Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 54
LITIA
SAGAIM
EFTIR
WILLY
BREIEMMOLST
PÁFUMN í
KLÍPF
Þessi dagur hófst eins og
aftrir venjulegir dagar í Vatí-
kaninu.En hann átti eftir að
verða talsvert afbrigðilegur,
áður en lauk. Þetta byrjaði með
því, að bandaríski auðjöfurinn
Bill Naggels strunsaði, ljóm-
andi af sjálfsöryggi, upp hinn
fagurlega skreytta stiga, sem
lá upp til ríkisráðsins og íbúð-
ar páfans. Hvernig hann komst
framhjá svissnesku lífvörðun-
um í aðalinnganginum, sem
lokaður var þar að auki með
sterklegri bronzhurð, væri
vissulega gaman að vita, en
hvað er það, sem frekir Banda-
ríkjamenn komast ekki fram-
hjá? Hann fór inn eftir löng-
um súlnagangi, prýddum mar-
mara, og komst inn í forsal
nokkurn, þar sem einn af kar-
dínálum páfans stóð álútur yfir
einhverjum latneskum bókum.
Bill Naggels klappaði á öxlina
á honum og sagði:
— Er páfinn heima?
— II papa? Non ancore, sig-
nore. Qual ’é il suo cognome?
Bill Naggels dró nafnspjald
upp úr brjótsvasanum og lagði
það í hendi kardínálans. Sá
horfði á það í öngum sínum og
talaði einhver ósköp sem
Band jríkjamaðurinn skildi
ekki orð í.
— La prego d’aspattare due
minuti.
Kardinálinn skundaði brott,
stuttum, hröðum skrefum, og
var bersýnilega taugaóstyrkur.
Bill Naggels beið í nokkrar
mínútur. Ekkert gerðist. Þá
missti hann alveg þolinmæð-
ina og æddi rakleitt í átt til
hinna háu dyra með messings-
klæddu hurðunum, sem voru
að vinnuherbergi páfans. Hann
opnaði þær — og sá í sömu
mund hvar kardínálinn kom
þjótandi á eftir honum, með
marga aðra kardínála í hala-
rófu á eftir sér. Þeir böðuðu
höndunum í allar áttir og hróp-
uðu heiJmikið, en Bill Naggels
skildi ekkert, hvað þeir voru
að segja. Hann flýtti sér inn
fyrir og læsti á eftir sér.
Kardínálarnir reyndu árang-
urslaust að opna dyrnar. Þetta
var alveg makalaust. Að ryðj-
ast svona inn til Hans allra
hæsta Heilagleika. Þetta hafði
aldrei nokkur maður vogað sér
að gera fyrr. Banifacius kardín-
áli, sá sem hafði tekið við nafn-
spjaldi Bill Naggels, velti því
vandlega fyrir sér ,og þeir
urðu sammála um það, kardí-
nálarnir, að þetta hlyti að vera
einhver af þessum hræðilegu
Bandaríkjamönnum, þessum
skelfiiegu mönnum, sem ekkert
vissu hvað virðing, háttvísi, eða
bara yfirleitt sæmileg hegðun,
var. Ræningi var maðurinn
tæplega, en hvað í ósköpunum
vildi hann þá Hans Heilagleika?
Bonifacius beygði sig niður
og kíkti gegnum skráargatið.
Bandaríkjamaðurinn stóð við
skrifborð páfans með kúlu-
penna í hendinni og reyndi, ber-
sýnilega árangurslaust, að fá
páíann til þess að skrifa undir
eitthvað.
Bonifacius hætti að kíkja og
lagði í þess stað eyrað að skrá-
argatinu. Þá heyrði hann greini-
lega neitandi rödd páfans.
— No! No! No! signore! Það
þýðir ekkert að tala um það!
No e poi no!
Rödd páfans varð sífellt
hærri og hærri, eftir því sem
hann neitaði Bandaríkjamann-
inum oftar, en hann lét ekki
slá sig út af laginu og reyndi
stöðugt að sannfæra páfann
með miklum orðaflaumi.
Bonifacius nagaði sig örvænt-
ingarfullur í handarbökin. Hin-
ir kardinálarnir nöguðu sig
einnig örvílnaðir í handarbök-
in Allir nöguðu sig örvænting-
arfullir í handarbökin. Hvað
gátu menn lika gert annað?
Nú heyrðist hávaði að innan.
Bonifacius kíkti aftur í gegn
um skráargatið. Þessi bandvit-
lausi Bandaríkjamuður var far-
inn að elta páfann kring um
skrifborðið og veifaði skjali
sínu fyrir framan augu hans.
No e poi no, signóre! sagði
páfinn örvæntingarfullur við
hinn ágenga Bandaríkjamann,
ég fellst aldrei á það! Aldrei!
Lasciami tranquillo!
Hinn æðisgengni eltingar-
leikur kring um skrifborðið
hélt áfram. dýrmætar postu-
línsstyttur duttu á gólfið og
brotnuðu mélinu smærra. Páf-
inn hrópaði örvæntingarfullur
á hjálp, Bandaríkjamaðurinn
gat króað hann af úti í horni
og hrópaði, að hann skyldi taka
þessu rólega og reyna að slappa
af, reyna að líta skynsamlega
á málið og skrifa svo undir eins
og skot, en páfanum tókst að
slíta sig lausan ,og eltingarleik-
urinn hélt áfram um herbergið.
í hvert sinn, sem vitlausi
Bandaríkjamaðurinn velti ein-
hverju um inni, lokaði Boni-
facius augunum örvæntingar-
fullur. Þetta var hræðilegt, það
versta, sem nokkru sinni hafði
komið fyrir.
Allir nöguðu sig örvænting-
arfullir í handarbökin, allir
beindu augum til himna og all-
ir fóru hásum rómi með latn-
neskar bænir. Hvað gátu menn
gert annað? En svo varð allt
hljótt þarna inni. Bonifacius
ætlaði einmitt að fara að kíkja
enn einu sinni inn um skráar-
gatið, þegar hurðin var rifin
upp og Bill Naggels kom æð-
andi út.
— Þessi gamli, þrjózki asni!
fnæsti hann og leit með fyrir-
litningarsvip á páfann, sem sat
samanhnipraður í stól sínum,
gersamlega útkeyrður. Svo
strunsaði hann brott og hristi
höfuðið og yppti öxlum. Nokkr-
ir kardínálar ætluðu að fara að
veita honum eftirför, en hættu
við það. Það lá meira á því
að komast að, hvað hefði eig-
inlega verið á seyði.
Bonifacius náði strax í vatns-
skál og baðaði enni páfans var-
lega upp úr köldu vatni. And-
artaki síðar var páfinn orðinn
nægilega hress til þess að geta
sagt frá atburðum.
— Þetta var alveg hræðileg-
ur maður, þessi Bandaríkja-
maður! Hann bauð mér fimm
milljónir dollara fyrir að skrifa
undir það, að í öllum kirkjum
heims skyldi hætt að segja
Amen í messulok, en í þess stað
skyldu prestarnir alltaf enda á:
„Notið Shell benzín!“
Willy Breinholst.
54
FALKINN