna.
— Elskan mín, hvíslaði hún. — Taktu
mig með!
Hann faðmaði hana og kyssti á ný. —
Nei, sagði hann. — Þú leggur líf þitt í
hættu, ef þú gefur þig fram!
— Ég tek áhættuna, sagði hún og
reigði sig hnakkakert, — ég ætla að
vera með!
— Hvers vegna?
Hún hljóp í fang hans, rétti honum
munn sinn og hló blíðlega. — Vegna
persónulegs ávinnings, sagði hún. —
Af því að ég elska þig. Af því að ég vil
lifa, þar sem þú lifir, berjast, þar sem
þú berst, og deyja þar sem þú deyrð.
Þetta augnablik í brennandi sólskin-
inu skildi dálítið eftir í huga hans, sem
hafði aldrei verið þar fyrr, svimandi
og farsæla fullvissu um, að hann mundi
alltaf búa yfir nægum styrk fyrir fleiri
en sjálfan sig, því að hann gæti stöðugt
endurnýjað kjark sinn og þrótt hjá
henni. Hann kyssti hana aftur, löngum
og ástríðufullum kossi. Því næst greip
hann í hönd hennar og dró hana að sér.
— Komdu, sagði hann glaðlega, —
komdu þá! Þau hurfu í glampandi sól-
skininu .... í norðurátt!
Jálkim flýyut út