Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Side 26

Fálkinn - 09.12.1963, Side 26
MÆTVRBEIM Ekki hún, ég. Allar hinar mega hrökkva i kút, þegar vekjaraklukkan hringir, stökkva fram úr rúminu, nudda stýrurnar úr augunum, smeygja sér í íötin, hella í sig kaffibolla og hlaupa af stað í kapp- hiaupi við strætisvagninn. Allar nema ég. Ég vakna eldsnemma á morgnana og tek úr mér rúllur. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hvað það er ótrúlega vont að sofa með rúllum. En ég verð að líta vel út. Allar nema ég geta leyft gér að mæta í vinnunni með augnskuggana út á kinn og varalitinn niður á höku. Ég get það ekki. Ég elska nefnilega for- stjórann og forstjórinn elsk- ar mig. Þess vegna er ég heima á kvöldin. Ég pressa pilsin mín einu sinni enn, set í mig rúllur og læt lag af kremi á andlit mitt. Ég fer líka snemma að gofa. Það er ekkert sem jafnast á við svefninn sem fegrun- arlyf. Og ekki væri skemmtilegt að opna dyrnar íklædd rúll- um og andlitskremi og upp- götva að fyrir utan stend- ur elskan hann Grímur en ekki hún Sigga vinkona mín. Forstjórinn minn heitir nefnilega Grímur. Þess vegna var ég mitt í dásamlegum draumi, þegar dyrabjallan hringdi klukkan eitt að nóttu til. Og þegar ég segi að draumurinn hafi verið dá- samlegur, þá meina ég dá- samlegur. Það er ekkert jafn andstyggilegt og að vera vakinn einmitt þegar mann dreymir elskuna sína. Og það einmitt þegar eitthvað er að ske. En eitthvað varð ég að gera. Ekki gat ég látið vekja nágrannana. Ég bý nefnilega 1 blokk og einu sinni, þegar hann Grímur var að fara lrá mér heyrði ég þrjár hurðir opnast. Hann Grímur hefur ekki þorað að heimsækja mig síðan, því það birtust þrjú kvenmannsandlit í dyrun- um. Og ein þeirra var vinkona konunnar hans Gríms. Þetta gat svo sem verið eitthvað alvarlegt. Það er aldrei að vita, hvað getur skeð í blokk. Kannski var kviknað í. Ég smeygði mér í slopp og fór til dyra. „Hver er þar?“ kallaði ég út um skráargatið. „Ef það er einhver, sem ég þekki, ekki, þá opna ég bara alls ekki.“ „Það er ég,“ sagði karl- mannsrödd fyrir utan dyrn- ar og ég þekkti á svipstundu að þetta var elskan hann Grimur, sem ég kalla minn svona í laumi. Ég flýtti mér að opna. „Grímur,“ sagði ég stein- hissa, „hvað er að?“ „Ástin min,“ sagði Grím- ur og ég sá að skallinn á honum var orðinn blár af kulda. „Elsku hjartað mitt,“ hrópaði ég. „Komdu inn og hitaðu þér.“ »Ég vissi að þú myndir ekki bregðast mér yndið mitt,“ sagði Grímur og ég sá að hann var hátt uppi. Þess vegna lét ég hann setjast við ofninn í eldhús- inu og setti kaffiketilinn í samband meðan ég rauk fram á bað, reif úr mér rúll- urnar, þurrkaði af mér and- iitskremið og málaði á mig augnabrúnir með titrandi hendi. Hvað hafði skeð? Ég hljóp fram í eldhús. „Segðu mér hvað hefur skeð elskan mín?“ sagði ég. „Hvernig stendur á því, að þú kemur hingað um há- nótt án þess að gera boð á undan þér fyrst.“ Ég vissi nefnilega ekki betur en hann ætlaði að vera heima hjá kerlingunni allt kvöldið. Þau áttu von á gest- um. „Það — það er hún Sigríð- ur,“ stundi hann. „Ég er skilinn við hana elskan mín. Ég gat e^ki haldið þetta út lengur. Ég er farinn írá henni og kominn aftur til þín.