Fálkinn - 26.04.1965, Side 6
A MARGA VIIMI
MARGA ÓVIN
Þa3 tók langan tíma og var eríitt viðureignar. Mér var
sagt, að það gœti ja'fnvel orðið erfiðara að fd viðtal við
Robert Kennedy en sjólfan forsetann. Mitt fyrsta verk var
að snúa mér til skrifstofu fyrir erlenda blaðamenn í New
York. Jú, sjálfsagt vœri að reyna, en lítil von um árangur.
Nœsta dag var mér tjáð. að því miður vœri of skammur
tími til stefnu. viðtal við senator Kennedy yrði að panta
með mánaðarfyrirvara — minnst. Þar sem ég hafði aðeins
hálfan mánuð til stefnu, varð því að fara aðrar leiðir eða
gefast upp. Eftir þessa neitun var ekki um nema eitt að
rœða. Ég hringdi til Ingva Ingvarssonar í Sendiráði íslands
í Washington og bað hann ásjár. Og hann brá við bœði
fljótt og vel. Eftir óteljandi símtöl og marga daga fékkst
loks samþykki Kennedys með þeim fyrirvara, að hœgt
yrði að koma viðtalinu fyrir á dagská hans, sem unnin er
langt fram í tímann. Degi síðar var mér tilkynnt, að ég
fengi 10 mínútna viðtal við Kennedy síðari hluta mánu-
dags meðan hann œki í bil milli tveggja staða í New York,
því miður vœri það eina leiðin, þar sem ég átti að fara þá
um kvöldið. Ég varð óneitanlega vonsvikinn, en úr þessu
var ekki um annað að rœða en þakka fyrir sig. Morgun-
inn eftir var hringt til mín einu sinni enn. Nú hafði opnazt
smuga á miðvikudagsmorgun. Gœti ég hitt öldungadeild-
arþingmanninn á skrifstofu hans í New York klukkan hálf
tólf? Ég þakkaði fyrir og frestaði brottför minni umsvifa-
laust um tvo daga. Loks var björninn unninn. Og það var
eingöngu vegna dugnaðar og ákveðni Ingva Ingvarssonar.
Rithönd Roberts Kennedys.
HINN umræddi miðvikudag-
ur var dagur heilags Pat-
reká, mikill hátíðisdagur ka-
þólskra og allra þeirra, sem
eru af írsku bergi brotnir;
með fimm klukkustunda skrúð-
göngu upp Fifth Avenue. Ég
sat í biðherbergi framan við
skrifstofu Kennedys, andspæn-
is aðlaðandi stúlku, sem svar-
aði látlausum símahringing-
um. Þegar ég leit út um glugg-
ann, veitti ég því athygli, að
fólk hafði safnazt saman við
gluggana hinum megin götunn-
ar. Ég spurði símastúlkuna,
hverju þetta sætti, og hún svar-
aði því til, að Robert Kennedy
væri að koma í þessa nýju
skrifstofu sína í fyrsta sinn í
dag, og þetta vissi skrifstofu-
fólkið handan götunnar. Sjálf
sagðist hún aldrei hafa séð
Kennedy í eigin persónu, þótt
hún starfaði fyrir hann.
FÁIJM mínútum síðar snar-
aði Robert F. Kennedy sér
inn úr dyrunum ásamt aðstoð-
armanni sínum, tók þéttings-
fast í hönd mína og bauð mig
velkominn. Síðan heilsaði hann
símastúlkunni með handabandi
og hvarf inn í skrifstofu sína.
Ég settist aftur. Biðinni var
ekki enn lokið. Símastúlkan
horfði brosandi á hönd sína
með vott af undrunarsvip á
andlitinu eins og hún væri hissa
á, að höndin skyldi enn vera
heil. Svo leit hún til mín og
sagði:
— Hann hefur svei mér
ákveðið handtak.
Svo kvað við símahring-
VIÐTAL NJARÐAR P. NJARRVÍK
VIÐ ROBERT F. KENNEDY