“ Ég vissi svo sem alltaf að hann Grímur er alveg óður af ást á mér og að kerlingin hans er hreinasta skrímsli, sem alls ekki skilur hann og aldrei hefur gert það. Ég vissi líka alltaf, að hann kvæntist henni bara vegna þess að pabbi hennar átti fyrirtækið, sem Grímur er forstjóri fyrir, og kerling- arálkan erfði allt saman. Það er ekki auðvelt fyrir menn eins og hann Grím minn að fá nýja stöðu, ann- ars væri hann löngu skilinn og kvæntur mér. Ég veit, að menn eins og hann, sem alltaf hafa verið forstjórar og komnir eru yfir fimmtugt geta ekki allt í einu farið að vinna sem sendlar hjá Ríkis- skip. „Ertu skilinn við hana Sigríði?" „Já,“ sagði hann. „Ég er skilinn við hana,“ Og hann tók drjúgan teig úr kaffibollanum. Það lá við að hann stykki upp á eld- húsborðið. „Guð minn góður,“ öskr- aði hann og bunan stóð út úr honum. „Hvaða eitur er þetta? Er þetta kaffi?“ „Uss elskan," sagði ég. „Þú hefur gott af að fá þér kaffisopa. Við þurfum að ræða málin alvarlega og þú þarft að láta renna ögn af þér fyrst.“ Ég á við að það er eitt að elska hann Grím sem for- stjóra fyrir stóru fyrirtæki og vera einkaritari hans upp á stórfé.og annað að elska sendil hjá Ríkisskip. Ég hef alltaf verið mikið gefin fyrir að hafa það gott um dagana og ég gat ómögu- lega hugsað mér að fara að lifa sultarlífi. Stúlka á mínum aldri (ég varð 35 ára fyrir viku) verður að hugsa um framtíðina og hjónaband er ekki allt. Mig langar vitanlega til að giftast, en aðeins ef því fyigir öryggi. Það er nefni- lega öryggið, sem er fyrir öilu. Þetta var vitanlega allt annað mál, ef hann Grímur fengi helminginn á móti kerlingunni, en henni var svo sem trúandi til að hafa gert við hann kaupmála. Einmitt á meðan ég var að velta því fyrir mér, hvernig bezt væri að ganga til verks, hringdi síminn. Ég leit á Grím. „Ég skal svara,“ sagði Grímur og tók undir sig stökk. Ég rétt gat gripið í handlegginn á honum áður en hann reif símann. „Nei, þú svarar ekki,“ sagði ég og ég lagði mikla áherzlu á ekki. „Þetta er hún Sigríður,“ sagði Grímur. „Ég sagði henni að ég væri að fara til þín.“ „Uss,“ sagði ég og tók símtólið upp og gerði mitt bezta til að láta sem ég væri nývöknuð. „Halló,“ sagði ég. „Afsakið, að ég skuli hringja svona seint,“ sagði rödd, sem ég kannaðist af- skaplega vel við. Þetta var reyndar Sigríð- ur konan hans Gríms. Hún kynnti sig til mála- mynda og ég reyndi að lát- ast vera steinhissa. „Ekki vænti ég að maður- inn minn sé staddur hjá yður?“ spurði kerlingarálk- # an alveg bláköld. Hvað hélt manneskjan eiginlega að ég væri? Ein- hver gála eða hvað? Ekki nema það þó að bera það upp á mig að ég hafi hjá mér um hánótt karlmann og það meira að segja kvæntan mann — hennar mann! „Nei,“ sagði ég. „Hvernig dettur yður annað eins í hug?“ „Æi, við skulum ekki vera með nein látalæti," sagði kerlingarálkan. „í fyrsta lagi játaði Grímur allt fyrir mér í kvöld og í öðru lagi býr bezta vinkona mín á næstu hæð fyrir neðan yður.“ „Jæja,“ sagði ég bara. „Mig langar til að segja við yður fáein orð,“ sagði Sigríður. „Finnst yður ekki full framorðið til þess?“ spurði ég, því fátt vildi ég sfcður, 26 fXlkinn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.